Audi RS7 gegn lyftu hæstu byggingar heims Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2015 10:27 Hæsta bygging heims er Burj Khalifa byggingin í Dubai og rís hún 828 uppí skýin. Lyfturnar í Burj Khalifa fara mjög hratt, eða 10 metra á hverri sekúndu. Það er 36 km hraði, beint uppí loftið. Audi vildi finna út úr því hvort kraftabíllinn Audi RS7, sem er 560 hestöfl og togar 700 Nm, ætti einhvern séns að klífa eins hratt upp fjall. Úr því varð þetta ágæta myndskeið hér að ofan. Til þess að komast á topp Burj Khalifa þarf að skipta nokkrum sinnum um lyftu og til þess var fenginn sneggsti spretthlaupari í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Musa Khalfan Yasin. Hann keppir hér gegn ökumanni Audi RS7 bílsins, Eduardo Mortara. Bíll Mortara er fjórhjóladrifinn og kemst á 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Engin ástæða er til að upplýsa hvernig keppnin fór, en til þess þarf að horfa á myndskeiðið. Burj Khalifa byggingin er engin smásmíð. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent
Hæsta bygging heims er Burj Khalifa byggingin í Dubai og rís hún 828 uppí skýin. Lyfturnar í Burj Khalifa fara mjög hratt, eða 10 metra á hverri sekúndu. Það er 36 km hraði, beint uppí loftið. Audi vildi finna út úr því hvort kraftabíllinn Audi RS7, sem er 560 hestöfl og togar 700 Nm, ætti einhvern séns að klífa eins hratt upp fjall. Úr því varð þetta ágæta myndskeið hér að ofan. Til þess að komast á topp Burj Khalifa þarf að skipta nokkrum sinnum um lyftu og til þess var fenginn sneggsti spretthlaupari í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Musa Khalfan Yasin. Hann keppir hér gegn ökumanni Audi RS7 bílsins, Eduardo Mortara. Bíll Mortara er fjórhjóladrifinn og kemst á 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Engin ástæða er til að upplýsa hvernig keppnin fór, en til þess þarf að horfa á myndskeiðið. Burj Khalifa byggingin er engin smásmíð.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent