Næsti Nissan Juke með rafmótorum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 14:21 Nissan Juke er ekki allra og annaðhvort elskaður eða hataður fyrir útlit sitt. Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Nissan verður næsta kynslóð Nissan Juke í boði með rafmótorum til aflaukningar hefðbundinnar brunavélar. Brunavélin verður lítil en rafmótorarnir verða þeir sömu og finna má í Nissan Leaf. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ekki verði í boði áfram aflmiklar vélar í Juke þurfa engar áhyggjur að hafa þar sem meðal annars verður í boði 1,6 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 217 hestöflum og 260 Nm togi. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið en þó mun hann erfa eitthvað af útlitseinkennum Gripz hugmyndabílsins. Nýr Nissan Juke kemur á markað á næsta ári og mun sitja á CMF-B undirvagni, sem er sá sami og finna má brátt undir Nissan Micra og Renault Clio. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent
Samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Nissan verður næsta kynslóð Nissan Juke í boði með rafmótorum til aflaukningar hefðbundinnar brunavélar. Brunavélin verður lítil en rafmótorarnir verða þeir sömu og finna má í Nissan Leaf. Þeir sem hafa áhyggjur af því að ekki verði í boði áfram aflmiklar vélar í Juke þurfa engar áhyggjur að hafa þar sem meðal annars verður í boði 1,6 lítra fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 217 hestöflum og 260 Nm togi. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið en þó mun hann erfa eitthvað af útlitseinkennum Gripz hugmyndabílsins. Nýr Nissan Juke kemur á markað á næsta ári og mun sitja á CMF-B undirvagni, sem er sá sami og finna má brátt undir Nissan Micra og Renault Clio.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent