Ríkissáttasemjari ræður næstu skrefum Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að ef opnað verði fyrir aukna verktöku séu á endanum um hundrað störf í húfi. Fréttablaðið/Ernir Líklegt er að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar í kjaradeilu starfsmanna og ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Menn búast við að það verði í vikunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, en það á aðild að viðræðunum við Samtök atvinnulífsins (SA) og ISAL. Guðmundur segir engar viðræður hafa átt sér stað frá því að verkfalli starfsmanna var aflýst í byrjun mánaðarins. „Það er algjör biðstaða í gangi og hvorugur deiluaðili hefur haft frumkvæði að því að funda. Þannig að það hefur ekkert breyst.“ Fundur hjá ríkissáttasemjara sé því rétti vettvangurinn fyrir næstu skref. Þá segir Guðmundur ekki rétt sem haldið hefur verið fram að deilan um ákvæði samningsins sem meinar ISAL að útvista störfum til verktaka sé það eina sem standi í vegi fyrir undirskrift. Til dæmis hafi SA og ISAL ekki enn viðurkennt að sömu forsenduákvæði eigi að vera í þessum samningi á samningstímanum og þeim sem hafi verið gerðir á almenna markaðnum, svo sem um launaþróun og slíka hluti. Þá sé ekki alveg einfalt að eiga við kröfu fyrirtækisins um aukna verktöku, þótt um grundvallarkröfu sé að ræða hjá fyrirtækinu. Þá eigi eftir að ræða hvað koma eigi á móti fallist verkalýðsfélögin á að slaka á þessu ákvæði. „Til dæmis að inn kæmi ákvæði um að tryggt yrði að verktakar séu ekki á slakari launum en þeir sem eru inni á svæðinu líkt og ákvæði er um fyrir austan,“ segir hann. Þar fyrir utan segir Guðmundur ákveðinn „ómöguleika“ í því fólginn að láta starfsmenn kjósa um samning sem opni fyrir aukna verktöku fyrirtækisins. „Þarna er á endanum um meira að ræða en þessi þrjátíu og tvö störf sem rætt hefur verið um,“ segir hann og telur að á endanum séu um hundrað störf undir í álverinu. „Og hvernig á að láta kjósa um kjarasamning þar sem 100 af 330 starfsmönnum eru að kjósa um að missa vinnuna?“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Líklegt er að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar í kjaradeilu starfsmanna og ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Menn búast við að það verði í vikunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, en það á aðild að viðræðunum við Samtök atvinnulífsins (SA) og ISAL. Guðmundur segir engar viðræður hafa átt sér stað frá því að verkfalli starfsmanna var aflýst í byrjun mánaðarins. „Það er algjör biðstaða í gangi og hvorugur deiluaðili hefur haft frumkvæði að því að funda. Þannig að það hefur ekkert breyst.“ Fundur hjá ríkissáttasemjara sé því rétti vettvangurinn fyrir næstu skref. Þá segir Guðmundur ekki rétt sem haldið hefur verið fram að deilan um ákvæði samningsins sem meinar ISAL að útvista störfum til verktaka sé það eina sem standi í vegi fyrir undirskrift. Til dæmis hafi SA og ISAL ekki enn viðurkennt að sömu forsenduákvæði eigi að vera í þessum samningi á samningstímanum og þeim sem hafi verið gerðir á almenna markaðnum, svo sem um launaþróun og slíka hluti. Þá sé ekki alveg einfalt að eiga við kröfu fyrirtækisins um aukna verktöku, þótt um grundvallarkröfu sé að ræða hjá fyrirtækinu. Þá eigi eftir að ræða hvað koma eigi á móti fallist verkalýðsfélögin á að slaka á þessu ákvæði. „Til dæmis að inn kæmi ákvæði um að tryggt yrði að verktakar séu ekki á slakari launum en þeir sem eru inni á svæðinu líkt og ákvæði er um fyrir austan,“ segir hann. Þar fyrir utan segir Guðmundur ákveðinn „ómöguleika“ í því fólginn að láta starfsmenn kjósa um samning sem opni fyrir aukna verktöku fyrirtækisins. „Þarna er á endanum um meira að ræða en þessi þrjátíu og tvö störf sem rætt hefur verið um,“ segir hann og telur að á endanum séu um hundrað störf undir í álverinu. „Og hvernig á að láta kjósa um kjarasamning þar sem 100 af 330 starfsmönnum eru að kjósa um að missa vinnuna?“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira