Á laugardaginn stíga góðvinirnir Gunnar Nelson og Conor McGregor í búrið í Las Vegas þegar hið magnaða UFC 194-bardagakvöld fer fram.
Conor mætir loks Brasilíumanninum Jose Aldo í bardaga sem sker úr um hvor verður heimsmeistari í fjaðurvigt. Gunnar Nelson mætir öðru Brasilíumanni, Demian Maia, en um er að ræða lang stærsta bardaga Gunnars á hann ferli.
Myndbandsdagbókin sem er hluti af Embedded seríunni er hafinn á Youtube-síðu UFC, en þar er bardagamönnum kvöldsins fylgt eftir síðustu vikuna áður en þeir stíga inn í búrið.
Okkar menn voru að þessu sinni að æfa mjúkar hreyfingar og skiptust svo á að kýla með appi og kom í ljós að Gunnar kýlir miklu fastar heldur en Conor.
Sjón er sögu ríkari en þennan skemmtilega þátt má sjá í spilaranum hér að ofan.
UFC 194 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Hægt er að kynna sér áskriftartilboð hér.
Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina
Tengdar fréttir

Svona slökkva Gunnar og Conor á kertum | Myndband
Strákarnir sýna snerpu sína með því að slökkva á kertum á óvenjulegan hátt.

Ég lifi eins og Rocky Balboa en æfi eins og Clubber Lang
Það er margt líkt með Íranum Conor McGregor og sjálfum Rocky Balboa.

Minn stærsti bardagi á ferlinum
Gunnar Nelson sat fyrir svörum á veitingastað í Los Angeles í nótt.

Ítarlegur upphitunarþáttur um bardaga Aldo og McGregor
Það eru aðeins nokkrir dagar í bardaga Jose Aldo og Conor McGregor í Las Vegas og UFC-heimurinn titrar af spennu.