Fylgist með uppgangi öfgahópa á Íslandi 11. nóvember 2015 07:00 Eyrún segir hatursglæpi í miklum mæli hafa beinst gegnt samkynhneigðum og transfólki í Evrópu. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég mun þróa þessa nýju stöðu og vera tengiliður til þeirra hópa í samfélaginu sem hatursglæpir beinast gegn,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir sem tekur við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir áramót og rannsakar hatursglæpi. „Þróunin í Evrópu er skýr, þar hafa þessir glæpir verið teknir föstum tökum og við fylgjum þeirri þróun hér á landi. Við tökum mið af nágrannalöndum okkar,“ segir Eyrún og nefnir sérstaklega starf lögreglunnar í Ósló sem hún hefur kynnt sér vel auk þess sem lögreglan í Stokkhólmi sé vel að sér í málaflokknum.Eyrún Eyþórsdóttir er nýr lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/aðsend„Bara á þessu ári hafa yfir hundrað hatursglæpir verið skráðir í Ósló. Það er engin ástæða til að halda að ástandið sé öðruvísi hér. Það er búið að vera töluvert um ummæli gagnvart samkynhneigðum hér á landi í tengslum við Gay Pride í fyrra og hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og þá er þekkt dæmið þegar moskulóðin var smánuð. Það þarf að rannsaka þess konar athæfi með tilliti til hvort um hatursglæp er að ræða. Eyrún segir fólk eiga almennt að gera sér grein fyrir því þegar það brýtur lög og sumir telji tjáningarfrelsi algilt. „Málið er bara það að það er hægt að takmarka tjáningarfrelsið, það er til dæmis rökstuðningur ríkissaksóknara þegar hann ákveður að fella úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki ummæli sem Samtökin '78 telja hatursummæli. Fólk þarf betur að gera sér grein fyrir að það má ekki segja allt og gera allt gagnvart fólki.“ Hluti af starfinu verður einnig að fylgjast með uppgangi öfgahópa. „Það hafa sprottið upp hópar sem hafa talað sterkt gegn múslimum og öðrum hópum. Það þarf ef til vill að skoða nánar hvort þarna sé eitthvað sem varðar við lög.“ Þeir sem fremja hatursglæpi segir Eyrún vera fólk sem fær útrás fyrir ofbeldishneigð sína með þessum hætti. „Almennt er talað um að gerendur í hatursbrotum sé fólk sem er fullt af hatri og telur fólk, sem er að einhverju leyti ólíkt því sjálfu, ógna sér.“Kristjana Guðbrandsdóttir Hinsegin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
„Ég mun þróa þessa nýju stöðu og vera tengiliður til þeirra hópa í samfélaginu sem hatursglæpir beinast gegn,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir sem tekur við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir áramót og rannsakar hatursglæpi. „Þróunin í Evrópu er skýr, þar hafa þessir glæpir verið teknir föstum tökum og við fylgjum þeirri þróun hér á landi. Við tökum mið af nágrannalöndum okkar,“ segir Eyrún og nefnir sérstaklega starf lögreglunnar í Ósló sem hún hefur kynnt sér vel auk þess sem lögreglan í Stokkhólmi sé vel að sér í málaflokknum.Eyrún Eyþórsdóttir er nýr lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/aðsend„Bara á þessu ári hafa yfir hundrað hatursglæpir verið skráðir í Ósló. Það er engin ástæða til að halda að ástandið sé öðruvísi hér. Það er búið að vera töluvert um ummæli gagnvart samkynhneigðum hér á landi í tengslum við Gay Pride í fyrra og hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og þá er þekkt dæmið þegar moskulóðin var smánuð. Það þarf að rannsaka þess konar athæfi með tilliti til hvort um hatursglæp er að ræða. Eyrún segir fólk eiga almennt að gera sér grein fyrir því þegar það brýtur lög og sumir telji tjáningarfrelsi algilt. „Málið er bara það að það er hægt að takmarka tjáningarfrelsið, það er til dæmis rökstuðningur ríkissaksóknara þegar hann ákveður að fella úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki ummæli sem Samtökin '78 telja hatursummæli. Fólk þarf betur að gera sér grein fyrir að það má ekki segja allt og gera allt gagnvart fólki.“ Hluti af starfinu verður einnig að fylgjast með uppgangi öfgahópa. „Það hafa sprottið upp hópar sem hafa talað sterkt gegn múslimum og öðrum hópum. Það þarf ef til vill að skoða nánar hvort þarna sé eitthvað sem varðar við lög.“ Þeir sem fremja hatursglæpi segir Eyrún vera fólk sem fær útrás fyrir ofbeldishneigð sína með þessum hætti. „Almennt er talað um að gerendur í hatursbrotum sé fólk sem er fullt af hatri og telur fólk, sem er að einhverju leyti ólíkt því sjálfu, ógna sér.“Kristjana Guðbrandsdóttir
Hinsegin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira