Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn: „Snælduvitlaust veður“ Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2015 21:55 Rúðan srakk inn í stofu hjá Hilmari Þóri. Mynd/Hilmar Þór Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn í Hornafirði nú um hálfníu leytið í kvöld. Hilmar Þór Kárason, íbúi í húsinu, varð var við mikil læti í stofunni og þegar hann hljóp inn í stofu blasti við honum ófrýnileg sjón. „Já við vitum ekkert hvað gerðist, hvort eitthvað hafi fokið í rúðuna eða hún bara gefið sig undan veðrinu. Það er skítaveður hérna núna, hvasst og rigning,“ segir Hilmar Þór. Rafmagn fór af hluta Hornafjarðar nú undir kvöld vegna bilunar í rafmagnslínu. Olli hún rafmagnsleysi á Höfn og nærsveitum í nokkra stund. Starfsmenn Landsnets náðu þó að setja spennu aftur á raflínuna og fengu þá notendur rafmagn á ný. Hilmar Þór vonar að þetta verði það eina sem þeir þurfi að eiga við í þessum stormi og þakkar björgurnarfélagi Hornafjarðar fyrir að hafa komið og neglt fyrir glugga hjá þeim. „Björgunarsveitin hérna var fljót að koma og negla fyrir þetta. Þetta er helvítis vesen. Það má segja að það sé snælduvitlaust veður hérna“ segir Hilmar Þór.Hviður upp í 60 metra á sekúnduVindmælir Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði sýnir að hviður hafa verið að slaga í 50 metra á sekúndu síðustu klukkustundina. Mælar á Sandfelli í Vatnajökulsþjóðgarði hafa verið að sýna um 60 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Því má segja að glórulaust aftakaveður sé á þessum slóðum. Þó er vindstyrkur við Sandfell farinn að minnka aftur. Bæjarstjórinn á Hornafirði, Björn Ingi Jónsson, segir veðrið í bænum ekki gott. „Það er slabbkennd rigning í rokinu núna, ekki nema eins stigs hiti svo þetta er nokkuð kuldalegt. Þegar ég heyrði síðast í lögreglunni þá höfðu komið upp nokkur smávægileg tilvik, brotnar rúður og svoleiðis en ekkert stórvægilegt eins og hefur verið að gerast annarsstaðar,“ segir Björn Ingi. „Það sem við höfum verið að gera hjá bænum var að tryggja að öll niðurföll gætu tekið við vatni og eins að tryggja að vararafstöðvar fyrir vatnsveitu og heilsugæslu væru í lagi ef ske kynni. Talið var líklegt í dag að rafmagn gæti farið af og því þurfum við að tryggja rafmagn á þessa mikilvægu pósta,“ sagði Björn Ingi. Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Rúða sprakk í heimahúsi á Höfn í Hornafirði nú um hálfníu leytið í kvöld. Hilmar Þór Kárason, íbúi í húsinu, varð var við mikil læti í stofunni og þegar hann hljóp inn í stofu blasti við honum ófrýnileg sjón. „Já við vitum ekkert hvað gerðist, hvort eitthvað hafi fokið í rúðuna eða hún bara gefið sig undan veðrinu. Það er skítaveður hérna núna, hvasst og rigning,“ segir Hilmar Þór. Rafmagn fór af hluta Hornafjarðar nú undir kvöld vegna bilunar í rafmagnslínu. Olli hún rafmagnsleysi á Höfn og nærsveitum í nokkra stund. Starfsmenn Landsnets náðu þó að setja spennu aftur á raflínuna og fengu þá notendur rafmagn á ný. Hilmar Þór vonar að þetta verði það eina sem þeir þurfi að eiga við í þessum stormi og þakkar björgurnarfélagi Hornafjarðar fyrir að hafa komið og neglt fyrir glugga hjá þeim. „Björgunarsveitin hérna var fljót að koma og negla fyrir þetta. Þetta er helvítis vesen. Það má segja að það sé snælduvitlaust veður hérna“ segir Hilmar Þór.Hviður upp í 60 metra á sekúnduVindmælir Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði sýnir að hviður hafa verið að slaga í 50 metra á sekúndu síðustu klukkustundina. Mælar á Sandfelli í Vatnajökulsþjóðgarði hafa verið að sýna um 60 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Því má segja að glórulaust aftakaveður sé á þessum slóðum. Þó er vindstyrkur við Sandfell farinn að minnka aftur. Bæjarstjórinn á Hornafirði, Björn Ingi Jónsson, segir veðrið í bænum ekki gott. „Það er slabbkennd rigning í rokinu núna, ekki nema eins stigs hiti svo þetta er nokkuð kuldalegt. Þegar ég heyrði síðast í lögreglunni þá höfðu komið upp nokkur smávægileg tilvik, brotnar rúður og svoleiðis en ekkert stórvægilegt eins og hefur verið að gerast annarsstaðar,“ segir Björn Ingi. „Það sem við höfum verið að gera hjá bænum var að tryggja að öll niðurföll gætu tekið við vatni og eins að tryggja að vararafstöðvar fyrir vatnsveitu og heilsugæslu væru í lagi ef ske kynni. Talið var líklegt í dag að rafmagn gæti farið af og því þurfum við að tryggja rafmagn á þessa mikilvægu pósta,“ sagði Björn Ingi.
Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira