Smánarblettur Magnús Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Blessunarlega þekkja margir Íslendingar þau miklu lífsgæði sem felast í því að alast upp í nábýli við eldri kynslóðir. Eiga vísan gæskufullan faðm ömmu og afa, læra af þeim um lífið og liðna tíð og deila með þeim sorgum og gleði frá unga aldri og oft langt inn á fullorðinsárin. Eitt það mikilvægasta sem þetta kennir þeim sem njóta er að bera virðingu fyrir fólki óháð aldri. Og hver sá sem ber yfir virðingu fyrir eldra fólki hlýtur að sjá að öll eigum við rétt á að lifa með reisn og við sómasamleg kjör. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, var í viðtali hér á síðum blaðsins síðastliðinn föstudag og greindi frá fjárhagsstöðu, efnum og aðstæðum fjölmargra eldri borgara á Íslandi. Þórunn bendir á að fjöldi eldri borgara býr við algjörlega óviðunandi kjör og að almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfinu er stillt þannig upp að fólk fái ekki nema 200 þúsund á einstakling í sambúð og 225 þúsund fyrir einhleypa. Með þessa upphæð er ætlast til að fólk greiði fyrir húsnæði og allt sem því fylgir, fæði og klæði, læknis- og lyfjakostnað og almennar samgöngur svo brýnustu nauðsynjar séu tilgreindar. Þá standa eftir afmælis- og jólagjafir, að halda hátíð eða einfaldlega að eiga þess kost að gleðja aðra. Það sér hver heilvita manneskja sem lifir í íslensku samfélagi í dag að þetta dæmi gengur ekki upp. Efnahagslegar aðstæður fjölmargra eldri borgara eru einfaldlega til háborinnar skammar fyrir ráðamenn þjóðarinnar og samfélagið í heild. Og þessi smánarblettur er ekkert nýtt eða sjálfsprottið fyrirbæri, eins og myglusveppur sem hefur náð sér á strik í rakri kjallaraholu, heldur þvert á móti afleiðing forgangsröðunar og meðvitaðra ákvarðana. Síðasta ríkisstjórn lét það vera með sínum fyrstu verkum að skerða kjör lífeyrisþega, sem voru nú ekki upp á marga fiska fyrir í svokölluðu góðæri, til þess að bjarga þjóðinni frá þroti eftir að bankarnir hrundu. Eldri borgarar og öryrkjar voru sendir heim með reikninginn úr partíinu sem þeim var aldrei boðið til. Ekki stóð svo á loforðunum um bót og betrun hjá ríkisstjórninni sem tók við, sem boðar nú hlálega prósentuhækkun sem mun í raun engu breyta um aðstæður þessa fólks. Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnir fyrr og nú skulda eldri borgurum í landinu bæði afsökunarbeiðni og leiðréttingu. Og hafi þetta ágæta fólk einhvern tímann notið þess að fá tilsögn um lífið frá ömmu og afa eða öðru eldra fólki, beri fyrir því virðingu og til þess hlýhug, þá verður þess vart lengi að bíða að hver einasti ný-launaleiðrétti ráðamaður láti raunverulega til sín taka í þessum efnum. Svona ef ömmur þeirra og afar hafa kennt þeim að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Blessunarlega þekkja margir Íslendingar þau miklu lífsgæði sem felast í því að alast upp í nábýli við eldri kynslóðir. Eiga vísan gæskufullan faðm ömmu og afa, læra af þeim um lífið og liðna tíð og deila með þeim sorgum og gleði frá unga aldri og oft langt inn á fullorðinsárin. Eitt það mikilvægasta sem þetta kennir þeim sem njóta er að bera virðingu fyrir fólki óháð aldri. Og hver sá sem ber yfir virðingu fyrir eldra fólki hlýtur að sjá að öll eigum við rétt á að lifa með reisn og við sómasamleg kjör. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, var í viðtali hér á síðum blaðsins síðastliðinn föstudag og greindi frá fjárhagsstöðu, efnum og aðstæðum fjölmargra eldri borgara á Íslandi. Þórunn bendir á að fjöldi eldri borgara býr við algjörlega óviðunandi kjör og að almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfinu er stillt þannig upp að fólk fái ekki nema 200 þúsund á einstakling í sambúð og 225 þúsund fyrir einhleypa. Með þessa upphæð er ætlast til að fólk greiði fyrir húsnæði og allt sem því fylgir, fæði og klæði, læknis- og lyfjakostnað og almennar samgöngur svo brýnustu nauðsynjar séu tilgreindar. Þá standa eftir afmælis- og jólagjafir, að halda hátíð eða einfaldlega að eiga þess kost að gleðja aðra. Það sér hver heilvita manneskja sem lifir í íslensku samfélagi í dag að þetta dæmi gengur ekki upp. Efnahagslegar aðstæður fjölmargra eldri borgara eru einfaldlega til háborinnar skammar fyrir ráðamenn þjóðarinnar og samfélagið í heild. Og þessi smánarblettur er ekkert nýtt eða sjálfsprottið fyrirbæri, eins og myglusveppur sem hefur náð sér á strik í rakri kjallaraholu, heldur þvert á móti afleiðing forgangsröðunar og meðvitaðra ákvarðana. Síðasta ríkisstjórn lét það vera með sínum fyrstu verkum að skerða kjör lífeyrisþega, sem voru nú ekki upp á marga fiska fyrir í svokölluðu góðæri, til þess að bjarga þjóðinni frá þroti eftir að bankarnir hrundu. Eldri borgarar og öryrkjar voru sendir heim með reikninginn úr partíinu sem þeim var aldrei boðið til. Ekki stóð svo á loforðunum um bót og betrun hjá ríkisstjórninni sem tók við, sem boðar nú hlálega prósentuhækkun sem mun í raun engu breyta um aðstæður þessa fólks. Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnir fyrr og nú skulda eldri borgurum í landinu bæði afsökunarbeiðni og leiðréttingu. Og hafi þetta ágæta fólk einhvern tímann notið þess að fá tilsögn um lífið frá ömmu og afa eða öðru eldra fólki, beri fyrir því virðingu og til þess hlýhug, þá verður þess vart lengi að bíða að hver einasti ný-launaleiðrétti ráðamaður láti raunverulega til sín taka í þessum efnum. Svona ef ömmur þeirra og afar hafa kennt þeim að skammast sín.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun