Snörp orðaskipti og frammíköll á Alþingi: "Nú hitti ég á viðkvæman punkt" Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. desember 2015 17:47 Sigmundur Davíð og Brynhildur Pétursdóttir tókust á á Alþingi í dag. Hægt er að sjá orðaskiptin í spilaranum neðst í fréttinni. Vísir Snörp orðaskipti urðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrir svörum sat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, en þingmaður Bjartrar framtíðar, Brynhildur Pétursdóttir steig í pontu og kvartaði yfir þeim litla fjölda mála sem lögð hafa verið fyrir þingið undanfarna mánuði. „ Samkvæmt þingamálaskrá átti að leggja fram 184 mál. Staðan er þannig að það eru komin fram 45 frumvörp og 11 þingsályktunartillögur. Það er ekki mikið af málum sem ríkisstjórnin sjálf hefur lagt fram,” sagði Brynhildur.Sjá einnig:Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Eru ráðherrar í ríkisstjórn starfi sínu vaxnir? „Nú skil ég það þannig að ráðherrar séu einhverskonar verkefnisstjórar sem þurfa að tryggja að málin þeirra séu unnin í ráðuneytunum. Ég geri ekki lítið úr því það er ábyggilega áskorun að setja saman frumvörp, en ég hlýt að spyrja hvort ráðherrar í ríkisstjórn séu starfi sínu vaxnir og hvort að hæstvirtur forsætisráðherra sem á að vera að stýra ríkisstjórninni sé nægilega góður verkstjóri? Mér finnst þetta sláandi tölur.” Sigmundur Davíð svaraði fyrir sig og sagði tölurnar ættu ekki að vera sláandi hefði Brynhildur fylgst með sambærilegum tölum undanfarin ár, ef ekki áratugi. „Hvað sem því líður má gera ráð fyrir því að það komi ekki fram öll þau mál sem eru á þeim lista yfir mál sem kemur til greina að leggja fram fyrir áramót. Þingmaður ætti að gleðjast yfir því. Það á ekki að vera sjálfstætt markmið að menn séu alltaf að gera sem mestar breytingar á lögum, heldur góðar breytingar.” Til hvers erum við þá með ráðherra? Brynhildur svaraði Sigmundi á nýjan leik og spurði til hvers þingmálaskrá væri þá. „Er þetta svona óskalisti ríkisstjórnar um mál sem væri gaman að leggja fram, ef við höfum til þess tíma, hugsanlega? Þá finnst mér alveg eins gott að sleppa þessu, til hvers eru þá ráðherrarnir ef það er ekki þeirra hluverk að koma í gegn pólítískum áherslumálum ríkisstjórnarinnar? Til hvers erum við þá með ráðherra? Ég held að ráðuneytin og fólkið þar geti alveg stýrt þessum daglega rekstri.” Brynhildur hélt áfram og spurði, “eru þingmenn endilega bestu ráðherraefnin? Ég er svolítið hrifin af því að taka fólk bara utan úr þjóðfélaginu, kannski með gráðu í verkefnisstjórnun og mannlegum samskiptum og hvað það er sem þarf til. En mér finnst þessi árangur mjög lélegur og ég held ég fari rétt með, að þetta er sögulega lélegt.” Stjórnarandstaðan myndi samt tala fram á kvöldSigmundur Davíð svaraði Brynhildi og sagði áhyggjur þingmannsins með öllu óþarfar. „En hinsvegar hefur það ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þingstörfum að undanförnu að það er nú ekki eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar skorti mál til að tala um. Ég hugsa að það myndi nægja þeim að hafa bara eitt mál, þá myndu þau samt tala fram á kvöld um það mál. Það verður að segjast, virðulegur forseti, að það er auðvitað hluti af vandanum með hvaða hætti þessi stjórnarandstaða, ekki hvað síst og raunar frekar en stjórnarandstöður liðinna áratuga…”Þegar Sigmundur sleppti orðinu varð mikið um frammíköll í þingsalnum og forseti þingsins skarst í leikinn. Þá hélt Sigmundur áfram. „Nú hitti ég á viðkvæman punkt greinilega, hvernig stjórnarandstaða þessa tíma tekur fyrir nánast hvaða mál sem er og gerir úr þeim málþóf, og það frá fyrstu viku hafi menn valið sér mál, stór eða lítil, til að taka fyrir í málþófi.” Umræðuna má horfa á hér að neðan. Alþingi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Snörp orðaskipti urðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrir svörum sat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, en þingmaður Bjartrar framtíðar, Brynhildur Pétursdóttir steig í pontu og kvartaði yfir þeim litla fjölda mála sem lögð hafa verið fyrir þingið undanfarna mánuði. „ Samkvæmt þingamálaskrá átti að leggja fram 184 mál. Staðan er þannig að það eru komin fram 45 frumvörp og 11 þingsályktunartillögur. Það er ekki mikið af málum sem ríkisstjórnin sjálf hefur lagt fram,” sagði Brynhildur.Sjá einnig:Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Eru ráðherrar í ríkisstjórn starfi sínu vaxnir? „Nú skil ég það þannig að ráðherrar séu einhverskonar verkefnisstjórar sem þurfa að tryggja að málin þeirra séu unnin í ráðuneytunum. Ég geri ekki lítið úr því það er ábyggilega áskorun að setja saman frumvörp, en ég hlýt að spyrja hvort ráðherrar í ríkisstjórn séu starfi sínu vaxnir og hvort að hæstvirtur forsætisráðherra sem á að vera að stýra ríkisstjórninni sé nægilega góður verkstjóri? Mér finnst þetta sláandi tölur.” Sigmundur Davíð svaraði fyrir sig og sagði tölurnar ættu ekki að vera sláandi hefði Brynhildur fylgst með sambærilegum tölum undanfarin ár, ef ekki áratugi. „Hvað sem því líður má gera ráð fyrir því að það komi ekki fram öll þau mál sem eru á þeim lista yfir mál sem kemur til greina að leggja fram fyrir áramót. Þingmaður ætti að gleðjast yfir því. Það á ekki að vera sjálfstætt markmið að menn séu alltaf að gera sem mestar breytingar á lögum, heldur góðar breytingar.” Til hvers erum við þá með ráðherra? Brynhildur svaraði Sigmundi á nýjan leik og spurði til hvers þingmálaskrá væri þá. „Er þetta svona óskalisti ríkisstjórnar um mál sem væri gaman að leggja fram, ef við höfum til þess tíma, hugsanlega? Þá finnst mér alveg eins gott að sleppa þessu, til hvers eru þá ráðherrarnir ef það er ekki þeirra hluverk að koma í gegn pólítískum áherslumálum ríkisstjórnarinnar? Til hvers erum við þá með ráðherra? Ég held að ráðuneytin og fólkið þar geti alveg stýrt þessum daglega rekstri.” Brynhildur hélt áfram og spurði, “eru þingmenn endilega bestu ráðherraefnin? Ég er svolítið hrifin af því að taka fólk bara utan úr þjóðfélaginu, kannski með gráðu í verkefnisstjórnun og mannlegum samskiptum og hvað það er sem þarf til. En mér finnst þessi árangur mjög lélegur og ég held ég fari rétt með, að þetta er sögulega lélegt.” Stjórnarandstaðan myndi samt tala fram á kvöldSigmundur Davíð svaraði Brynhildi og sagði áhyggjur þingmannsins með öllu óþarfar. „En hinsvegar hefur það ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þingstörfum að undanförnu að það er nú ekki eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar skorti mál til að tala um. Ég hugsa að það myndi nægja þeim að hafa bara eitt mál, þá myndu þau samt tala fram á kvöld um það mál. Það verður að segjast, virðulegur forseti, að það er auðvitað hluti af vandanum með hvaða hætti þessi stjórnarandstaða, ekki hvað síst og raunar frekar en stjórnarandstöður liðinna áratuga…”Þegar Sigmundur sleppti orðinu varð mikið um frammíköll í þingsalnum og forseti þingsins skarst í leikinn. Þá hélt Sigmundur áfram. „Nú hitti ég á viðkvæman punkt greinilega, hvernig stjórnarandstaða þessa tíma tekur fyrir nánast hvaða mál sem er og gerir úr þeim málþóf, og það frá fyrstu viku hafi menn valið sér mál, stór eða lítil, til að taka fyrir í málþófi.” Umræðuna má horfa á hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira