Rétt rúmlega tólf karata demantur sem ber nafnið „Blár máni“ var seldur fyrir metfé á uppboði Sothebys‘s í Genf í dag. Demanturinn var seldur á 43 milljónir dala, eða rúmlega fimm og hálfan milljarð króna.
Samkvæmt AFP fréttaveitunni er það hæsta verð á hvert karat, sem demantur að þessari tegund hefur verið seldur á. Sérfræðingar segja demantinn vera gallalausan og virði hans hefur verið metið á bilinu 35 til 55 milljónir dala.
Demantur seldist fyrir metfé
