Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 11:16 Ásta Guðrún gerði orð Eyglóar að umtalsefni á þingi í morgun. Vísir/Vilhelm Tvær grímur runnu á Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingkonu Pírata, þegar hún las orð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins. Þetta gerði hún að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Sjá einnig: Eygló vill koma böndum á netiðUmmælin sem Ásta Guðrún vísaði til lét Eygló falla á jafnréttisþingi sem haldið var í gær. Þar kallaði Eygló eftir aðgerðum gegn hatursorðræðu. Eygló velti því upp í gær hvort takmarka eigi tjáningarfrelsið.Vísir/Vilhelm Gæti verið nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni á þinginu. „Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis,“ sagði hún einnig. Uppræta hatrið með tjáningu Ásta Guðrún tók undir að taka þyrfti umræðu um hvort grípa ætti til einhverra aðgerða. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hæstvirtum velferðarráðherra að við þurfum að ræða það hvort eða hvernig við ætlum að takmarka eina af grunnstoðum lýðræðisins sem er forsenda fyrir því að við getum átt í upplýstum samræðum,“ sagði hún. „Eins og við Píratar höfum oft bent á þá er það að stjórna internetinu eins og að smala köttum og það er ekkert sem er að fara að gerast; hvorki fræðilega séð né í raunveruleikanum. Internetið hagar sér bara þannig að það er ekki hægt að stjórna því eins og maður vill stjórna öllu öðru fólki,“ sagði hún. Ásta sagði að eina vopnið gegn tjáningu sem við viljum ekki að sé á yfirborðinu sé að ræða málin meira. „Uppræta hatursorðræðu með tjáningu,“ sagði hún. Alþingi Tengdar fréttir Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Sjá meira
Tvær grímur runnu á Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingkonu Pírata, þegar hún las orð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins. Þetta gerði hún að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Sjá einnig: Eygló vill koma böndum á netiðUmmælin sem Ásta Guðrún vísaði til lét Eygló falla á jafnréttisþingi sem haldið var í gær. Þar kallaði Eygló eftir aðgerðum gegn hatursorðræðu. Eygló velti því upp í gær hvort takmarka eigi tjáningarfrelsið.Vísir/Vilhelm Gæti verið nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni á þinginu. „Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis,“ sagði hún einnig. Uppræta hatrið með tjáningu Ásta Guðrún tók undir að taka þyrfti umræðu um hvort grípa ætti til einhverra aðgerða. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hæstvirtum velferðarráðherra að við þurfum að ræða það hvort eða hvernig við ætlum að takmarka eina af grunnstoðum lýðræðisins sem er forsenda fyrir því að við getum átt í upplýstum samræðum,“ sagði hún. „Eins og við Píratar höfum oft bent á þá er það að stjórna internetinu eins og að smala köttum og það er ekkert sem er að fara að gerast; hvorki fræðilega séð né í raunveruleikanum. Internetið hagar sér bara þannig að það er ekki hægt að stjórna því eins og maður vill stjórna öllu öðru fólki,“ sagði hún. Ásta sagði að eina vopnið gegn tjáningu sem við viljum ekki að sé á yfirborðinu sé að ræða málin meira. „Uppræta hatursorðræðu með tjáningu,“ sagði hún.
Alþingi Tengdar fréttir Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Sjá meira
Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46