Bilun hefur orðið í dreifikerfi rafmagns Orkuveitu Reykjavíkur. Rafmagnslaust varð í Úlfarsárdal í Reykjavík. Benedikt Einarsson, forstöðumaður stjórnstöðvar, segir að líklega hafi orðið bilun í háspennulínu.
„Það var rafmagnslaust í Úlfarsárdal og svæðinu þar fyrir ofan,“ segir Benedikt. „Rafmagnið er komið inn aftur í Úlfarsárdal en við erum að leita að biluninni í loftlínunni sjálfri. Það eru notendur við Hafravatn og Miðdal sem eru enn þá án rafmagns.“
Rafmagnslaust varð í Úlfarsárdal
Aðalsteinn Kjartansson skrifar

Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent