Land Rover á ræturnar á Islay Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 13:53 Áður en hinn klassíuski Land Rover jeppi varð til tók Spencer Wilks, sem þá var forstjóri Rover, með sér Rover 10 bíl til eyjarinnar Islay og hækkaði bílinn upp svo hann væri fær um að glíma við erfiða færðina á eyjunni. Spencer Wilks átti hús á eyjunni, sem er syðst Hebrides eyja og tilheyrir Skotlandi. Þegar einn nágranna hans á eyjunni sá upphækkaðan Rover-inn kallaði hann bílinn Land Rover. Þá var nafnið komið, en einnig hugmyndin um að smíða bíl sem réði við ófærð sem víða er að finna á afskektari stöðum Bretlandseyja. Þessa hugmynd tók hann með sér á vinnustað sinn og úr varð jeppinn Land Rover. Islay er þekktust í hugum flestra fyrir afbragsgott viskí, tegundir eins og Laphroiag, Ardberg, Bowmore og Caol Ila og seljast þessar afurðir þaðan dýru verði um allan heim. En Islay getur fólk líka minnst sem fæðingarstaðs Land Rover jeppans sem framleiddur hefur verið samfellt í hátt í 70 ár. Afkomendur Spencer Wilks sem enn hafa búsetu á Islay stofnuðu viskíframleiðslufyrirtæki á eyjunni og er það eini viskíframleiðendinn þar sem ræktar allt hráefnið í vískið á eyjunni, maltar kornið, eimar, þroskar og átappar guðveigarnar á eyjunni sjálfri. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent
Áður en hinn klassíuski Land Rover jeppi varð til tók Spencer Wilks, sem þá var forstjóri Rover, með sér Rover 10 bíl til eyjarinnar Islay og hækkaði bílinn upp svo hann væri fær um að glíma við erfiða færðina á eyjunni. Spencer Wilks átti hús á eyjunni, sem er syðst Hebrides eyja og tilheyrir Skotlandi. Þegar einn nágranna hans á eyjunni sá upphækkaðan Rover-inn kallaði hann bílinn Land Rover. Þá var nafnið komið, en einnig hugmyndin um að smíða bíl sem réði við ófærð sem víða er að finna á afskektari stöðum Bretlandseyja. Þessa hugmynd tók hann með sér á vinnustað sinn og úr varð jeppinn Land Rover. Islay er þekktust í hugum flestra fyrir afbragsgott viskí, tegundir eins og Laphroiag, Ardberg, Bowmore og Caol Ila og seljast þessar afurðir þaðan dýru verði um allan heim. En Islay getur fólk líka minnst sem fæðingarstaðs Land Rover jeppans sem framleiddur hefur verið samfellt í hátt í 70 ár. Afkomendur Spencer Wilks sem enn hafa búsetu á Islay stofnuðu viskíframleiðslufyrirtæki á eyjunni og er það eini viskíframleiðendinn þar sem ræktar allt hráefnið í vískið á eyjunni, maltar kornið, eimar, þroskar og átappar guðveigarnar á eyjunni sjálfri.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent