Dregið var til átta liða úrslita Powerade-bikars karla- og kvenna í körfubolta í hádeginu.
Í kvennaflokki fá bikarmeistarar Grindavíkur heimsókn frá Helenu Sverrisdóttur og Haukaliðinu á meðan Valur tekur á móti Íslandsmeisturum Snæfells.
Skallagrímur, sem leikur í 1. deild kvenna, heimsækir Keflavík og þá eigast við Stjarnan og Hamar.
Í karlaflokki mætast KR og Njarðvík ef KR tekst að leggja B-lið Hauka að velli í frestuðum leik á laugardaginn. Fastlega má reikna með að Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára ráði við það verkefni.
Fyrstudeildarlið Skallagríms fær Grindavík í heimsókn, Þór tekur á móti Haukum í Þorlákshöfn og B-lið Njarðvíkur mætir Keflavík í Suðurnesjaslag.
8 liða úrslit kvenna:
Valur - Snæfell
Grindavík - Haukar
Keflavík - Skallagrímur
Stjarnan - Hamar
8 liða úrslit karla:
Þór Þ. - Haukar
Njarðvík b - Keflavík
KR/Haukar b - Njarðvík
Skallagrímur Grindavík
