Panthers fyrst í tíu sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2015 09:08 Lífið er ljúft hjá Cam Newton og félögum í Carolina. Vísir/Getty Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en þá fóru flestir leikirnir í 11. viku tímabilsins fram. Tvö lið eru enn ósigruð í deildinni og annað þeirra spilaði í gær. Carolina Panthers gersigraði Washington Redskins, 44-16, þar sem leikstjórnandinn Cam Newton fór á kostum og kastaði fyrir fimm snertimörkum, þar af fjórum í fyrri hálfleik. Hitt ósigraða liðið, meistararnir í New England Patriots, mæta Buffalo Bills á heimavelli í kvöld en þar mætast þjálfararnir Bill Belichick og Rex Ryan, sem hafa oft eldað saman grátt silfur. Tvö af sterkustu liðum deildarinnar mættust svo í nótt þar sem Arizona Cardinals hafði betur gegn Cincinnati Bengals á heimavelli, 34-31. Leikstjórnandinn Carson Palmer, sem var í sex ár á mála hjá Bengals, kom sparkaranum Chandler Catanzaro í kjörstöðu í blálok leiksins. Catanzaro tryggði Arizona sigur þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Bæði lið hafa unnið átta leiki á tímabilinu og tapað tveimur en þetta var hins vegar annað tap Cincinnati í röð. Liðið er með næstbesta árngur Ameríkudeildarinnar, á eftir New England, ásamt Denver Broncos sem vann nauman sigur á Chicago á útivelli í gær, 17-15.Thomas Rawls.Vísir/GettyMartin og Rawls með ótrúlegar tölur Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi sögunnar, er fjarri góðu gamni hjá Denver vegna meiðsla en í fjarveru hans náði Brock Osweiler að leiða liðið til sigurs í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og það á 25 ára afmælisdegi sínum. Chicago fékk tækifæri til að jafna leikinn í lokin en tveggja stiga kerfi hjá Jay Cutler klikkaði. Green Bay komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð en liðið hafði mikla yfirburði gegn erkifjendum sínum í Minnesota Vikings, 30-13. Hlauparinn Eddie Lacy, sem hefur átt slappt tímabil, komst aftur í gang og var í stóru hlutverki. Sigurinn var afar mikilvægur þar sem bæði lið eru nú jöfn með sjö sigra á toppi norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Tveir hlauparar skiluðu ótrúlegum tölum í gær. Doug Martin hljóp samtals 235 jarda er Tampa Bay Buccaneers fór illa með Philadelphia, 45-17, og Thomas Rawls niðurlægði vörn San Francisco er hann var samtals með 255 jarda (209 hlaupajarda, 46 kastjarda) og tvö snertimörk í 29-13 sigri Seattle. Rawls var að leysa Marshawn Lynch af hólmi en Lynch er meiddur og óvíst hvenær hann snýr til baka. Þá komst Dallas Cowboys aftur á sigurbraut eftir sjö tapleiki í röð en leikstjórnandinn Tony Romo sneri þá aftur eftir meiðsli og stýrði sínum mönnum til sigurs gegn Miami, 24-14. Dallas er neðst í austurriðli Þjóðardeildarinnar með þrjá sigra en aðeins New York Giants, sem var í fríi um helgina, er efst með fimm sigra. Sá riðill er því enn galopinn enda á hvert lið sex leiki eftir.Menn óskuðu Osweiler til hamingju með afmælið í gær.Vísir/GettyAllt er fertugum fært Meðal annarra úrslita má nefna að Atlanta Falcons tapaði sínum þriðja leik í röð er liðið tapaði fyrir Indianapolis Colts, 24-21. Síðarnefnda liðið var án leikstjórnandans Andrew Luck en í fjarveru hans náði hinn fertugi Matt Hasselback að stýra sínum mönnum til sigurs. Colts og Houston Texans, sem sendi skýr skilaboð með sannfærandi sigri á New Jersey Jets, í gær eru efstu og jöfn í suðurriðli Ameríkudeildarinnar með fimm sigra hvort.Staðan í deildinni.Úrslit gærdagsins: Atlanta - Indianapolis 21-24 Baltimore - St. Louis 16-13 Carolina - Washington 44-16 Chicago - Denver 15-17 Detroit - Oakland 18-13 Houston - New Jersey 24-17 Miami - Dallas 14-24 Philadelphia - Tampa Bay 17-45 San Diego - Kansas City 3-33 Minnesota - Green Bay 13-30 Seattle - San Francisco 29-13 Arizona - Cincinnati 34-31Í nótt: New England - Buffalo NFL Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Sjá meira
Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en þá fóru flestir leikirnir í 11. viku tímabilsins fram. Tvö lið eru enn ósigruð í deildinni og annað þeirra spilaði í gær. Carolina Panthers gersigraði Washington Redskins, 44-16, þar sem leikstjórnandinn Cam Newton fór á kostum og kastaði fyrir fimm snertimörkum, þar af fjórum í fyrri hálfleik. Hitt ósigraða liðið, meistararnir í New England Patriots, mæta Buffalo Bills á heimavelli í kvöld en þar mætast þjálfararnir Bill Belichick og Rex Ryan, sem hafa oft eldað saman grátt silfur. Tvö af sterkustu liðum deildarinnar mættust svo í nótt þar sem Arizona Cardinals hafði betur gegn Cincinnati Bengals á heimavelli, 34-31. Leikstjórnandinn Carson Palmer, sem var í sex ár á mála hjá Bengals, kom sparkaranum Chandler Catanzaro í kjörstöðu í blálok leiksins. Catanzaro tryggði Arizona sigur þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Bæði lið hafa unnið átta leiki á tímabilinu og tapað tveimur en þetta var hins vegar annað tap Cincinnati í röð. Liðið er með næstbesta árngur Ameríkudeildarinnar, á eftir New England, ásamt Denver Broncos sem vann nauman sigur á Chicago á útivelli í gær, 17-15.Thomas Rawls.Vísir/GettyMartin og Rawls með ótrúlegar tölur Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi sögunnar, er fjarri góðu gamni hjá Denver vegna meiðsla en í fjarveru hans náði Brock Osweiler að leiða liðið til sigurs í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og það á 25 ára afmælisdegi sínum. Chicago fékk tækifæri til að jafna leikinn í lokin en tveggja stiga kerfi hjá Jay Cutler klikkaði. Green Bay komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð en liðið hafði mikla yfirburði gegn erkifjendum sínum í Minnesota Vikings, 30-13. Hlauparinn Eddie Lacy, sem hefur átt slappt tímabil, komst aftur í gang og var í stóru hlutverki. Sigurinn var afar mikilvægur þar sem bæði lið eru nú jöfn með sjö sigra á toppi norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Tveir hlauparar skiluðu ótrúlegum tölum í gær. Doug Martin hljóp samtals 235 jarda er Tampa Bay Buccaneers fór illa með Philadelphia, 45-17, og Thomas Rawls niðurlægði vörn San Francisco er hann var samtals með 255 jarda (209 hlaupajarda, 46 kastjarda) og tvö snertimörk í 29-13 sigri Seattle. Rawls var að leysa Marshawn Lynch af hólmi en Lynch er meiddur og óvíst hvenær hann snýr til baka. Þá komst Dallas Cowboys aftur á sigurbraut eftir sjö tapleiki í röð en leikstjórnandinn Tony Romo sneri þá aftur eftir meiðsli og stýrði sínum mönnum til sigurs gegn Miami, 24-14. Dallas er neðst í austurriðli Þjóðardeildarinnar með þrjá sigra en aðeins New York Giants, sem var í fríi um helgina, er efst með fimm sigra. Sá riðill er því enn galopinn enda á hvert lið sex leiki eftir.Menn óskuðu Osweiler til hamingju með afmælið í gær.Vísir/GettyAllt er fertugum fært Meðal annarra úrslita má nefna að Atlanta Falcons tapaði sínum þriðja leik í röð er liðið tapaði fyrir Indianapolis Colts, 24-21. Síðarnefnda liðið var án leikstjórnandans Andrew Luck en í fjarveru hans náði hinn fertugi Matt Hasselback að stýra sínum mönnum til sigurs. Colts og Houston Texans, sem sendi skýr skilaboð með sannfærandi sigri á New Jersey Jets, í gær eru efstu og jöfn í suðurriðli Ameríkudeildarinnar með fimm sigra hvort.Staðan í deildinni.Úrslit gærdagsins: Atlanta - Indianapolis 21-24 Baltimore - St. Louis 16-13 Carolina - Washington 44-16 Chicago - Denver 15-17 Detroit - Oakland 18-13 Houston - New Jersey 24-17 Miami - Dallas 14-24 Philadelphia - Tampa Bay 17-45 San Diego - Kansas City 3-33 Minnesota - Green Bay 13-30 Seattle - San Francisco 29-13 Arizona - Cincinnati 34-31Í nótt: New England - Buffalo
NFL Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Sjá meira