Mercedes Benz GLC smíðaður í Finnlandi Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2015 09:32 Mercedes Benz GLC jeppinn. Hinn nýi Mercedes Benz GLC jeppi, sem leysir af hólmi GLK, verður frá og með árinu 2017 smíðaður í Finnlandi, en hann er nú smíðaður í Bremen í Þýskalandi og verður það fram að 2017. Þetta er gert til að rýma fyrir smíði annarra jeppa og jepplinga frá Mercedes Benz. Það er fyrirtækið Valmet Automotive í Finnlandi sem taka mun að sér smíði GLC jeppans fyrir Benz, en þar hefur undanfarin tvö ár verið smíðaður A-Class bíll Benz, en því verður nú hætt og snúið sér að jeppanum. Allar verksmiðjur Benz eru á fullum afköstum og unnið á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Er það til vitnis um hve vel gengur hjá þeim þessa dagana. Mercedes Benz ætlar að verða stærsti lúxusbílaframleiðandi Þýskalands og svo vel miðar að því markmiði að stutt er í sölu BMW og Benz er þegar komið yfir Audi í sölu. Benz hefur í nokkur ár verið í þriðja sætinu. Benz hefur selt 1,53 milljón bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins, en BMW 1,56 og Audi 1,49. Vöxtur Benz er þó miklu meiri en hjá hinum tveimur keppinautunum og ef það heldur áfram er stutt í að Benz komist í fyrsta sætið. Valmet Automotive í Finnlandi er ekki eina fyrirtækið sem tekið hefur að sér að smíða bíla fyrir Mercedes Benz. Til dæmis er R-Class bíllinn smíðaður hjá AM General í Bandaríkjunum, enda selst sá bíll mest þar í landi. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Hinn nýi Mercedes Benz GLC jeppi, sem leysir af hólmi GLK, verður frá og með árinu 2017 smíðaður í Finnlandi, en hann er nú smíðaður í Bremen í Þýskalandi og verður það fram að 2017. Þetta er gert til að rýma fyrir smíði annarra jeppa og jepplinga frá Mercedes Benz. Það er fyrirtækið Valmet Automotive í Finnlandi sem taka mun að sér smíði GLC jeppans fyrir Benz, en þar hefur undanfarin tvö ár verið smíðaður A-Class bíll Benz, en því verður nú hætt og snúið sér að jeppanum. Allar verksmiðjur Benz eru á fullum afköstum og unnið á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Er það til vitnis um hve vel gengur hjá þeim þessa dagana. Mercedes Benz ætlar að verða stærsti lúxusbílaframleiðandi Þýskalands og svo vel miðar að því markmiði að stutt er í sölu BMW og Benz er þegar komið yfir Audi í sölu. Benz hefur í nokkur ár verið í þriðja sætinu. Benz hefur selt 1,53 milljón bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins, en BMW 1,56 og Audi 1,49. Vöxtur Benz er þó miklu meiri en hjá hinum tveimur keppinautunum og ef það heldur áfram er stutt í að Benz komist í fyrsta sætið. Valmet Automotive í Finnlandi er ekki eina fyrirtækið sem tekið hefur að sér að smíða bíla fyrir Mercedes Benz. Til dæmis er R-Class bíllinn smíðaður hjá AM General í Bandaríkjunum, enda selst sá bíll mest þar í landi.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent