Fréttablaðið stendur við forsíðufrétt gærdagsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 09:40 Kristín Þorsteinsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert í forsíðufrétt blaðsins í gær sem gefi ástæðu til að bera efnisatriði þar til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá henni. Fréttin, sem bar fyrirsögnina „Íbúð í Hlíðunum útbúin til nauðgana,“ vakti mikla athygli en í henni er fjallað um meint kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað í íbúð í Hlíðunum. Um tvö aðskilin mál er að ræða þar sem tveir menn hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Síðdegis í gær sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kom að „sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu.“ Þetta útskýrði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, síðar um daginn og sagði að ekki hafi verið rétt að íbúðin hafi verið „sérútbúin.“ Um þetta segir aðalritstjóri Fréttablaðsins: „Það sem yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur við hana að athuga er, að sagt sé að íbúðin hafi verið „sérútbúin“ eins og lögfræðingurinn orðar það. Hvergi er það orð að finna í frétt okkar, hvorki í gær né í fyrri fréttum um málið. Fréttablaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því, að tól og tæki í íbúðinni hafi verið gerð upptæk. Það sem skiptir máli er, að kærur, sem staðfesta fréttirnar, eru komnar fram.“ Fram kom í viðtali við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmanns, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að hann hefur sent kröfubréf á Kristínu Þorsteinsdóttur fyrir hönd þeirra kærðu í málinu. Þar er gerð krafa um leiðréttingu fréttarinnar og afsökunarbeiðni auk þess sem mennirnir fara hvor um sig fram á 10 milljónir króna í miskabætur. Hlíðamálið Tengdar fréttir Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert í forsíðufrétt blaðsins í gær sem gefi ástæðu til að bera efnisatriði þar til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá henni. Fréttin, sem bar fyrirsögnina „Íbúð í Hlíðunum útbúin til nauðgana,“ vakti mikla athygli en í henni er fjallað um meint kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað í íbúð í Hlíðunum. Um tvö aðskilin mál er að ræða þar sem tveir menn hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Síðdegis í gær sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kom að „sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu.“ Þetta útskýrði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, síðar um daginn og sagði að ekki hafi verið rétt að íbúðin hafi verið „sérútbúin.“ Um þetta segir aðalritstjóri Fréttablaðsins: „Það sem yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur við hana að athuga er, að sagt sé að íbúðin hafi verið „sérútbúin“ eins og lögfræðingurinn orðar það. Hvergi er það orð að finna í frétt okkar, hvorki í gær né í fyrri fréttum um málið. Fréttablaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því, að tól og tæki í íbúðinni hafi verið gerð upptæk. Það sem skiptir máli er, að kærur, sem staðfesta fréttirnar, eru komnar fram.“ Fram kom í viðtali við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmanns, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að hann hefur sent kröfubréf á Kristínu Þorsteinsdóttur fyrir hönd þeirra kærðu í málinu. Þar er gerð krafa um leiðréttingu fréttarinnar og afsökunarbeiðni auk þess sem mennirnir fara hvor um sig fram á 10 milljónir króna í miskabætur.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40
Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31