Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 10:45 Lars Lagerbäck er með strákana okkar í Varsjá. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Varsjá í dag, en strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik á morgun. Pólsku blaðamennina langaði að vita hvernig svona lítil þjóð eins og Ísland væri komin á EM. Spurning sem margir eru að spyrja sig í fótboltaheiminum. „Við erum með góða leikmenn,“ svaraði Lars. „Þetta er tiltölulega ungt lið en aðal ástæðan fyrir árangrinum er að við erum með góða leikmenn sem eru með góðan karakter. Það er auðvelt að vinna með þeim. Fyrir utan fyrirliðann. Hann er stundum til vandræða,“ sagði Lars og hló, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sat við hlið hans á fundinum.Ætlum að ná úrslitum í Frakklandi Svíinn segir Ísland ekki óttast neitt lið og ætlar sér að ná úrslitum á EM í Frakklandi þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. „Ef þið horfið bara á úrslitin sem liðið hefur náð þá höfum við sýnt að við getum mætt hvaða liði sem er þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki,“ sagði Lars. „Við erum ekki að fara á EM til að öðlast einhverja reynslu. Við förum til Frakklands til að vinna fótboltaleiki. Við erum ný þjóð þarna inni með enga reynslu af stórmótum en ég veit að þetta lið getur náð úrslitum. Okkar markmið verður að vinna leiki,“ sagði Lars.Held mig við staðreyndir Lars var spurður út í sigurhefðina, en Robert Lewandowski, stjörnuframherji pólska liðsins, hefur lagt áherslu á að Pólland vinni leikinn á morgun og haldi áfram á sigurbraut. „Það er auðvitað mikilvægt að halda í sigurhefðina,“ sagði Lars. „Mér finnst fótbolti samt snúast stundum of mikið um tilfinningar, von og trú.“ „Ég vil halda mig við staðreyndir. Okkar strákar hafa sýnt að þeir geta mætt hvaða liði sem er og það er mikilvægt fyrir þá að vita. Þetta eru staðreyndir sem við byggjum á,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Varsjá í dag, en strákarnir okkar mæta Pólverjum í vináttulandsleik á morgun. Pólsku blaðamennina langaði að vita hvernig svona lítil þjóð eins og Ísland væri komin á EM. Spurning sem margir eru að spyrja sig í fótboltaheiminum. „Við erum með góða leikmenn,“ svaraði Lars. „Þetta er tiltölulega ungt lið en aðal ástæðan fyrir árangrinum er að við erum með góða leikmenn sem eru með góðan karakter. Það er auðvelt að vinna með þeim. Fyrir utan fyrirliðann. Hann er stundum til vandræða,“ sagði Lars og hló, en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, sat við hlið hans á fundinum.Ætlum að ná úrslitum í Frakklandi Svíinn segir Ísland ekki óttast neitt lið og ætlar sér að ná úrslitum á EM í Frakklandi þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki þegar dregið verður. „Ef þið horfið bara á úrslitin sem liðið hefur náð þá höfum við sýnt að við getum mætt hvaða liði sem er þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki,“ sagði Lars. „Við erum ekki að fara á EM til að öðlast einhverja reynslu. Við förum til Frakklands til að vinna fótboltaleiki. Við erum ný þjóð þarna inni með enga reynslu af stórmótum en ég veit að þetta lið getur náð úrslitum. Okkar markmið verður að vinna leiki,“ sagði Lars.Held mig við staðreyndir Lars var spurður út í sigurhefðina, en Robert Lewandowski, stjörnuframherji pólska liðsins, hefur lagt áherslu á að Pólland vinni leikinn á morgun og haldi áfram á sigurbraut. „Það er auðvitað mikilvægt að halda í sigurhefðina,“ sagði Lars. „Mér finnst fótbolti samt snúast stundum of mikið um tilfinningar, von og trú.“ „Ég vil halda mig við staðreyndir. Okkar strákar hafa sýnt að þeir geta mætt hvaða liði sem er og það er mikilvægt fyrir þá að vita. Þetta eru staðreyndir sem við byggjum á,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira