Varadekksleysi skilur ökumenn eftir í vanda Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 10:05 Skipt um dekk þar sem til allra heilla var varadekk til staðar. Autoblog Þeim fer fjölgandi nýju bílunum sem ekki eru með varadekk í skottinu. Ástæðan er sú að bílframleiðendur leita allra leiða til að létta bíla sína til að hlýta sífellt strangari reglum um litla mengun bíla þeirra og einfaldasta leiðin til þess er að létta þá, þó það komi til óhagræðis fyrir ökumenn. Meira en þriðjungur nýrra bílgerða er án varadekks, eða 36% þeirra. AAA bifreiðasamtökin í Bandaríkjunum hafa ákallað bílframleiðendur að útbúa bíla sína áfram varadekkjum þar sem sprungnir hjólbarðar heyri alls ekki sögunni til og vandmál þeim tengdum séu til mikils óhagræðis. Því miður stefnir þó allt í það að nýjum bílgerðum fari fjölgandi án varadekkja. Í sumum bílgerðum má þó velja um þann kost að vera með varadekk eða ekki. Sú þyngd sem bílframleiðendur geta lækkað með því að vera með viðgerðarbúnað í stað varadekks er að meðaltali 14 kíló. Kostnaður bíleigenda við sprungið dekk á bíl sem er með viðgerðarsetti getur verið upp undir 10 sinnum meiri en ef varadekk er til staðar. Auk þess sem viðgerðarsettin duga aðeins til viðgerða til fjögurra til átta viðgerða og þá þarf að skipta um búnað með tilheyrandi kostnaði. Þess utan virka viðgerðarsettin ekki ef skemmd dekksins er á hliðum þeirra eða skemmdin er svo stór að viðgerðarsettið dugar ekki til. Eitt óhagræðið enn er fólgið í því að með fjölgun viðgerðarbúnaðs kunna ökumenn ekki lengur að skipta um dekk. Fólk á aldrinu 35 til 54 ára kunna í 90% tilfella að skipta um dekk en fólk á aldrinum 18 til 34 ára aðeins í 78% tilfella og aðeins í 68% tilfella meðal kvenfólks. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent
Þeim fer fjölgandi nýju bílunum sem ekki eru með varadekk í skottinu. Ástæðan er sú að bílframleiðendur leita allra leiða til að létta bíla sína til að hlýta sífellt strangari reglum um litla mengun bíla þeirra og einfaldasta leiðin til þess er að létta þá, þó það komi til óhagræðis fyrir ökumenn. Meira en þriðjungur nýrra bílgerða er án varadekks, eða 36% þeirra. AAA bifreiðasamtökin í Bandaríkjunum hafa ákallað bílframleiðendur að útbúa bíla sína áfram varadekkjum þar sem sprungnir hjólbarðar heyri alls ekki sögunni til og vandmál þeim tengdum séu til mikils óhagræðis. Því miður stefnir þó allt í það að nýjum bílgerðum fari fjölgandi án varadekkja. Í sumum bílgerðum má þó velja um þann kost að vera með varadekk eða ekki. Sú þyngd sem bílframleiðendur geta lækkað með því að vera með viðgerðarbúnað í stað varadekks er að meðaltali 14 kíló. Kostnaður bíleigenda við sprungið dekk á bíl sem er með viðgerðarsetti getur verið upp undir 10 sinnum meiri en ef varadekk er til staðar. Auk þess sem viðgerðarsettin duga aðeins til viðgerða til fjögurra til átta viðgerða og þá þarf að skipta um búnað með tilheyrandi kostnaði. Þess utan virka viðgerðarsettin ekki ef skemmd dekksins er á hliðum þeirra eða skemmdin er svo stór að viðgerðarsettið dugar ekki til. Eitt óhagræðið enn er fólgið í því að með fjölgun viðgerðarbúnaðs kunna ökumenn ekki lengur að skipta um dekk. Fólk á aldrinu 35 til 54 ára kunna í 90% tilfella að skipta um dekk en fólk á aldrinum 18 til 34 ára aðeins í 78% tilfella og aðeins í 68% tilfella meðal kvenfólks.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent