Endurskoða verður lífeyri Björgvin Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Miklar launahækkanir hafa átt sér stað á þessu ári, meiri en um langt skeið. Ríkið reið á vaðið með því að gera háa samninga við framhaldsskólakennara og lækna. Samið var við framhaldsskólakennara um 44% kauphækkun á þremur árum, að meðtalinni viðbótarhækkun, sem fékkst vegna úrskurðar gerðardóms í máli BHM. Og samið var við lækna um 25 til 40 prósenta launahækkun á þremur árum. Með þessum samningum ríkisins var stefnan mörkuð og í kjölfarið fylgdu margir háir samningar. Verkafólk var orðið langþreytt á að bíða eftir kjarabótum og það var viðurkennt í þjóðfélaginu, að ekki væri unnt að lifa af lægstu launum verkamanna. Fyrsta maí síðastliðinn sömdu Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið og VR um 14,5 prósenta hækkun á lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu) strax og að launin skyldu hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum. Það er 40 prósent hækkun lágmarkslauna, úr 214 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund á mánuði. Á eftir fylgdu fjölmargir kjarasamningar og flestir í hærri kantinum. Nú síðast sömdu sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR við ríkið og fengu 30 til 32 prósenta launahækkun á fjórum árum. Einnig var samið um að gera tilraun með styttingu vinnutíma, 36 stunda vinnuviku, án kjaraskerðingar. Athuga á hvort afköst aukast við styttingu vinnutíma.Launaþróun liggur ljós fyrir Samkvæmt lögum á að taka mið af launaþróun, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja er ákveðinn. Á þessu ári hefur launaþróun legið ljós fyrir og einnig hækkun lágmarkslauna. Ei að síður miðaði fjármálaráðuneytið við ÁÆTLUN um hækkun launavísitölu, þegar fjallað var um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja. Þessi áætlun var miklu lægri en raunhækkanir kjarasamninga 1. maí. Kjarasamningar lágu það snemma fyrir, að ekki þurfti að byggja á áætlunum. Með því að margir nýir kjarasamningar hafa bæst við síðan fjármálaráðuneytið gerði tillögu um hækkun lífeyris verður að treysta því, að tillögurnar verði endurskoðaðar og lífeyrir hækkaður til samræmis við raunverulega launaþróun ársins. Einnig tel ég koma til greina að miða við hækkun lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingar). Hækkun lífeyris á að mínu mati að gilda frá 1. maí sl. samanber t.d. síðustu kjarasamninga við SFR ,sjúkraliða og lögreglumenn, sem gilda frá 1. maí 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Miklar launahækkanir hafa átt sér stað á þessu ári, meiri en um langt skeið. Ríkið reið á vaðið með því að gera háa samninga við framhaldsskólakennara og lækna. Samið var við framhaldsskólakennara um 44% kauphækkun á þremur árum, að meðtalinni viðbótarhækkun, sem fékkst vegna úrskurðar gerðardóms í máli BHM. Og samið var við lækna um 25 til 40 prósenta launahækkun á þremur árum. Með þessum samningum ríkisins var stefnan mörkuð og í kjölfarið fylgdu margir háir samningar. Verkafólk var orðið langþreytt á að bíða eftir kjarabótum og það var viðurkennt í þjóðfélaginu, að ekki væri unnt að lifa af lægstu launum verkamanna. Fyrsta maí síðastliðinn sömdu Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið og VR um 14,5 prósenta hækkun á lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu) strax og að launin skyldu hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum. Það er 40 prósent hækkun lágmarkslauna, úr 214 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund á mánuði. Á eftir fylgdu fjölmargir kjarasamningar og flestir í hærri kantinum. Nú síðast sömdu sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR við ríkið og fengu 30 til 32 prósenta launahækkun á fjórum árum. Einnig var samið um að gera tilraun með styttingu vinnutíma, 36 stunda vinnuviku, án kjaraskerðingar. Athuga á hvort afköst aukast við styttingu vinnutíma.Launaþróun liggur ljós fyrir Samkvæmt lögum á að taka mið af launaþróun, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja er ákveðinn. Á þessu ári hefur launaþróun legið ljós fyrir og einnig hækkun lágmarkslauna. Ei að síður miðaði fjármálaráðuneytið við ÁÆTLUN um hækkun launavísitölu, þegar fjallað var um hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja. Þessi áætlun var miklu lægri en raunhækkanir kjarasamninga 1. maí. Kjarasamningar lágu það snemma fyrir, að ekki þurfti að byggja á áætlunum. Með því að margir nýir kjarasamningar hafa bæst við síðan fjármálaráðuneytið gerði tillögu um hækkun lífeyris verður að treysta því, að tillögurnar verði endurskoðaðar og lífeyrir hækkaður til samræmis við raunverulega launaþróun ársins. Einnig tel ég koma til greina að miða við hækkun lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingar). Hækkun lífeyris á að mínu mati að gilda frá 1. maí sl. samanber t.d. síðustu kjarasamninga við SFR ,sjúkraliða og lögreglumenn, sem gilda frá 1. maí 2015.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun