„Standing ovation“ á sinfó 22. okt. 2015 Þór Rögnvaldsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndilega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abduraimovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygileg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu.Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlkunina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tónleikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálfsprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovation“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem viðbrögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslenskum listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum framlag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitastjóranum, miklu frekar en einleikaranum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta framlag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Rögnvaldsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndilega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abduraimovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygileg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu.Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlkunina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tónleikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálfsprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovation“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem viðbrögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslenskum listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum framlag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitastjóranum, miklu frekar en einleikaranum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta framlag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun