Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 10:13 Birgir Jakobsson, landlæknir. Vísir/Stefán Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. Þetta kemur fram í umsögn embættis landlæknis um frumvarpið sem skilað var til nefndasviðs Alþingis í gær. Að mati landlæknis er frumvarpið ekki rétt forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu í dag þar sem íslensk heilbrigðisþjónusta á við margvíslegar áskoranir að etja, eins og það er orðað í umsögninni.Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni ótímabær Þá bendir landlæknir á að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð í neinu Norðurlandanna og metur hann það sem svo að sú staðreynd endurspegli flókin læknisfræði-, siðfræði-, og samfélagslegu álitaefni sem staðgöngumæðrun vekur spurningar um. Árið 2013 lagði Geir Gunnlaugsson, þáverandi landlæknir, fram svör embættisins við spurningum frá velferðarráðuneytinu vegna álitaefna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá var niðurstaða embættisins sú að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri ekki tímabær. Segir núverandi landlæknir að sú afstaða embættisins sé óbreytt.Telja frumvarpið fela í sér óbeina mismunun Auk landlæknis hafa Samtökin ´78, Barnaverndarstofa og Óháði söfnuðurinn skilað inn umsögn um frumvarpið. Samtökin ´78 leggjast gegn frumvarpinu í nýverandi mynd þar sem þau telja að frumvarpið feli í sér óbeina mismunun gagnvart hinsegin fólki þar sem kveðið er á um það í frumvarpinu að annað væntanlegra foreldra skuli leggja til kynfrumur. Segir í umsögn samtakanna að sumir hópar í samfélaginu, svo sem hinsegin fólk, hafi verulega takmarkaða eða enga möguleika á að ættleiða börn. Þá séu þessir hópar jafnframt líklegri en aðrir til að geta ekki lagt fram kynfrumur og benda samtökin sérstaklega á stöðu transfólks sem farið hefur í gegnum kynleiðréttingarferli. Það ferli útilokar gjarnan barneignir og framleiðslu á kynfrumum. Alþingi Hinsegin Tengdar fréttir Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. Þetta kemur fram í umsögn embættis landlæknis um frumvarpið sem skilað var til nefndasviðs Alþingis í gær. Að mati landlæknis er frumvarpið ekki rétt forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu í dag þar sem íslensk heilbrigðisþjónusta á við margvíslegar áskoranir að etja, eins og það er orðað í umsögninni.Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni ótímabær Þá bendir landlæknir á að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð í neinu Norðurlandanna og metur hann það sem svo að sú staðreynd endurspegli flókin læknisfræði-, siðfræði-, og samfélagslegu álitaefni sem staðgöngumæðrun vekur spurningar um. Árið 2013 lagði Geir Gunnlaugsson, þáverandi landlæknir, fram svör embættisins við spurningum frá velferðarráðuneytinu vegna álitaefna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá var niðurstaða embættisins sú að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri ekki tímabær. Segir núverandi landlæknir að sú afstaða embættisins sé óbreytt.Telja frumvarpið fela í sér óbeina mismunun Auk landlæknis hafa Samtökin ´78, Barnaverndarstofa og Óháði söfnuðurinn skilað inn umsögn um frumvarpið. Samtökin ´78 leggjast gegn frumvarpinu í nýverandi mynd þar sem þau telja að frumvarpið feli í sér óbeina mismunun gagnvart hinsegin fólki þar sem kveðið er á um það í frumvarpinu að annað væntanlegra foreldra skuli leggja til kynfrumur. Segir í umsögn samtakanna að sumir hópar í samfélaginu, svo sem hinsegin fólk, hafi verulega takmarkaða eða enga möguleika á að ættleiða börn. Þá séu þessir hópar jafnframt líklegri en aðrir til að geta ekki lagt fram kynfrumur og benda samtökin sérstaklega á stöðu transfólks sem farið hefur í gegnum kynleiðréttingarferli. Það ferli útilokar gjarnan barneignir og framleiðslu á kynfrumum.
Alþingi Hinsegin Tengdar fréttir Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30
Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?