Vonast til að ljúka viðgerð á tveimur sólarhringum Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2015 17:45 Engar teljandi truflanir urðu á línum á hæstu spennu og á hálendislínum. Mynd/Landsnet Landsnet vonast til að ljúka viðgerða á byggðalínuhringnum á næstu tveimur sólarhringum. Línur löskuðust í óveðrinu í gærkvöldi og í nótt, en ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Í tilkynningu frá Landsnet segir að þegar verst lét hafi straumleysi verið víðtækt og rekstur flutningskerfisins hafi verið tvísýnn og sé það enn. Talið er að tjónið fyrir Landsnet verði líklega yfir 100 milljónir króna. Á fjórða tug viðgerðarmanna eru nú að störfum um landið þar sem línur löskuðust eða á leið á vettvang.17 möstur eru brotin í Breiðdalslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst 17 möstur eru brotin í Breiðadalslínu 1, sem liggur milli Mjólkárvirkjunar og Breiðdals við Önundarfjörð. Níu manna flokkur er á leið þangað og ljóst er að viðgerð muni taka nokkra daga. Þrátt fyrir að aðstæður séu sæmilegar og bilunin er á láglendi en ekki upp á heiði. Þangað til línan verður komin í lag fá norðanverðir Vestfirðir rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík. Því verða skerðingar hjá kaupendum ótryggrar orku þar. Þrettán manna viðgerðarflokkur lauk fyrr í dag viðgerð á Eyvindarárlínu 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Egilsstaða. Hún var biluð rétt við Hryggstekk og er nú komin í gagnið á ný. Viðgerðaflokkurinn fyrir austan er nú að störfum við Teigarhornslínu 1, milli Hryggstekks og Teigarhorns í Berufirði. Nokkur möstur eru brotin í henni rétt suður af Hryggstekk og standa vonir til að viðgerð ljúki á næsta sólarhring.Minnst átta möstur eru brotin á Kópaskerslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst fjögur möstur eru brotin í Kópaskerslínu 1, sem liggur milli Laxárstöðvar út á Kópasker. Þá eru tvö möstur brotin við Valþjófsstaði og önnur tvö við Laxá. Í tilkynningunni segir að björgunarsveitarmenn kanni nú ástand línunnar og að dísilstöð sjái íbúum á Kópaskeri fyrir rafmagni. Sjö manna vinnuflokkur er á leið á svæðið til að framkvæma viðgerðir og vonast er til að þeim ljúki á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Þá eru tvö möstur brotin í Rangárvallalínu 1, á milli Varmár og Akureyrar. Nánar tiltekið við bæinn Sólheima í Blönduhlíð. Viðgerðarmenn eru komnir á vettvang og er vonast til að viðgerðum ljúki í kvöld.Tvö möstur eru brotin í Rangárvallalínu 1.Mynd/LandsnetVerið er að meta heildartjónið enn, en aðaláhersla hefur verið lögð á að koma raforkuflutningum í lag á nýjan leik. „Straumleysi í flutningskerfi Landsnets var óvenju víðtækt þegar verst lét í óveðrinu síðastliðna nótt og var rekstur kerfisins tvísýnn þegar straumlaust varð samtímis á Vestfjörðum, hluta Norðurlands og á Austurlandi. Rekstur flutningskerfisins er enn áhættusamur þar sem byggðalínuhringurinn er rofinn og kerfið rekið í aðskildum rekstrareiningum, svokölluðum eyjarekstri.“ Í tilkynningunni segir að truflanir og tjón varð einkum á eldri línum Landsnets þar sem vindur og ísing spilaði stóran þátt. Engar teljandi truflanir urðu hins vegar á línum á hæstu spennu og á hálendislínum. Veður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Landsnet vonast til að ljúka viðgerða á byggðalínuhringnum á næstu tveimur sólarhringum. Línur löskuðust í óveðrinu í gærkvöldi og í nótt, en ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Í tilkynningu frá Landsnet segir að þegar verst lét hafi straumleysi verið víðtækt og rekstur flutningskerfisins hafi verið tvísýnn og sé það enn. Talið er að tjónið fyrir Landsnet verði líklega yfir 100 milljónir króna. Á fjórða tug viðgerðarmanna eru nú að störfum um landið þar sem línur löskuðust eða á leið á vettvang.17 möstur eru brotin í Breiðdalslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst 17 möstur eru brotin í Breiðadalslínu 1, sem liggur milli Mjólkárvirkjunar og Breiðdals við Önundarfjörð. Níu manna flokkur er á leið þangað og ljóst er að viðgerð muni taka nokkra daga. Þrátt fyrir að aðstæður séu sæmilegar og bilunin er á láglendi en ekki upp á heiði. Þangað til línan verður komin í lag fá norðanverðir Vestfirðir rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík. Því verða skerðingar hjá kaupendum ótryggrar orku þar. Þrettán manna viðgerðarflokkur lauk fyrr í dag viðgerð á Eyvindarárlínu 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Egilsstaða. Hún var biluð rétt við Hryggstekk og er nú komin í gagnið á ný. Viðgerðaflokkurinn fyrir austan er nú að störfum við Teigarhornslínu 1, milli Hryggstekks og Teigarhorns í Berufirði. Nokkur möstur eru brotin í henni rétt suður af Hryggstekk og standa vonir til að viðgerð ljúki á næsta sólarhring.Minnst átta möstur eru brotin á Kópaskerslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst fjögur möstur eru brotin í Kópaskerslínu 1, sem liggur milli Laxárstöðvar út á Kópasker. Þá eru tvö möstur brotin við Valþjófsstaði og önnur tvö við Laxá. Í tilkynningunni segir að björgunarsveitarmenn kanni nú ástand línunnar og að dísilstöð sjái íbúum á Kópaskeri fyrir rafmagni. Sjö manna vinnuflokkur er á leið á svæðið til að framkvæma viðgerðir og vonast er til að þeim ljúki á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Þá eru tvö möstur brotin í Rangárvallalínu 1, á milli Varmár og Akureyrar. Nánar tiltekið við bæinn Sólheima í Blönduhlíð. Viðgerðarmenn eru komnir á vettvang og er vonast til að viðgerðum ljúki í kvöld.Tvö möstur eru brotin í Rangárvallalínu 1.Mynd/LandsnetVerið er að meta heildartjónið enn, en aðaláhersla hefur verið lögð á að koma raforkuflutningum í lag á nýjan leik. „Straumleysi í flutningskerfi Landsnets var óvenju víðtækt þegar verst lét í óveðrinu síðastliðna nótt og var rekstur kerfisins tvísýnn þegar straumlaust varð samtímis á Vestfjörðum, hluta Norðurlands og á Austurlandi. Rekstur flutningskerfisins er enn áhættusamur þar sem byggðalínuhringurinn er rofinn og kerfið rekið í aðskildum rekstrareiningum, svokölluðum eyjarekstri.“ Í tilkynningunni segir að truflanir og tjón varð einkum á eldri línum Landsnets þar sem vindur og ísing spilaði stóran þátt. Engar teljandi truflanir urðu hins vegar á línum á hæstu spennu og á hálendislínum.
Veður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira