Næsti Nissan Juke með rafmótorum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 14:21 Nissan Juke er ekki allra og annaðhvort elskaður eða hataður fyrir útlit sitt. Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Nissan verður næsta kynslóð Nissan Juke í boði með rafmótorum til aflaukningar hefðbundinnar brunavélar. Brunavélin verður lítil en rafmótorarnir verða þeir sömu og finna má í Nissan Leaf. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ekki verði í boði áfram aflmiklar vélar í Juke þurfa engar áhyggjur að hafa þar sem meðal annars verður í boði 1,6 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 217 hestöflum og 260 Nm togi. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið en þó mun hann erfa eitthvað af útlitseinkennum Gripz hugmyndabílsins. Nýr Nissan Juke kemur á markað á næsta ári og mun sitja á CMF-B undirvagni, sem er sá sami og finna má brátt undir Nissan Micra og Renault Clio. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent
Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Nissan verður næsta kynslóð Nissan Juke í boði með rafmótorum til aflaukningar hefðbundinnar brunavélar. Brunavélin verður lítil en rafmótorarnir verða þeir sömu og finna má í Nissan Leaf. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ekki verði í boði áfram aflmiklar vélar í Juke þurfa engar áhyggjur að hafa þar sem meðal annars verður í boði 1,6 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 217 hestöflum og 260 Nm togi. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið en þó mun hann erfa eitthvað af útlitseinkennum Gripz hugmyndabílsins. Nýr Nissan Juke kemur á markað á næsta ári og mun sitja á CMF-B undirvagni, sem er sá sami og finna má brátt undir Nissan Micra og Renault Clio.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent