Það var hjartnæm stund á Lambeau Field í Green Bay í gær er treyja númer 4 var lögð til hliðar af félaginu til þess að heiðra Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda félagsins.
Favre var leikstjórnandi félagsins í 16 ár og á sínum ferli sló hann fjölda meta í NFL-deildinni.
Hann var einnig þekktur fyrir einstaka hörku og hann náði þeim einstaka árangri að byrja 297 leiki í röð í deildinni en það met verður líklega aldrei slegið.
Hann vann Super Bowl einu sinni með liðinu og var þrisvar valinn besti leikmaður deildarinnar.
Hér að ofan má sjá athöfnina í heild sinni en hún fór fram í alvöru skítaveðri í Green Bay sem Favre sagðist elska í ræðu sinni.
