Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Slóvakía 72-55 | Baráttan ekki nóg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2015 21:45 vísir/ernir Ísland mátti þola tap gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2017 í kvöld þrátt fyrir hetjulega baráttu og gríðarlegan dugnað.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Ísland hefur verið að byggja upp sitt kvennalandslið síðastliðin ár, jafnt og þétt, og var í kvöld að spila sinn fyrsta Evrópuleik í Laugardalshöllinni - frá upphafi. Það segir sitt. Slóvakía hefur að sama skapi verið fastagestur á stórmótum og oftar en ekki barist um verðlaun. Liðið var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla en í höllinni í kvöld þurfti liðið að hafa fyrir sigrinum. Gestirnir hófu báða hálfleiki af miklum krafti en stelpurnar okkar svöruðu á báðum endum vallarins. Þegar best gekk náði liðið upp öflugum varnarleik sem Slóvakarnir lentu í basli með. Ísland þurfti góða skotnýtingu til að eiga séns í kvöld og hún hefði þurft að vera betri heilt yfir í kvöld. En inn á milli minntu stelpurnar á sig og komu sér í opin skotfæri. Undir lok þriðja leikhluta var Ísland nálægt því að jafna leikinn en þá tók Slóvakía völdin og sigldi sigrinum í höfn í fjórða leikhluta. Helena Sverrisdóttir skoraði sextán stig fyrir Ísland og var með tíu stoðsendingar og fimm fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir kom næst með fjórtán stig og fimm fráköst. Hjá Slóvakíu var Anna Jurcenkova stigahæst með átján stig en þessi stóri miðherji tók einnig átján fráköst.Frábær stuðningur Eftir rólega byrjun komust stelpurnar í gang. Slóvakar byrjuðu af krafti eins og búast mátti við og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins. Íslandi gekk illa að koma sér í opin færi og skotnýtingin eftir því. Berglind Gunnarsdóttir átti góða innkomu í fyrsta leikhluta og með því komst smá líf í sóknarleik Íslands. Systir hennar, Gunnhildur, kveikti í áhorfendum með frábærri þriggja stiga körfu en eftir það fóru skotin að detta. Áhorfendur í höllinni, tæplega 1200 talsins, fögnuðu þristi Gunnhildar mjög og var stuðningur þeirra frábær í allt kvöld. Enda var í raun sama hver kom inn, allir komu inn með mikla baráttu sem skein í gegn bæði í vörn og sókn. Sú barátta skilaði sér og gestirnir fengu að kynnast mótlæti sem fór verulega í taugarnar á þeim. Það komst betra flæði á sóknarleikinn og stelpurnar fengu auðveldari skot. Um miðjan annan leikhluta minnkuðu þær muninn í fjögur stig en Slóvakar gáfu þá aftur í og juku hann í sjö áður en fyrri hálfleik lauk.Gátu jafnað í þriðja leikhluta Eftir stirða byrjun í síðari hálfleik, rétt eins og í þeim fyrri, náði Pálína að kveikja í íslenska liðinu með góðum þristi - rétt eins og Gunnhildur gerði í upphafi leiks. Stelpurnar svöruðu öllum aðgerðum Slóvakanna með gríðarlegri baráttu og komu sér aftur inn í leikinn með skynsömum sóknarleik og öflugri vörn. Helena fékk svo tækifæri til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti í stöðunni 46-43 en hitti ekki. Slóvakía steig þá upp og kláraði leikhlutann með 6-0 spretti. Ísland náði aldrei að stíga skrefið til fulls í fjórða leikhluta, þó svo að Slóvakía hafi gefið færi á sér með slæmri skotnýtingu. Ákefðin var í góðu lagi en það vantaði upp á að fá fleiri stór skot hjá íslenska liðinu. Slóvakar sigldu því fram úr, hægt og rólega. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðuna, þrátt fyrir að hún hafi verið gloppótt. Það sýnir að stelpurnar eiga talsvert inni og með meiri reynslu, sem fæst af því að spila við jafn sterkar þjóðir og Slóvakíu, mun koma meira jafnvægi í leik liðsins. Slóvakar voru betri aðilinn í kvöld en sjálfsagt þykir þeim margt skemmtilegra en að spila við baráttuglatt íslenskt lið sem gaf þeim aldrei frið. Mótlætið virtist á köflum fara mjög í taugarnar á gestunum, þá sérstaklega þjálfaraliðinu á varamannabekknum. Ísland fær auðveldari andstæðing í næsta leik, gegn Portúgal ytra þann 20. febrúar. Með góðum leik þar er ljóst að Ísland á möguleika á að sækja sín fyrstu stig í keppninni. Eins og búast mátti við dró Helena vagninn fyrir íslenska liðið en Pálína Gunnlaugsdóttir átti öflugan síðari hálfleik. Bæði skoraði hún mikilvægar körfur og dreif liðsfélagana áfram af mikilli hörku, þrátt fyrir að vera draghölt. Annars skiluðu margir framlagi í kvöld en Gunnhildar Gunnarsdóttur, sem meiddist á öxl í fyrri hálfleik, var saknað í þeim síðari.Ívar: Stoltur af þeim Ívar Ásgrímsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi verið mikil barátta og dugnaður í íslenska liðinu í leikjunum gegn Ungverjum um helgina og svo Slóvakíu í kvöld, þrátt fyrir að báðir töpuðust. „Ég er búinn að vera mjög stoltur af þeim enda erum við að sýna að við getum staðið í þessum sterku þjóðum,“ segir Ívar og bætir við að frammistaðan sem Ísland sýndi í kvöld útheimti mikla orku og baráttu. „Við erum að fá að kynnast mjög öflugum varnarleik í kvöld. Þær spiluðu svakalega vörn og fengu að spila afar stíft á Helenu. Hún var orðin mjög þreytt í lokin.“ Ívar segir að leikmenn læri mikið af leikjum sem þessum en það sem helst þurfi að laga sé sóknarleikur liðsins. „Varnarleikurinn er búinn að vera nokkuð góður. Við vorum í smá vandræðum inn í teignum en miðherjinn þeirra fékk að gera meira en við. Það vantaði upp á samræmi í dómgæslunni þar að mér fannst.“ „Þriggja stiga skotin hjá okkur voru allt í lagi en við vorum ekki nógu grimmar að rúlla inn. Það gekk aðeins betur í seinni hálfleik og það opnaði aðeins betur á bakverðina okkar.“ Hann hrósaði baráttunni í varnarleik Íslands. „Þær voru grimmar enda oft að dekka stærri mann. En það var líka dýrt fyrir okkur enda missum við Gunnhildi meidda af velli í fyrri hálfleik og er það stórt skarð fyrir okkur.“ Ívar telur að Gunnhildur hafi ekki farið úr axlarlið. „Ég vona bara að þetta lagist fljótt,“ sagði hann.Helena: Fúl út í sjálfa mig Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá Íslandi í kvöld en var óánægð með nýtinguna hjá sér gegn Slóvakíu. „Við lærum af þessu. Við fórum í svæðisvörn og það gekk ágætlega að verjast þeim í kvöld. Það vantaði bara að skora meira á þær,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. Hún var óánægð með hversu illa henni gekk að skjóta en hún nýtti eingöngu fimm af sautján skotum sínum í leiknum. „Pálína náði að setja skotin sín en það var enginn annar að stíga upp og skora. En við vorum að spila við hörkulið hér í kvöld og við lærum af þessu.“ „Ég hef verið að skjóta mjög vel á æfingum og því er það afar svekkjandi hversu illa það hefur gengið að skjóta í þessum tveimur leikjum. Maður er fúll út í sjálfan sig enda vill maður skilja allt eftir úti á gólfinu.“ Þrátt fyrir allt náði Ísland að hanga í Slóvakíu lengi vel og lét gestina hafa fyrir hlutunum. „Liðin líta á okkur bara sem litla Ísland og það sem við getum gerst er bara að berjast og spilað hörkuvörn. Við náðum að loka vel á þær og ég var ánægð með það. Við höfum sýnt að við getum gefið þessum liðum leik.“ „Við erum með marga litla leikmenn sem er örugglega óþolandi að spila gegn og við förum allar langt á baráttunni.“ Ísland var án þriggja sterkra leikmanna sem komust ekki í leikina nú þar sem þær eru uppteknar með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. Helena segir að það hafi sitt að segja. „Þær hafa verið að skora mikið fyrir okkur undanfarin ár. Við vissum því að þetta yrði erfitt. Við þurftum að fá fleiri inn og ég tel að þetta sé eitthvað til að byggja á.“Tweets by @Visirkarfa1 Helena á vítalínunni.vísir/ernirÍvar ræðir við sínar stúlkur.vísir/ernir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
Ísland mátti þola tap gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2017 í kvöld þrátt fyrir hetjulega baráttu og gríðarlegan dugnað.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Ísland hefur verið að byggja upp sitt kvennalandslið síðastliðin ár, jafnt og þétt, og var í kvöld að spila sinn fyrsta Evrópuleik í Laugardalshöllinni - frá upphafi. Það segir sitt. Slóvakía hefur að sama skapi verið fastagestur á stórmótum og oftar en ekki barist um verðlaun. Liðið var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla en í höllinni í kvöld þurfti liðið að hafa fyrir sigrinum. Gestirnir hófu báða hálfleiki af miklum krafti en stelpurnar okkar svöruðu á báðum endum vallarins. Þegar best gekk náði liðið upp öflugum varnarleik sem Slóvakarnir lentu í basli með. Ísland þurfti góða skotnýtingu til að eiga séns í kvöld og hún hefði þurft að vera betri heilt yfir í kvöld. En inn á milli minntu stelpurnar á sig og komu sér í opin skotfæri. Undir lok þriðja leikhluta var Ísland nálægt því að jafna leikinn en þá tók Slóvakía völdin og sigldi sigrinum í höfn í fjórða leikhluta. Helena Sverrisdóttir skoraði sextán stig fyrir Ísland og var með tíu stoðsendingar og fimm fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir kom næst með fjórtán stig og fimm fráköst. Hjá Slóvakíu var Anna Jurcenkova stigahæst með átján stig en þessi stóri miðherji tók einnig átján fráköst.Frábær stuðningur Eftir rólega byrjun komust stelpurnar í gang. Slóvakar byrjuðu af krafti eins og búast mátti við og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins. Íslandi gekk illa að koma sér í opin færi og skotnýtingin eftir því. Berglind Gunnarsdóttir átti góða innkomu í fyrsta leikhluta og með því komst smá líf í sóknarleik Íslands. Systir hennar, Gunnhildur, kveikti í áhorfendum með frábærri þriggja stiga körfu en eftir það fóru skotin að detta. Áhorfendur í höllinni, tæplega 1200 talsins, fögnuðu þristi Gunnhildar mjög og var stuðningur þeirra frábær í allt kvöld. Enda var í raun sama hver kom inn, allir komu inn með mikla baráttu sem skein í gegn bæði í vörn og sókn. Sú barátta skilaði sér og gestirnir fengu að kynnast mótlæti sem fór verulega í taugarnar á þeim. Það komst betra flæði á sóknarleikinn og stelpurnar fengu auðveldari skot. Um miðjan annan leikhluta minnkuðu þær muninn í fjögur stig en Slóvakar gáfu þá aftur í og juku hann í sjö áður en fyrri hálfleik lauk.Gátu jafnað í þriðja leikhluta Eftir stirða byrjun í síðari hálfleik, rétt eins og í þeim fyrri, náði Pálína að kveikja í íslenska liðinu með góðum þristi - rétt eins og Gunnhildur gerði í upphafi leiks. Stelpurnar svöruðu öllum aðgerðum Slóvakanna með gríðarlegri baráttu og komu sér aftur inn í leikinn með skynsömum sóknarleik og öflugri vörn. Helena fékk svo tækifæri til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti í stöðunni 46-43 en hitti ekki. Slóvakía steig þá upp og kláraði leikhlutann með 6-0 spretti. Ísland náði aldrei að stíga skrefið til fulls í fjórða leikhluta, þó svo að Slóvakía hafi gefið færi á sér með slæmri skotnýtingu. Ákefðin var í góðu lagi en það vantaði upp á að fá fleiri stór skot hjá íslenska liðinu. Slóvakar sigldu því fram úr, hægt og rólega. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðuna, þrátt fyrir að hún hafi verið gloppótt. Það sýnir að stelpurnar eiga talsvert inni og með meiri reynslu, sem fæst af því að spila við jafn sterkar þjóðir og Slóvakíu, mun koma meira jafnvægi í leik liðsins. Slóvakar voru betri aðilinn í kvöld en sjálfsagt þykir þeim margt skemmtilegra en að spila við baráttuglatt íslenskt lið sem gaf þeim aldrei frið. Mótlætið virtist á köflum fara mjög í taugarnar á gestunum, þá sérstaklega þjálfaraliðinu á varamannabekknum. Ísland fær auðveldari andstæðing í næsta leik, gegn Portúgal ytra þann 20. febrúar. Með góðum leik þar er ljóst að Ísland á möguleika á að sækja sín fyrstu stig í keppninni. Eins og búast mátti við dró Helena vagninn fyrir íslenska liðið en Pálína Gunnlaugsdóttir átti öflugan síðari hálfleik. Bæði skoraði hún mikilvægar körfur og dreif liðsfélagana áfram af mikilli hörku, þrátt fyrir að vera draghölt. Annars skiluðu margir framlagi í kvöld en Gunnhildar Gunnarsdóttur, sem meiddist á öxl í fyrri hálfleik, var saknað í þeim síðari.Ívar: Stoltur af þeim Ívar Ásgrímsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi verið mikil barátta og dugnaður í íslenska liðinu í leikjunum gegn Ungverjum um helgina og svo Slóvakíu í kvöld, þrátt fyrir að báðir töpuðust. „Ég er búinn að vera mjög stoltur af þeim enda erum við að sýna að við getum staðið í þessum sterku þjóðum,“ segir Ívar og bætir við að frammistaðan sem Ísland sýndi í kvöld útheimti mikla orku og baráttu. „Við erum að fá að kynnast mjög öflugum varnarleik í kvöld. Þær spiluðu svakalega vörn og fengu að spila afar stíft á Helenu. Hún var orðin mjög þreytt í lokin.“ Ívar segir að leikmenn læri mikið af leikjum sem þessum en það sem helst þurfi að laga sé sóknarleikur liðsins. „Varnarleikurinn er búinn að vera nokkuð góður. Við vorum í smá vandræðum inn í teignum en miðherjinn þeirra fékk að gera meira en við. Það vantaði upp á samræmi í dómgæslunni þar að mér fannst.“ „Þriggja stiga skotin hjá okkur voru allt í lagi en við vorum ekki nógu grimmar að rúlla inn. Það gekk aðeins betur í seinni hálfleik og það opnaði aðeins betur á bakverðina okkar.“ Hann hrósaði baráttunni í varnarleik Íslands. „Þær voru grimmar enda oft að dekka stærri mann. En það var líka dýrt fyrir okkur enda missum við Gunnhildi meidda af velli í fyrri hálfleik og er það stórt skarð fyrir okkur.“ Ívar telur að Gunnhildur hafi ekki farið úr axlarlið. „Ég vona bara að þetta lagist fljótt,“ sagði hann.Helena: Fúl út í sjálfa mig Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá Íslandi í kvöld en var óánægð með nýtinguna hjá sér gegn Slóvakíu. „Við lærum af þessu. Við fórum í svæðisvörn og það gekk ágætlega að verjast þeim í kvöld. Það vantaði bara að skora meira á þær,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. Hún var óánægð með hversu illa henni gekk að skjóta en hún nýtti eingöngu fimm af sautján skotum sínum í leiknum. „Pálína náði að setja skotin sín en það var enginn annar að stíga upp og skora. En við vorum að spila við hörkulið hér í kvöld og við lærum af þessu.“ „Ég hef verið að skjóta mjög vel á æfingum og því er það afar svekkjandi hversu illa það hefur gengið að skjóta í þessum tveimur leikjum. Maður er fúll út í sjálfan sig enda vill maður skilja allt eftir úti á gólfinu.“ Þrátt fyrir allt náði Ísland að hanga í Slóvakíu lengi vel og lét gestina hafa fyrir hlutunum. „Liðin líta á okkur bara sem litla Ísland og það sem við getum gerst er bara að berjast og spilað hörkuvörn. Við náðum að loka vel á þær og ég var ánægð með það. Við höfum sýnt að við getum gefið þessum liðum leik.“ „Við erum með marga litla leikmenn sem er örugglega óþolandi að spila gegn og við förum allar langt á baráttunni.“ Ísland var án þriggja sterkra leikmanna sem komust ekki í leikina nú þar sem þær eru uppteknar með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. Helena segir að það hafi sitt að segja. „Þær hafa verið að skora mikið fyrir okkur undanfarin ár. Við vissum því að þetta yrði erfitt. Við þurftum að fá fleiri inn og ég tel að þetta sé eitthvað til að byggja á.“Tweets by @Visirkarfa1 Helena á vítalínunni.vísir/ernirÍvar ræðir við sínar stúlkur.vísir/ernir
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira