Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 09:49 Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. Vísir/Vilhelm Stærstur hluti verðtryggðra eigna stóru viðskiptabankanna þriggja eru húsnæðislán. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í svarinu kemur fram að þann 30. september hafi hlutfall verðtryggðra húsnæðislána af öllum verðtryggðum eignum bankanna verið 57,3 prósent. Önnur verðtryggð lán til heimila landsins eru 6,4 prósent af verðtryggðu eignunum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni.Vísir/PjeturUpplýsingarnar ná yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann og taka til bæði verðtryggðra fasteignalána með veði og án veðs í fasteignum. Til verðtryggðra eigna teljast þær eignir sem sérstaklega eru aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahag bankanna. Brá þegar hún sá svarið „Ég var bara forvitinn þegar ég sá þennan verðtryggingarjöfnuð bankanna, þar sem þetta eru gríðarlegar háar tölur,“ segir Elsa Lára fyrirspyrjandi um af hverju hún vildi þessar upplýsingar. Hún segist hafa viljað vita hvaðan þessi hagnaður bankanna væri sóttur. „Mér brá bara verulega þegar ég sá að verðtryggð húsnæðislán eru 57 prósent af verðtryggðum eignum bankanna,“ segir hún. „Mér finnst óeðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist svona verulega á kostnað heimila.“ Elsa Lára bendir á að yfir 60 prósent af verðtryggðum eignum bankanna séu skuldir heimilanna. Ekki búin að gefast uppEitt af stóru loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði kosningarnar í raun snúast um verðtryggingarstjórn eða stjórn með Framsóknarflokknum. Enn hefur flokknum þó ekki tekist að efna þetta loforð. „Við erum ekki búin að gefast upp og við vitum það, eins og Sigmundur [forsætisráðherra] sagði, á miðstjórnarfundi okkar um helgina, að loksins væri vinna við afnám verðtryggingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðuneytunum,“ segir hún. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelmÞolinmæðin var farin að þynnast„Það var farið að þynnast í þolinmæðinni,“ segir Elsa Lára sem bætir við að það hafi verið gott að fá þær fréttir að málin væru aftur komin á skrið. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra, sem tilheyrir samstarfsflokki Framsóknar í ríkisstjórninni. En hefur það þá staðið á Sjálfstæðisflokknum að afnema verðtrygginguna? „Þeir hafa sett spurningarmerki við þetta, þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kominn samhljómur núna.“ Alþingi Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Stærstur hluti verðtryggðra eigna stóru viðskiptabankanna þriggja eru húsnæðislán. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í svarinu kemur fram að þann 30. september hafi hlutfall verðtryggðra húsnæðislána af öllum verðtryggðum eignum bankanna verið 57,3 prósent. Önnur verðtryggð lán til heimila landsins eru 6,4 prósent af verðtryggðu eignunum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni.Vísir/PjeturUpplýsingarnar ná yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann og taka til bæði verðtryggðra fasteignalána með veði og án veðs í fasteignum. Til verðtryggðra eigna teljast þær eignir sem sérstaklega eru aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahag bankanna. Brá þegar hún sá svarið „Ég var bara forvitinn þegar ég sá þennan verðtryggingarjöfnuð bankanna, þar sem þetta eru gríðarlegar háar tölur,“ segir Elsa Lára fyrirspyrjandi um af hverju hún vildi þessar upplýsingar. Hún segist hafa viljað vita hvaðan þessi hagnaður bankanna væri sóttur. „Mér brá bara verulega þegar ég sá að verðtryggð húsnæðislán eru 57 prósent af verðtryggðum eignum bankanna,“ segir hún. „Mér finnst óeðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist svona verulega á kostnað heimila.“ Elsa Lára bendir á að yfir 60 prósent af verðtryggðum eignum bankanna séu skuldir heimilanna. Ekki búin að gefast uppEitt af stóru loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði kosningarnar í raun snúast um verðtryggingarstjórn eða stjórn með Framsóknarflokknum. Enn hefur flokknum þó ekki tekist að efna þetta loforð. „Við erum ekki búin að gefast upp og við vitum það, eins og Sigmundur [forsætisráðherra] sagði, á miðstjórnarfundi okkar um helgina, að loksins væri vinna við afnám verðtryggingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðuneytunum,“ segir hún. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelmÞolinmæðin var farin að þynnast„Það var farið að þynnast í þolinmæðinni,“ segir Elsa Lára sem bætir við að það hafi verið gott að fá þær fréttir að málin væru aftur komin á skrið. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra, sem tilheyrir samstarfsflokki Framsóknar í ríkisstjórninni. En hefur það þá staðið á Sjálfstæðisflokknum að afnema verðtrygginguna? „Þeir hafa sett spurningarmerki við þetta, þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kominn samhljómur núna.“
Alþingi Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira