Það getur fátt stöðvað Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en þeir unnu nú í dag 4-0 sigur á Real Sociedad. Leikurinn var einstefna.
Neymar kom Barcelona yfir á 22. mínútu eftir laglegt spil og góða sendingu frá Dani Alves. Luis Suarez tvöfaldaði svo forystuna á 41. mínútu og aftur var Alves að leggja upp markið.
2-0 fyrir Börsungum í hálfleik sem hafa leikið á alls oddi undanfarnar vikur. Neymar var ekki hættur og kom Börsungum í 3-0 á 53. mínútu og Lionel Messi batt endann á veislu Börsunga með fjórða markinu í uppbótartíma.
Barcelona er með 33 stig á toppi deildarinnar, en Atletico Madrid er í öðru sætinu með 26 stig og Real Madrid í því þriðja með 24. Real Sociedad er í fjórtánda sætinu með tólf stig.
Fótbolti