Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 10:57 Aron Einar Gunnarsson vill vinna leikinn á morgun. vísir/andri marinó „Okkar takmark er að vinna leikinn á morgun þó þetta sé vináttuleikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á blaðamannafundi í Varsjá í dag. Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik á Þjóðarleikvangi Pólverja annað kvöld, en pólska liðið er komið á EM í Frakklandi líkt og okkar menn. Hann vildi ekki svara beint hvort liðið er betra. „Þó þetta sé vináttuleikur viltu alltaf ganga stoltur frá borði. Þetta verður erfiður leikur en við viljum koma á góðum skriði inn á EM. Það er gott að halda í sigurtilfinninguna og vonandi heldur það áfram. Hvort liðið er betra kemur svo í ljós á morgun,“ sagði Aron Einar.Förum ekki bara til að njóta Aron Einar segir íslenska fara fullt sjálfstrausts til Frakklands á næsta ári þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki og eiga í hættu að lenda í mjög erfiðum riðli. „Allir leikirnir verða erfiðir á EM því þarna eru bara góð lið og frábær lið í efsta styrkleikaflokki. Það skiptir engu hvaða liði við mætum. Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og berjumst fyrir hvern annan. Það er það sem við gerum,“ sagði Aron Einar sem tekur undir með Lars Lagerbäck að Ísland er ekki að fara til Frakklands bara til að vera með. „Við ætlum ekki bara að fara þangað og njóta heldur vonandi komast upp úr riðli. Vonandi komumst við bara eins langt og hægt er.“ „Það eru allir sammála um að við erum ekki besta lið heims en við getum verið skipulagðir og barist fyrir hvorn annan. Það hefur skilað okkur þetta langt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.Sigurinn í Amsterdam stærstur Íslenska liðið vann flotta sigra á stórþjóðum eins og Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi í undankeppninni. Það vann Holland meira að segja tvisvar sinnum án þess að fá á sig mark. Aðspurður hver sigranna var stærstur sagði fyrirliðinn það hljóta að vera þegar strákarnir felldu Holland á þeirra eigin heimavelli í Amsterdam. „Fyrsti leikurinn gegn Tyrklandi var frábærlega spilaður að okkar hálfu og setti tóninn. Hann fékk alla þjóðina með okkur og þar bjuggum við til eitthvað sem fólkið gat stutt okkur í,“ sagði Aron Einar. „Stærstu úrslitin hljóta samt að vera að vinna Holland úti. Það kom mest á óvart. Það var frábær tilfinning að vinna Holland,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Sjá meira
„Okkar takmark er að vinna leikinn á morgun þó þetta sé vináttuleikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á blaðamannafundi í Varsjá í dag. Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik á Þjóðarleikvangi Pólverja annað kvöld, en pólska liðið er komið á EM í Frakklandi líkt og okkar menn. Hann vildi ekki svara beint hvort liðið er betra. „Þó þetta sé vináttuleikur viltu alltaf ganga stoltur frá borði. Þetta verður erfiður leikur en við viljum koma á góðum skriði inn á EM. Það er gott að halda í sigurtilfinninguna og vonandi heldur það áfram. Hvort liðið er betra kemur svo í ljós á morgun,“ sagði Aron Einar.Förum ekki bara til að njóta Aron Einar segir íslenska fara fullt sjálfstrausts til Frakklands á næsta ári þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki og eiga í hættu að lenda í mjög erfiðum riðli. „Allir leikirnir verða erfiðir á EM því þarna eru bara góð lið og frábær lið í efsta styrkleikaflokki. Það skiptir engu hvaða liði við mætum. Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og berjumst fyrir hvern annan. Það er það sem við gerum,“ sagði Aron Einar sem tekur undir með Lars Lagerbäck að Ísland er ekki að fara til Frakklands bara til að vera með. „Við ætlum ekki bara að fara þangað og njóta heldur vonandi komast upp úr riðli. Vonandi komumst við bara eins langt og hægt er.“ „Það eru allir sammála um að við erum ekki besta lið heims en við getum verið skipulagðir og barist fyrir hvorn annan. Það hefur skilað okkur þetta langt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.Sigurinn í Amsterdam stærstur Íslenska liðið vann flotta sigra á stórþjóðum eins og Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi í undankeppninni. Það vann Holland meira að segja tvisvar sinnum án þess að fá á sig mark. Aðspurður hver sigranna var stærstur sagði fyrirliðinn það hljóta að vera þegar strákarnir felldu Holland á þeirra eigin heimavelli í Amsterdam. „Fyrsti leikurinn gegn Tyrklandi var frábærlega spilaður að okkar hálfu og setti tóninn. Hann fékk alla þjóðina með okkur og þar bjuggum við til eitthvað sem fólkið gat stutt okkur í,“ sagði Aron Einar. „Stærstu úrslitin hljóta samt að vera að vinna Holland úti. Það kom mest á óvart. Það var frábær tilfinning að vinna Holland,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Sjá meira