Ný náttúruverndarlög rústa þúsund ára sáttmála Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2015 09:10 Jónasi er ekki skemmt. Óbyggðirnar kalla en þangað komast ferðamenn ekki nema þá á þyrlu. visir/gva „Nýju náttúruverndarlögin, sem alþingi samþykkti einróma, brjóta þúsund ára hefð um réttarstöðu landeigenda og ferðamanna. Allt frá Jónsbók fornaldar til þessa dags giltu ýtarlegar reglur, sem byggðust á lausn fyrri þrætumála. Um reglurnar var friður í þúsund ár. Nú er vald yfir ferðum fólks fært til landeiganda og ráðherra,“ skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri á bloggsíðu sína jonas.is. Jónas má heita sérfróður í þessum efnum, hann hefur fjallað ítarlega um þessi mál í ræðu og riti árum og áratugum saman. Má í því sambandi nefna margverðlaunaðan doðrantinn Þúsund og ein þjóðleið sem kom út árið 2011 sem fjallar um ýmsar götur fornar og nýjar sem liggja um landið. Þetta er honum hjartans mál. Jónas er hestamaður og hefur sem slíkur farið um landið þvert og endilangt. Hann segir að hvorki hafi verið ráðgast við sig né nokkurn þann sem þekkir málið. Reglurnar sem Jónas vísar til eru eftirfarandi: „Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ 8. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna: 5. mgr. orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.“ Er einsýnt að þarna er ferðafrelsi takmarkað. Afréttir og óbyggðir eru umlukt landi í byggð og vonlaust að komast þangað nema þá með þyrlu, nema þá að fengnu sérstöku leyfi landeigenda og eða ráðamanna. Með þessu er lagður steinn í götu allra ferðamanna, veiðimenn allir munu eiga óhægt um vik sem og hestamenn. Jónas gerir málið að umtalsefni á Facebooksíðu sinni þar sem hann rekur ýmis dæmi um leiðir sem hljóta að lokast þá er lögin taka gildi. Ljóst að honum þykir þarna sérlega illa að verki staðið: „Að svikunum standa allir þingflokkar, þar á meðal Vinstri grænir og Píratar. Svandís Svavarsdóttir laug blákalt í Kastljósi, að breytingarnar væru alls engar breytingar. Þingmenn pírata hafa sér til afsökunar að fara lítið úr borginni og vita lítið um víðernin. En þeir hafa ekki enn beðizt afsökunar.“ Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira
„Nýju náttúruverndarlögin, sem alþingi samþykkti einróma, brjóta þúsund ára hefð um réttarstöðu landeigenda og ferðamanna. Allt frá Jónsbók fornaldar til þessa dags giltu ýtarlegar reglur, sem byggðust á lausn fyrri þrætumála. Um reglurnar var friður í þúsund ár. Nú er vald yfir ferðum fólks fært til landeiganda og ráðherra,“ skrifar Jónas Kristjánsson ritstjóri á bloggsíðu sína jonas.is. Jónas má heita sérfróður í þessum efnum, hann hefur fjallað ítarlega um þessi mál í ræðu og riti árum og áratugum saman. Má í því sambandi nefna margverðlaunaðan doðrantinn Þúsund og ein þjóðleið sem kom út árið 2011 sem fjallar um ýmsar götur fornar og nýjar sem liggja um landið. Þetta er honum hjartans mál. Jónas er hestamaður og hefur sem slíkur farið um landið þvert og endilangt. Hann segir að hvorki hafi verið ráðgast við sig né nokkurn þann sem þekkir málið. Reglurnar sem Jónas vísar til eru eftirfarandi: „Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ 8. gr. „Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna: 5. mgr. orðast svo: Ráðherra getur í reglugerð sett nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.“ Er einsýnt að þarna er ferðafrelsi takmarkað. Afréttir og óbyggðir eru umlukt landi í byggð og vonlaust að komast þangað nema þá með þyrlu, nema þá að fengnu sérstöku leyfi landeigenda og eða ráðamanna. Með þessu er lagður steinn í götu allra ferðamanna, veiðimenn allir munu eiga óhægt um vik sem og hestamenn. Jónas gerir málið að umtalsefni á Facebooksíðu sinni þar sem hann rekur ýmis dæmi um leiðir sem hljóta að lokast þá er lögin taka gildi. Ljóst að honum þykir þarna sérlega illa að verki staðið: „Að svikunum standa allir þingflokkar, þar á meðal Vinstri grænir og Píratar. Svandís Svavarsdóttir laug blákalt í Kastljósi, að breytingarnar væru alls engar breytingar. Þingmenn pírata hafa sér til afsökunar að fara lítið úr borginni og vita lítið um víðernin. En þeir hafa ekki enn beðizt afsökunar.“
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15 Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira
Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Síðari hálfleikur kjörtímabilsins er hafinn og þingflokkar búa sig nú undir þingsetningu. Fjöldi mála náði ekki í gegn á síðasta þingi. Ljóst er að enginn hörgull verður á ágreiningsefnum í vetur. Stutt er í hasarinn. 21. ágúst 2015 10:15
Gildistöku náttúruverndarlaga frestað: „Sögulegur viðburður“ „Ég held að við höfum náð að koma ró á umræðu sem hefur einkennst af bardögum úr skotgröfum,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. 19. febrúar 2014 15:51