Drift í yfirgefinni verslunarmiðstöð Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2015 09:42 Vart er hægt að gefa góðum drifturum betra leiksvæði en stóra yfirgefna verslunarmiðstöð sem leikvöll. Það fengu þó ökumennirnir Chris Forsberg og Ryan Tuerck sem leiksvæði, en Howthorne Plaza Shopping Center var opnað árið 1977, en lagt af árið 1999. Ökumennirnir höfðu undir höndum tvo Nissan 370Z bíla, samtals með um 1.000 hestöfl undir húddinu og því eru þessir bílar fremur hæfir til drifts. Howthorne Plaza Shopping Center var einmitt notað við tökur á myndinni Fast and the Furious: Tokyo Drift og við tökur á ýmsum öðrum kvikmyndum. Ekki verður annað sagt en að þessi verslunarmiðstöð sé kjörinn leikvangur fyrir eins hæfa driftara og þeir Chris og Ryan eru og víst er að þeir hafa skemmt sér við þessar tökur. Þær voru gerðar af undirlagi Hoonigan fataframleiðandans og Nissan Motors í tilefni Black Friday dagsins sem er á morgun í Bandaríkjunum og tengist Thanksgiving hátíðinni nú um helgina. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent
Vart er hægt að gefa góðum drifturum betra leiksvæði en stóra yfirgefna verslunarmiðstöð sem leikvöll. Það fengu þó ökumennirnir Chris Forsberg og Ryan Tuerck sem leiksvæði, en Howthorne Plaza Shopping Center var opnað árið 1977, en lagt af árið 1999. Ökumennirnir höfðu undir höndum tvo Nissan 370Z bíla, samtals með um 1.000 hestöfl undir húddinu og því eru þessir bílar fremur hæfir til drifts. Howthorne Plaza Shopping Center var einmitt notað við tökur á myndinni Fast and the Furious: Tokyo Drift og við tökur á ýmsum öðrum kvikmyndum. Ekki verður annað sagt en að þessi verslunarmiðstöð sé kjörinn leikvangur fyrir eins hæfa driftara og þeir Chris og Ryan eru og víst er að þeir hafa skemmt sér við þessar tökur. Þær voru gerðar af undirlagi Hoonigan fataframleiðandans og Nissan Motors í tilefni Black Friday dagsins sem er á morgun í Bandaríkjunum og tengist Thanksgiving hátíðinni nú um helgina.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent