Erlent

Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis

Atli ísleifsson skrifar
Húsið stendur við 8 rue du Corbillon í hverfinu St-denis í norðurhluta Parísarborgar.
Húsið stendur við 8 rue du Corbillon í hverfinu St-denis í norðurhluta Parísarborgar. Vísir/EPA
Franskur saksóknari segir að alls hafi þrjú lík fundist í íbúðinni í St. Denis sem lögregla gerði áhlaup á á miðvikudag. Íbúðin skemmdist verulega þegar sprengjuvesti var sprengt þar inni.

Áður hafði einungis verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen, frænku Abu Oud sem sprengdi sjálfa sig í loft upp við upphaf aðgerða lögreglu, hafi fundist í íbúðinni.

Í frétt BBC segir að líkið sé af konu, en ekkert fékkst staðfest um hverja sé að ræða.


Tengdar fréttir

Hver var Abdel-Hamid Abu Oud?

Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×