Birgitta segir Ólaf Ragnar hafa setið alltof lengi á forsetastóli Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2015 15:00 Kapteinn Pírata vill leggja forsetaembættið af og telur að Ólafur Ragnar eigi að hætta ala á sundrungu og ótta meðal þjóðarinnar. visir/valli/andri marino Bigitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir flokkinn ekki hafa mótað stefnu í málefnum þeim sem snúa að embætti forseta Íslands, þar eru skiptar skoðanir en hennar skoðun er sú að leggja beri embættið af. „Persónulega finnst mér óþarfi að vera með forseta. Betra væri ef málskotsrétturinn væri þjóðarinnar.“Hvorki Ólaf né Þorgrím, takk Píratar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrármálið svokallað; að stefna beri að breytingum á stjórnarskrá þar sem til dæmis kveðið væri skýrt á um auðlindir í þjóðareign. Birgitta segir ekkert launungarmál að hún telji þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands vera Þránd í götu. Í gær greindi Vísir frá því að fyrsti forsetaframbjóðandinn væri búinn að gefa sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari. Vísir spurði Birgittu hvort hún myndi frekar kjósa Ólaf Ragnar eða Þorgrím Þráinsson, ef þessir tveir kostir væru þeir einu í boði? „Mér finnst Ólafur hafa setið á forsetastól allt of lengi. Ég myndi kjósa hvorugan. Hef annan í huga sem ég myndi vilja fá í framboð,“ segir Birgitta.Óæskileg afskiptasemi forsetans Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekkert gefið út um það enn hvort hann hyggist sækjast eftir endurkjöri en framganga hans í kjölfar árásanna í París hefur vakið athygli; forsetinn hefur talað um að nú dugi ekki barnaskapur og einfeldni og ómögulegt að skilja hann öðru vísi en svo að herða beri tökin. „Mér finnst Ólafur Ragnar eigi að hætta að ala á ótta og sundrungu meðal þjóðarinnar. Við erum með bæði innan- og utanríkisráðherra sem eru vel til þess bær að svara spurningum um öryggismál þjóðarinnar innra sem ytra enda fara þau með þá málaflokka en ekki forseti vor. Þá ætti hann að hætta að reyna að hafa áhrif á störf þingsins nema að þjóðin biðji hann sérstaklega um að nýta sér málskotsréttinn,“ segir kapteinn Pírata um framgöngu forsetans. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Bigitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir flokkinn ekki hafa mótað stefnu í málefnum þeim sem snúa að embætti forseta Íslands, þar eru skiptar skoðanir en hennar skoðun er sú að leggja beri embættið af. „Persónulega finnst mér óþarfi að vera með forseta. Betra væri ef málskotsrétturinn væri þjóðarinnar.“Hvorki Ólaf né Þorgrím, takk Píratar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrármálið svokallað; að stefna beri að breytingum á stjórnarskrá þar sem til dæmis kveðið væri skýrt á um auðlindir í þjóðareign. Birgitta segir ekkert launungarmál að hún telji þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands vera Þránd í götu. Í gær greindi Vísir frá því að fyrsti forsetaframbjóðandinn væri búinn að gefa sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari. Vísir spurði Birgittu hvort hún myndi frekar kjósa Ólaf Ragnar eða Þorgrím Þráinsson, ef þessir tveir kostir væru þeir einu í boði? „Mér finnst Ólafur hafa setið á forsetastól allt of lengi. Ég myndi kjósa hvorugan. Hef annan í huga sem ég myndi vilja fá í framboð,“ segir Birgitta.Óæskileg afskiptasemi forsetans Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekkert gefið út um það enn hvort hann hyggist sækjast eftir endurkjöri en framganga hans í kjölfar árásanna í París hefur vakið athygli; forsetinn hefur talað um að nú dugi ekki barnaskapur og einfeldni og ómögulegt að skilja hann öðru vísi en svo að herða beri tökin. „Mér finnst Ólafur Ragnar eigi að hætta að ala á ótta og sundrungu meðal þjóðarinnar. Við erum með bæði innan- og utanríkisráðherra sem eru vel til þess bær að svara spurningum um öryggismál þjóðarinnar innra sem ytra enda fara þau með þá málaflokka en ekki forseti vor. Þá ætti hann að hætta að reyna að hafa áhrif á störf þingsins nema að þjóðin biðji hann sérstaklega um að nýta sér málskotsréttinn,“ segir kapteinn Pírata um framgöngu forsetans.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45
95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30
Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00