Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Kristján Má Unnarsson skrifar 30. nóvember 2015 21:30 Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. Ákvæði er í samningum Landsvirkjunar um að staðbundið verkfall geti losað kaupanda undan skuldbindingum sínum, svo fremi að hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum til að koma í veg fyrir verkfallið. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur KPMG um orkumál, ræddi stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurt var hvort stjórnendum Rio Tinto Alcan væri alvara með hótun sinni um að loka álverinu eða hvort þetta væri blöff í kjaraviðræðum. Gunnar sagði að ef menn slekktu á álveri þá væri það ekki gert af leikaraskap né sem pókerspil í samningaviðræðum, því kostnaður við að ræsa það aftur hlypi væntanlega á nokkur hundruð milljónum króna, í þessu tilviki. Í húfi er meðal annars fjórðungur af orkusölu Landsvirkjunar, framleiðslugeta eins og þriggja Sultartangavirkjana eða fimm Búðarhálsvirkjana. Straumsvíkurálverið gæti mögulega losnað undan kaupskyldunni. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja að ákvæði um óviðráðanleg öfl í 9. grein taki einnig til allsherjarverkfalla og staðbundinna verkfalla en það yrði væntanlega túlkunaratriði dómstóla hvort álverið hefði í þessu tilviki beitt öllum eðlilegum ráðum, sem voru tiltæk, til að koma í veg fyrir verkfall. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsti Gunnar þeim möguleikum sem Landsvirkjun hefði til að selja öðrum raforkuna, sem nú nýtist í Straumsvík. Hafa verður í huga að Ísland er lokaður raforkumarkaður, sem þýðir að kaupendur yrðu fyrst að byggja upp starfsemi hérlendis áður en þeir gætu nýtt orkuna. Ef kaupendur yrðu litlir aðilar, eins og mörg gagnaver eða mörg kísilver, þá tæki sú uppbygging fjögur til sex ár. Það væri helst hálfbyggt Helguvíkurálver sem gæti komið fyrr, eftir kannski tvö ár. Norðurál væri hins vegar með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að það yrði heldur ekki auðvelt, að mati Gunnars. Sæstrengur myndi ekki bjarga málum við þessar aðstæður, það tæki 6-8 ár að þróa og klára hann. „Þannig að ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn þá verður orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin, myndi ég halda," segir Gunnar Tryggvason. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. Ákvæði er í samningum Landsvirkjunar um að staðbundið verkfall geti losað kaupanda undan skuldbindingum sínum, svo fremi að hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum til að koma í veg fyrir verkfallið. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur KPMG um orkumál, ræddi stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurt var hvort stjórnendum Rio Tinto Alcan væri alvara með hótun sinni um að loka álverinu eða hvort þetta væri blöff í kjaraviðræðum. Gunnar sagði að ef menn slekktu á álveri þá væri það ekki gert af leikaraskap né sem pókerspil í samningaviðræðum, því kostnaður við að ræsa það aftur hlypi væntanlega á nokkur hundruð milljónum króna, í þessu tilviki. Í húfi er meðal annars fjórðungur af orkusölu Landsvirkjunar, framleiðslugeta eins og þriggja Sultartangavirkjana eða fimm Búðarhálsvirkjana. Straumsvíkurálverið gæti mögulega losnað undan kaupskyldunni. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja að ákvæði um óviðráðanleg öfl í 9. grein taki einnig til allsherjarverkfalla og staðbundinna verkfalla en það yrði væntanlega túlkunaratriði dómstóla hvort álverið hefði í þessu tilviki beitt öllum eðlilegum ráðum, sem voru tiltæk, til að koma í veg fyrir verkfall. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsti Gunnar þeim möguleikum sem Landsvirkjun hefði til að selja öðrum raforkuna, sem nú nýtist í Straumsvík. Hafa verður í huga að Ísland er lokaður raforkumarkaður, sem þýðir að kaupendur yrðu fyrst að byggja upp starfsemi hérlendis áður en þeir gætu nýtt orkuna. Ef kaupendur yrðu litlir aðilar, eins og mörg gagnaver eða mörg kísilver, þá tæki sú uppbygging fjögur til sex ár. Það væri helst hálfbyggt Helguvíkurálver sem gæti komið fyrr, eftir kannski tvö ár. Norðurál væri hins vegar með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að það yrði heldur ekki auðvelt, að mati Gunnars. Sæstrengur myndi ekki bjarga málum við þessar aðstæður, það tæki 6-8 ár að þróa og klára hann. „Þannig að ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn þá verður orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin, myndi ég halda," segir Gunnar Tryggvason.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30