Mikil gremja eldri borgara út í stjórnvöld! Björgvin Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftirlaunaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóðfélaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld.Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldraðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót.Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkjumaður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almannatryggingum og lífeyri frá lífeyrissjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður.Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóður vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maðurinn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfjakostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir.Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyrisþega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki.Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórnvöld, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftirlaunaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóðfélaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld.Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldraðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót.Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkjumaður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almannatryggingum og lífeyri frá lífeyrissjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður.Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóður vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maðurinn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfjakostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir.Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyrisþega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki.Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórnvöld, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar