Næsti Nissan Juke með rafmótorum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 14:21 Nissan Juke er ekki allra og annaðhvort elskaður eða hataður fyrir útlit sitt. Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Nissan verður næsta kynslóð Nissan Juke í boði með rafmótorum til aflaukningar hefðbundinnar brunavélar. Brunavélin verður lítil en rafmótorarnir verða þeir sömu og finna má í Nissan Leaf. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ekki verði í boði áfram aflmiklar vélar í Juke þurfa engar áhyggjur að hafa þar sem meðal annars verður í boði 1,6 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 217 hestöflum og 260 Nm togi. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið en þó mun hann erfa eitthvað af útlitseinkennum Gripz hugmyndabílsins. Nýr Nissan Juke kemur á markað á næsta ári og mun sitja á CMF-B undirvagni, sem er sá sami og finna má brátt undir Nissan Micra og Renault Clio. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent
Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Nissan verður næsta kynslóð Nissan Juke í boði með rafmótorum til aflaukningar hefðbundinnar brunavélar. Brunavélin verður lítil en rafmótorarnir verða þeir sömu og finna má í Nissan Leaf. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ekki verði í boði áfram aflmiklar vélar í Juke þurfa engar áhyggjur að hafa þar sem meðal annars verður í boði 1,6 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 217 hestöflum og 260 Nm togi. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið en þó mun hann erfa eitthvað af útlitseinkennum Gripz hugmyndabílsins. Nýr Nissan Juke kemur á markað á næsta ári og mun sitja á CMF-B undirvagni, sem er sá sami og finna má brátt undir Nissan Micra og Renault Clio.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent