Stefna á markaðssetningu í útlöndum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2015 08:00 Guðrún Valdimarsdóttir og Þórunn Hannesdóttir eru að vonum ánægðar með verðlaunin. Vísir/GVA Borðin Berg frá merkinu Færið og skrifborðið Hylur frá Guðrúnu Vald hlutu á dögunum silfurverðlaun á vegum London Design Awards. Einnig var bás þeirra valinn sem einn af þeim áhugaverðustu á sýningunni af Architonic eftir að verk þeirra voru sýnd á hönnunarsýningunni 100% Design, sem er ein stærsta hönnunarsýning Englands.Hér má sjá borðin Berg.Guðrún Vald, Þórunn Hannesdóttir, sem á merkið Færið, og Sigríður Hjaltdal Pálsdóttur, sem á Bybibi, sýna verk sín saman undir nafninu North Limited. Merkin eru þó aðskilin og með ólíkar vörulínur en deila markaðsmálum, tengslaneti og dreifingu á vörum erlendis. „Við tókum þátt í hönnunarsýningu í september í London sem heitir 100% Design og er hluti af London Design Week. Þar hittum við tvo fulltrúa sýningarinnar sem spjölluðu heilmikið við okkur og sögðust ætla að tilnefna þessi tvö verk til verðlaunanna,“ segir Guðrún Vald og bætir við að hún hafi ekki búist við að úr yrði. London Design Awards eru alþjóðleg verðlaun og ferðast fulltrúar þeirra á milli hönnunarsýninga og verðlauna framúrskarandi hönnun. „Ég man þegar þeir komu og töluðu við okkur og ég hugsaði bara: Já, einmitt. Flott. Ekki það að ég tryði þeim ekki en ég bara einhvern veginn pældi ekki mikið í því og gerði ekki mikið úr þessu í höfðinu á mér,“ segir Guðrún og hlær.Skrifborðið Hylur eftir Guðrúnu Vald.Á mánudaginn fór verðlaunaafhendingin fram í Hönnunarmiðstöð Íslands þar sem formaður London Desing Awards Mark Bergin, kom sérstaklega til landsins til þess að afhenda verðlaunin. Guðrún er að vonum ánægð með verðlaunin og segir þær fyrst og síðast gera sér vonir um að þau veiti þeim byr undir báða vængi þegar kemur að markaðssetningu erlendis, en þangað er stefnan sett. „Þetta verður vonandi til þess að við fáum enn meiri umfjöllun erlendis, það auðveldar markaðssetninguna í London sem er náttúrulega það sem við erum að reyna að gera,“ segir hún og bætir við að North Limited stefni á að halda aftur út á 100% Design á næsta ári. Tíska og hönnun Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Borðin Berg frá merkinu Færið og skrifborðið Hylur frá Guðrúnu Vald hlutu á dögunum silfurverðlaun á vegum London Design Awards. Einnig var bás þeirra valinn sem einn af þeim áhugaverðustu á sýningunni af Architonic eftir að verk þeirra voru sýnd á hönnunarsýningunni 100% Design, sem er ein stærsta hönnunarsýning Englands.Hér má sjá borðin Berg.Guðrún Vald, Þórunn Hannesdóttir, sem á merkið Færið, og Sigríður Hjaltdal Pálsdóttur, sem á Bybibi, sýna verk sín saman undir nafninu North Limited. Merkin eru þó aðskilin og með ólíkar vörulínur en deila markaðsmálum, tengslaneti og dreifingu á vörum erlendis. „Við tókum þátt í hönnunarsýningu í september í London sem heitir 100% Design og er hluti af London Design Week. Þar hittum við tvo fulltrúa sýningarinnar sem spjölluðu heilmikið við okkur og sögðust ætla að tilnefna þessi tvö verk til verðlaunanna,“ segir Guðrún Vald og bætir við að hún hafi ekki búist við að úr yrði. London Design Awards eru alþjóðleg verðlaun og ferðast fulltrúar þeirra á milli hönnunarsýninga og verðlauna framúrskarandi hönnun. „Ég man þegar þeir komu og töluðu við okkur og ég hugsaði bara: Já, einmitt. Flott. Ekki það að ég tryði þeim ekki en ég bara einhvern veginn pældi ekki mikið í því og gerði ekki mikið úr þessu í höfðinu á mér,“ segir Guðrún og hlær.Skrifborðið Hylur eftir Guðrúnu Vald.Á mánudaginn fór verðlaunaafhendingin fram í Hönnunarmiðstöð Íslands þar sem formaður London Desing Awards Mark Bergin, kom sérstaklega til landsins til þess að afhenda verðlaunin. Guðrún er að vonum ánægð með verðlaunin og segir þær fyrst og síðast gera sér vonir um að þau veiti þeim byr undir báða vængi þegar kemur að markaðssetningu erlendis, en þangað er stefnan sett. „Þetta verður vonandi til þess að við fáum enn meiri umfjöllun erlendis, það auðveldar markaðssetninguna í London sem er náttúrulega það sem við erum að reyna að gera,“ segir hún og bætir við að North Limited stefni á að halda aftur út á 100% Design á næsta ári.
Tíska og hönnun Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira