Þessi Mazda á að slást við Subaru Outback Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 11:27 Lengri og lægri Mazda en CX-5 og CX-3 jepplingarnir og á stærð við Subaru Outback. Það er margt á döfinni hjá Mazda þessa dagana. Mazda sýndi hugmyndabílinn Koero á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á árinu og vakti hann athygli þar fyrir fegurð. Nú er Mazda að kynna enn nýjan bíl, bíl sem ekki er hægt að segja að sé jepplingur þar sem hann liggur neðar á vegi og er fremur í ætt við Subaru Outback og mætti jafnvel teljast sem langbakur. Hann á að skarta sportlegum eiginleikum og vera fyrir vikið betri akstursbíll en núverandi og tilvonandi jepplingar og jeppar fyrirtækisins, þ.e. CX-5 og CX-3, sem seljast nú eins og heitar lummur, og tilvonandi CX-9. Mazda er ekkert að fara í felur með það að þessum bíl verður ætlað að klípa af góðri sölu á Subaru Outback en svo virðist sem heimsbyggðin hafi endalausa lyst á þeim ágæta bíl. Það skildi þó aldrei vera að þróunin yrði frá jepplingum að langbökum aftur, þ.e. langbökum sem geta glímt við torfærur að einhverju leiti. Fer ekki tískan svosem alltaf í hringi? Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent
Það er margt á döfinni hjá Mazda þessa dagana. Mazda sýndi hugmyndabílinn Koero á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á árinu og vakti hann athygli þar fyrir fegurð. Nú er Mazda að kynna enn nýjan bíl, bíl sem ekki er hægt að segja að sé jepplingur þar sem hann liggur neðar á vegi og er fremur í ætt við Subaru Outback og mætti jafnvel teljast sem langbakur. Hann á að skarta sportlegum eiginleikum og vera fyrir vikið betri akstursbíll en núverandi og tilvonandi jepplingar og jeppar fyrirtækisins, þ.e. CX-5 og CX-3, sem seljast nú eins og heitar lummur, og tilvonandi CX-9. Mazda er ekkert að fara í felur með það að þessum bíl verður ætlað að klípa af góðri sölu á Subaru Outback en svo virðist sem heimsbyggðin hafi endalausa lyst á þeim ágæta bíl. Það skildi þó aldrei vera að þróunin yrði frá jepplingum að langbökum aftur, þ.e. langbökum sem geta glímt við torfærur að einhverju leiti. Fer ekki tískan svosem alltaf í hringi?
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent