Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 13:59 Hér sést Sæmundur fróði ekki á selnum heldur mara í kafi. Haukur Vagnsson Háskóli Íslands á bátinn Sæmund fróða, annan af þeim bátum sem sukku í Reykjavíkurhöfn í óveðrinu í nótt. Sæmundur fróði var nýttur í kennslu og rannsóknarstörf og var mikilvægt tól sem slíkur. „Þetta er mjög mikið áfall og töluvert tjón fyrir okkur,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða sem sér mjög á eftir bátnum.Sjá einnig: Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt„Hann var notaður sem rannsóknarbátur til að taka sýni. Við erum búinn að eiga hann frá árinu 2003 og hann var töluvert notaður,“ en fyrir nemendur í sjávarlíffræði við Háskólann var báturinn mikilvægt kennslugagn. „Sem dæmi erum við með rannsóknir á grjótkrabba sem meistaranemar og doktorsnemar hafa verið að taka þátt í. Það var að mestu leyti byggt upp á sýnatökum sem við tókum með hjálp Sæmundar fróða.“Frá Ægisgarði í gær.Vísir/VilhelmEkki hægt að koma í veg fyrir að Sæmundur sykki Halldór Pálmar segir að það sé mikilvægt að fá nýjan bát fyrir kennsluna og rannsóknarstörfin reynist Sæmundur Fróði ónýtur. Reyna á að ná Sæmundi upp í dag eða á morgun. Halldór Pálmar fór sjálfur og festi bátinn eins og hægt var áður en óveðrið skall á en ómögulegt reyndist að koma í veg fyrir að hann sykki. „Ég var í stöðugu sambandi við þá á höfninni í gærkvöldi, slökkviliðið vildi ekki dæla upp úr honum enda var það líklega ekkki hægt. Bryggjan brotnaði og það kom gat á hann að framanverðu, því fór sem fór.“Sjá einnig: Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almenningsHalldór Pálmar er reyndar ekki ókunnugur því að lenda illa í því óviðrum en áður en hann hellti sér í háskólastarfið var hann með trillu í Sandgerði. Hún varð fórnarlamb óveðurins mikla sem rifjað hefur verið upp að undanförnu. „Já, sá bátur brotnaði í höfninni í Sandgerði í óveðrinu 1991. Hann sökk reyndar ekki en það var álíka aftakaveður og í gær og í nótt. Maður hefur því séð eitt og annað í þessu.“ Veður Tengdar fréttir Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15 Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Háskóli Íslands á bátinn Sæmund fróða, annan af þeim bátum sem sukku í Reykjavíkurhöfn í óveðrinu í nótt. Sæmundur fróði var nýttur í kennslu og rannsóknarstörf og var mikilvægt tól sem slíkur. „Þetta er mjög mikið áfall og töluvert tjón fyrir okkur,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða sem sér mjög á eftir bátnum.Sjá einnig: Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt„Hann var notaður sem rannsóknarbátur til að taka sýni. Við erum búinn að eiga hann frá árinu 2003 og hann var töluvert notaður,“ en fyrir nemendur í sjávarlíffræði við Háskólann var báturinn mikilvægt kennslugagn. „Sem dæmi erum við með rannsóknir á grjótkrabba sem meistaranemar og doktorsnemar hafa verið að taka þátt í. Það var að mestu leyti byggt upp á sýnatökum sem við tókum með hjálp Sæmundar fróða.“Frá Ægisgarði í gær.Vísir/VilhelmEkki hægt að koma í veg fyrir að Sæmundur sykki Halldór Pálmar segir að það sé mikilvægt að fá nýjan bát fyrir kennsluna og rannsóknarstörfin reynist Sæmundur Fróði ónýtur. Reyna á að ná Sæmundi upp í dag eða á morgun. Halldór Pálmar fór sjálfur og festi bátinn eins og hægt var áður en óveðrið skall á en ómögulegt reyndist að koma í veg fyrir að hann sykki. „Ég var í stöðugu sambandi við þá á höfninni í gærkvöldi, slökkviliðið vildi ekki dæla upp úr honum enda var það líklega ekkki hægt. Bryggjan brotnaði og það kom gat á hann að framanverðu, því fór sem fór.“Sjá einnig: Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almenningsHalldór Pálmar er reyndar ekki ókunnugur því að lenda illa í því óviðrum en áður en hann hellti sér í háskólastarfið var hann með trillu í Sandgerði. Hún varð fórnarlamb óveðurins mikla sem rifjað hefur verið upp að undanförnu. „Já, sá bátur brotnaði í höfninni í Sandgerði í óveðrinu 1991. Hann sökk reyndar ekki en það var álíka aftakaveður og í gær og í nótt. Maður hefur því séð eitt og annað í þessu.“
Veður Tengdar fréttir Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15 Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15
Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06