Fellibylur gengur yfir Ísland: Útihús gætu splundrast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. desember 2015 19:03 Fellibylur gengur nú yfir Ísland. Veðurofsinn hefur þegar náð því að teljast fyrsta stigs fellibylur og er búist fastlega við því að hann vaxi upp í það að verða annars stigs. Um klukkan átta í kvöld má búast við því að fellibylsstyrkur mælist í Reykjavík. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi yfir fulltrúa frá almannavörnum og Landsbjörgu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fólk hefur farið að tilmælum Hjálmar Björgvinsson frá Almannavörnum segir veðurspár hafa gengið eftir. „Já já þetta er að ganga eftir og við erum núna með á suðurlandi og vestmanneyjum alveg kolbrjálað eða vitlaust veður,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingum færist þetta yfir höfuðborgarsvæðið og restina af landinu í kvöld,“ segir hann. Hjálmar segir ljóst að fólk hafi farið eftir aðvörunum og tilmælum lögreglunnar. „Ef við horfum bara hérna út á bústaðarveginn sem dæmi, það er yfirleitt fullt af bílum á þessum tíma en núna er varla bíll. Þannig að fólk hefur hlustað á tilmæli frá okkur um að gera ráðstafanir og þar fram eftir götunum. Fólk er bara viðbúið og því ber að fagna,“ segir hann.Eiga að halda sig heima Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitarfólk sé í viðbragðsstöðu. „Það eru þessi heilu þök og kannski útihúsin að splundrast og slíkt eins og við sáum í veðrinu ´91. En við svo sem vitum það ekki,“ segir hún. „Við verðum náttúrulega að gæta öryggis okkar fólks.“ Útköll hafa verið fá það sem af er degi. „Já en minni háttar. Björgunarsveitir eru að störfum austan fjall og á Suðurnesjum en það hefur allt verið svona minni háttar atvik. og fyrr í dag í Vestmannaeyjum líka. Síðan erum við með fólk í húsi víða um land og fólk að koma í hús annars staðar. Við bíðum eftir skellinum,“ segir hún. Ólöf segir að fólk eigi bara að halda sig innandyra. „Heima í örygginu og hringja í 112 ef það er neyðarástand einhvers staðar,“ segir hún aðspurð um ráðleggingar til landsmanna. Veður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Fellibylur gengur nú yfir Ísland. Veðurofsinn hefur þegar náð því að teljast fyrsta stigs fellibylur og er búist fastlega við því að hann vaxi upp í það að verða annars stigs. Um klukkan átta í kvöld má búast við því að fellibylsstyrkur mælist í Reykjavík. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi yfir fulltrúa frá almannavörnum og Landsbjörgu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fólk hefur farið að tilmælum Hjálmar Björgvinsson frá Almannavörnum segir veðurspár hafa gengið eftir. „Já já þetta er að ganga eftir og við erum núna með á suðurlandi og vestmanneyjum alveg kolbrjálað eða vitlaust veður,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingum færist þetta yfir höfuðborgarsvæðið og restina af landinu í kvöld,“ segir hann. Hjálmar segir ljóst að fólk hafi farið eftir aðvörunum og tilmælum lögreglunnar. „Ef við horfum bara hérna út á bústaðarveginn sem dæmi, það er yfirleitt fullt af bílum á þessum tíma en núna er varla bíll. Þannig að fólk hefur hlustað á tilmæli frá okkur um að gera ráðstafanir og þar fram eftir götunum. Fólk er bara viðbúið og því ber að fagna,“ segir hann.Eiga að halda sig heima Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitarfólk sé í viðbragðsstöðu. „Það eru þessi heilu þök og kannski útihúsin að splundrast og slíkt eins og við sáum í veðrinu ´91. En við svo sem vitum það ekki,“ segir hún. „Við verðum náttúrulega að gæta öryggis okkar fólks.“ Útköll hafa verið fá það sem af er degi. „Já en minni háttar. Björgunarsveitir eru að störfum austan fjall og á Suðurnesjum en það hefur allt verið svona minni háttar atvik. og fyrr í dag í Vestmannaeyjum líka. Síðan erum við með fólk í húsi víða um land og fólk að koma í hús annars staðar. Við bíðum eftir skellinum,“ segir hún. Ólöf segir að fólk eigi bara að halda sig innandyra. „Heima í örygginu og hringja í 112 ef það er neyðarástand einhvers staðar,“ segir hún aðspurð um ráðleggingar til landsmanna.
Veður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira