Annað að spila á móti þessum þjóðum en á Smáþjóðaleikunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2015 06:00 Helena Sverrisdóttir skoraði 1000. stigið sitt fyrir landsliðið um helgina. vísir/stefán Kvennalandsliðið í körfubolta fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir sterku liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Íslands síðan 2009 og sá fyrsti hjá konunum sem fer fram í Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá að spila í höllinni. Þar vilja allir körfuboltamenn fá að spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. Stelpurnar fengu að kynnast því á Smáþjóðaleikunum í fyrra en annars hefur landsliðið yfirleitt spilað í öðrum íþróttahúsum. Ísland hóf leik í undankeppninni á laugardag er liðið tapaði fyrir Ungverjalandi ytra, 72-50. Helena segir að liðið hafi rennt nokkuð blint í sjóinn enda langt síðan að íslenska landsliðið mætti svo sterkum andstæðingi. Síðustu ár hefur Ísland eingöngu spilað á Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni smáþjóða og á Norðurlandamótum.Flestar englar góðir Stelpurnar taka annað stökk upp á við í kvöld því Slóvakía er í hópi sterkustu þjóða Evrópu. „Slóvakar hafa staðið sig vel á stórmótum í gegnum tíðina og það hefur myndast mikill og góður kjarni í liðinu þeirra,“ segir Helena sem þekkir vel til liðsins eftir að hafa spilað með Good Angels í Slóvakíu. „Þjálfarar og leikmenn koma flestir úr Good Angels og því þekkjast allir mjög vel. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið,“ segir Helena sem hefur ýmist spilað með eða á móti öllum leikmönnum í slóvakíska landsliðinu. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Barbora Balintova sem var að hefja sinn feril þegar Helena var hjá Good Angels. „Þá var hún lillan sem var að byrja að spila með meistaraflokki en maður sér að hún er á hraðri uppleið. Ég sá hana spila í sumar og hún hefur til að mynda bætt skotin sín mikið.“Fann sjálfstraustið aukast Helena segir ljóst að það verði enginn auðveldur leikur í riðlinum en auk Ungverjalands og Slóvakíu er Portúgal í E-riðli undankeppninnar. Sigurvegari riðilsins fer örugglega áfram og liðið sem nær öðru sæti á einnig möguleika. En Helena segir að íslenska liðið sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta sinn leik. „Við vorum nokkuð hissa að við áttum ágætan séns gegn Ungverjum. Maður finnur að sjálfstraustið jókst eftir því sem leið á leikinn og liðið hafði meira hungur en maður þorði að vona. Við erum að þróa okkur áfram enda langt síðan við spiluðum gegn svo sterkum þjóðum en það er meiri hugur í okkur,“ segir Helena. „Það er mikill munur á því að spila gegn þjóðum sem spila reglulega á EM en þjóðum á Smáþjóðaleikunum. Ég hef fulla trú á því að ef við hittum á góðan skotdag og spilum grimma vörn þá eigum við að standa meira í þessum stóru liðum. Skotin geta breytt leikjum,“ bætir landsliðsfyrirliðinn við. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Kvennalandsliðið í körfubolta fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir sterku liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Íslands síðan 2009 og sá fyrsti hjá konunum sem fer fram í Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá að spila í höllinni. Þar vilja allir körfuboltamenn fá að spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. Stelpurnar fengu að kynnast því á Smáþjóðaleikunum í fyrra en annars hefur landsliðið yfirleitt spilað í öðrum íþróttahúsum. Ísland hóf leik í undankeppninni á laugardag er liðið tapaði fyrir Ungverjalandi ytra, 72-50. Helena segir að liðið hafi rennt nokkuð blint í sjóinn enda langt síðan að íslenska landsliðið mætti svo sterkum andstæðingi. Síðustu ár hefur Ísland eingöngu spilað á Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni smáþjóða og á Norðurlandamótum.Flestar englar góðir Stelpurnar taka annað stökk upp á við í kvöld því Slóvakía er í hópi sterkustu þjóða Evrópu. „Slóvakar hafa staðið sig vel á stórmótum í gegnum tíðina og það hefur myndast mikill og góður kjarni í liðinu þeirra,“ segir Helena sem þekkir vel til liðsins eftir að hafa spilað með Good Angels í Slóvakíu. „Þjálfarar og leikmenn koma flestir úr Good Angels og því þekkjast allir mjög vel. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið,“ segir Helena sem hefur ýmist spilað með eða á móti öllum leikmönnum í slóvakíska landsliðinu. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Barbora Balintova sem var að hefja sinn feril þegar Helena var hjá Good Angels. „Þá var hún lillan sem var að byrja að spila með meistaraflokki en maður sér að hún er á hraðri uppleið. Ég sá hana spila í sumar og hún hefur til að mynda bætt skotin sín mikið.“Fann sjálfstraustið aukast Helena segir ljóst að það verði enginn auðveldur leikur í riðlinum en auk Ungverjalands og Slóvakíu er Portúgal í E-riðli undankeppninnar. Sigurvegari riðilsins fer örugglega áfram og liðið sem nær öðru sæti á einnig möguleika. En Helena segir að íslenska liðið sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta sinn leik. „Við vorum nokkuð hissa að við áttum ágætan séns gegn Ungverjum. Maður finnur að sjálfstraustið jókst eftir því sem leið á leikinn og liðið hafði meira hungur en maður þorði að vona. Við erum að þróa okkur áfram enda langt síðan við spiluðum gegn svo sterkum þjóðum en það er meiri hugur í okkur,“ segir Helena. „Það er mikill munur á því að spila gegn þjóðum sem spila reglulega á EM en þjóðum á Smáþjóðaleikunum. Ég hef fulla trú á því að ef við hittum á góðan skotdag og spilum grimma vörn þá eigum við að standa meira í þessum stóru liðum. Skotin geta breytt leikjum,“ bætir landsliðsfyrirliðinn við.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira