Hættir Skoda framleiðslu Roomster? Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 11:20 Skoda Roomster er systurbíll Volkswagen Caddy. Einn af framleiðslubílum Skoda í Tékklandi er Roomster sem framleiddur hefur verið frá árinu 2006. Hann hefur aðeins einu sinni fengið andlitslyftingu síðan, en aldrei kynslóðaskipti. Þessi bíll virðist ekki passa inní framleiðslulínu Skoda lengur því fyrirtækið er að hugleiða að hætta framleiðslu hans. Það kemur kannski örlítið á óvart í ljósi þess að Skoda var tilbúið með næstu kynslóð þessa bíls og var byrjað að prófa þann bíl í svo til tilbúinni útfærslu. Eitthvað hefur Skoda snúist hugur og heyrst hefur að áherslunni verði í staðinn beint að smíði jepplinga. Skoda Roomster er smíðaður uppúr Volkswagen Caddy, þó yfirbyggingin sé ekki alveg eins. Það var líka meiningin með næstu kynslóðina sem kynna átti í enda þessa árs. Roomster átti líka að fá sömu vélar og finna má í Caddy, 75 til 150 hestafla vélar sem framleiddar eru af Volkswagen. Hver framtíð Roomster verður skal ósagt látið en að minnsta kosti hefur tilkomu næstu kynslóðar hans verið frestað og spurning hvort af henni verður yfir höfuð. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent
Einn af framleiðslubílum Skoda í Tékklandi er Roomster sem framleiddur hefur verið frá árinu 2006. Hann hefur aðeins einu sinni fengið andlitslyftingu síðan, en aldrei kynslóðaskipti. Þessi bíll virðist ekki passa inní framleiðslulínu Skoda lengur því fyrirtækið er að hugleiða að hætta framleiðslu hans. Það kemur kannski örlítið á óvart í ljósi þess að Skoda var tilbúið með næstu kynslóð þessa bíls og var byrjað að prófa þann bíl í svo til tilbúinni útfærslu. Eitthvað hefur Skoda snúist hugur og heyrst hefur að áherslunni verði í staðinn beint að smíði jepplinga. Skoda Roomster er smíðaður uppúr Volkswagen Caddy, þó yfirbyggingin sé ekki alveg eins. Það var líka meiningin með næstu kynslóðina sem kynna átti í enda þessa árs. Roomster átti líka að fá sömu vélar og finna má í Caddy, 75 til 150 hestafla vélar sem framleiddar eru af Volkswagen. Hver framtíð Roomster verður skal ósagt látið en að minnsta kosti hefur tilkomu næstu kynslóðar hans verið frestað og spurning hvort af henni verður yfir höfuð.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent