Tveir bestu innherjar NFL-deildarinnar urðu fyrir meiðslum í gær.
Jimmy Graham, innherji Seattle Seahawks, varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leik liðsins gegn Pittsburgh. Hann þarf að fara í aðgerð og spilar ekki meira í vetur.
Rob Gronkowski, innherji meistara New England Patriots, meiddist svo í næturleiknum gegn Denver og meiðslin litu ekki vel út við fyrstu sýn.
Fyrstu tíðindi sem bárust voru að meiðslin væru ekki eins alvarleg og ætla mætti en það verður þó endanlega staðfest í dag hversu lengi hann verður frá.
Tvær stórstjörnur meiddust í gær

Tengdar fréttir

Aftur ótrúlegt snertimark hjá Beckham
Hinn magnaði útherji NY Giants, Odell Beckham Jr., sýndi enn og aftur ótrúleg tilþrif í leik Giants í gær.

Broncos stöðvaði sigurgöngu Tom Brady og félaga
Carolina Panthers er eina ósigraða liðið í NFL-deildinni eftir að New England Patriots tapaði gegn Denver Broncos í framlengdum leik í nótt. Tíu leikja sigurgöngu meistaranna er þar með lokið.