Fylgist með uppgangi öfgahópa á Íslandi 11. nóvember 2015 07:00 Eyrún segir hatursglæpi í miklum mæli hafa beinst gegnt samkynhneigðum og transfólki í Evrópu. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég mun þróa þessa nýju stöðu og vera tengiliður til þeirra hópa í samfélaginu sem hatursglæpir beinast gegn,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir sem tekur við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir áramót og rannsakar hatursglæpi. „Þróunin í Evrópu er skýr, þar hafa þessir glæpir verið teknir föstum tökum og við fylgjum þeirri þróun hér á landi. Við tökum mið af nágrannalöndum okkar,“ segir Eyrún og nefnir sérstaklega starf lögreglunnar í Ósló sem hún hefur kynnt sér vel auk þess sem lögreglan í Stokkhólmi sé vel að sér í málaflokknum.Eyrún Eyþórsdóttir er nýr lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/aðsend„Bara á þessu ári hafa yfir hundrað hatursglæpir verið skráðir í Ósló. Það er engin ástæða til að halda að ástandið sé öðruvísi hér. Það er búið að vera töluvert um ummæli gagnvart samkynhneigðum hér á landi í tengslum við Gay Pride í fyrra og hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og þá er þekkt dæmið þegar moskulóðin var smánuð. Það þarf að rannsaka þess konar athæfi með tilliti til hvort um hatursglæp er að ræða. Eyrún segir fólk eiga almennt að gera sér grein fyrir því þegar það brýtur lög og sumir telji tjáningarfrelsi algilt. „Málið er bara það að það er hægt að takmarka tjáningarfrelsið, það er til dæmis rökstuðningur ríkissaksóknara þegar hann ákveður að fella úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki ummæli sem Samtökin '78 telja hatursummæli. Fólk þarf betur að gera sér grein fyrir að það má ekki segja allt og gera allt gagnvart fólki.“ Hluti af starfinu verður einnig að fylgjast með uppgangi öfgahópa. „Það hafa sprottið upp hópar sem hafa talað sterkt gegn múslimum og öðrum hópum. Það þarf ef til vill að skoða nánar hvort þarna sé eitthvað sem varðar við lög.“ Þeir sem fremja hatursglæpi segir Eyrún vera fólk sem fær útrás fyrir ofbeldishneigð sína með þessum hætti. „Almennt er talað um að gerendur í hatursbrotum sé fólk sem er fullt af hatri og telur fólk, sem er að einhverju leyti ólíkt því sjálfu, ógna sér.“Kristjana Guðbrandsdóttir Hinsegin Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira
„Ég mun þróa þessa nýju stöðu og vera tengiliður til þeirra hópa í samfélaginu sem hatursglæpir beinast gegn,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir sem tekur við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir áramót og rannsakar hatursglæpi. „Þróunin í Evrópu er skýr, þar hafa þessir glæpir verið teknir föstum tökum og við fylgjum þeirri þróun hér á landi. Við tökum mið af nágrannalöndum okkar,“ segir Eyrún og nefnir sérstaklega starf lögreglunnar í Ósló sem hún hefur kynnt sér vel auk þess sem lögreglan í Stokkhólmi sé vel að sér í málaflokknum.Eyrún Eyþórsdóttir er nýr lögreglufulltrúi hatursglæpa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/aðsend„Bara á þessu ári hafa yfir hundrað hatursglæpir verið skráðir í Ósló. Það er engin ástæða til að halda að ástandið sé öðruvísi hér. Það er búið að vera töluvert um ummæli gagnvart samkynhneigðum hér á landi í tengslum við Gay Pride í fyrra og hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og þá er þekkt dæmið þegar moskulóðin var smánuð. Það þarf að rannsaka þess konar athæfi með tilliti til hvort um hatursglæp er að ræða. Eyrún segir fólk eiga almennt að gera sér grein fyrir því þegar það brýtur lög og sumir telji tjáningarfrelsi algilt. „Málið er bara það að það er hægt að takmarka tjáningarfrelsið, það er til dæmis rökstuðningur ríkissaksóknara þegar hann ákveður að fella úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki ummæli sem Samtökin '78 telja hatursummæli. Fólk þarf betur að gera sér grein fyrir að það má ekki segja allt og gera allt gagnvart fólki.“ Hluti af starfinu verður einnig að fylgjast með uppgangi öfgahópa. „Það hafa sprottið upp hópar sem hafa talað sterkt gegn múslimum og öðrum hópum. Það þarf ef til vill að skoða nánar hvort þarna sé eitthvað sem varðar við lög.“ Þeir sem fremja hatursglæpi segir Eyrún vera fólk sem fær útrás fyrir ofbeldishneigð sína með þessum hætti. „Almennt er talað um að gerendur í hatursbrotum sé fólk sem er fullt af hatri og telur fólk, sem er að einhverju leyti ólíkt því sjálfu, ógna sér.“Kristjana Guðbrandsdóttir
Hinsegin Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Sjá meira