Ráðherra telur erfiða stöðu á húsnæðismarkaði ekki endilega ástæðuna fyrir landflótta ungs fólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 11:29 Eygló Harðardóttir Vísir/Ernir Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, telur ekki að húsnæðismálin séu endilega ástæða þess að ungt og menntað fólk flýr Ísland og flytur til útlanda. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um slæma stöðu á húsnæðismarkaði. Erfitt er fyrir ungt fólk að fjárfesta í húsnæði þar sem fáir eiga nokkrar milljónir fyrir útborgun í íbúð. Sú staða fléttast saman við stöðuna á leigumarkaði þar sem leiguverð er afar hátt og framboðið mun minna en eftirspurn. Ástandið endurspeglast meðal annars í því að 25 prósent Íslendinga á þrítugsaldri býr enn hjá foreldrum sínum.Húsnæðisfrumvörp haustþingsins ekki verið lögð fram Húsnæðismálaráðherra hefur boðað sex húsnæðisfrumvörp á yfirstandandi haustþingi og spurði Steingrímu J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, út í frumvörpin þar sem ekkert þeirra hefur verið lagt fram á þingi. Sagði hann ekki nóg að halda fjölskipaða ráðherrafundi út í bæ ef ekkert gerðist svo í málaflokknum. Spurði hann hvort ráðherrann teldi eina ástæðuna fyrir landflótta ungs fólks vera vegna þess að „húsnæðismálin eru í þvílíkum ólestri,“ eins og Steingrímur orðaði það. Þá innti hann Eygló eftir því hvort ágreiningur væri um frumvörpin eða hvort hún hefði einfaldlega gefist upp á málinu. Eygló sagði að unnið væri hörðum höndum að því að klára frumvörpin en lykilatriði vær að ná sátt um þau. Hún sagði víðtækt samráð felast í vinnunni við þau en aðilar vinnumarkaðarins og sveitarfélögin koma meðal annars að henni.Húsnæðismarkaðurinn verri í öðrum löndum að mati ráðherra Hvað varðaði svo spurninguna um hvort að brottflutningar ungs fólks tengdist húsnæðismálum sagði ráðherrann á að staðan á húsnæðismarkaði á Norðurlöndunum og Bretlandi væri á mörgum stöðum verri en hér á landi. „Þannig að ég held að við verðum að horfa til einhverra annarra þátta en húsnæðismála hvað það varðar. Síðan vil ég líka benda á að menn hafa rætt um áhyggjur vegna möguleika ungs fólks á að taka lán. Það tengist að vísu náttúrulega neytendalánalöggjöfinni sem háttvirtur þingmaður stóð að og talaði fyrir á sínum tíma sem hefti mjög möguleika fólks á að fá lán.“ Alþingi Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Stærri íbúðir eru að detta úr tísku Eftirspurn eftir minni íbúðum hefur aukist töluvert og er fermetraverð þeirra orðið 50 prósentum hærra en stærra húsnæðis. 9. nóvember 2015 09:00 „Íslensk heimili í alþjóðlegum samanburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu“ Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. 30. október 2015 12:00 Telur GAMMA-sjóði hafa jákvæð áhrif á leigumarkaðinn Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur að sjóðir á borð við GAMMA hafi ýtt undir fasteignaverð en stutt við leigumarkaðinn. 28. október 2015 12:09 Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. 21. október 2015 18:45 Fólk með lágar tekjur líklegra til að búa í leiguhúsnæði 7,9 prósent 25-34 ára bjuggu í skuldlausu eigin húsnæði árið 2014. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, telur ekki að húsnæðismálin séu endilega ástæða þess að ungt og menntað fólk flýr Ísland og flytur til útlanda. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um slæma stöðu á húsnæðismarkaði. Erfitt er fyrir ungt fólk að fjárfesta í húsnæði þar sem fáir eiga nokkrar milljónir fyrir útborgun í íbúð. Sú staða fléttast saman við stöðuna á leigumarkaði þar sem leiguverð er afar hátt og framboðið mun minna en eftirspurn. Ástandið endurspeglast meðal annars í því að 25 prósent Íslendinga á þrítugsaldri býr enn hjá foreldrum sínum.Húsnæðisfrumvörp haustþingsins ekki verið lögð fram Húsnæðismálaráðherra hefur boðað sex húsnæðisfrumvörp á yfirstandandi haustþingi og spurði Steingrímu J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, út í frumvörpin þar sem ekkert þeirra hefur verið lagt fram á þingi. Sagði hann ekki nóg að halda fjölskipaða ráðherrafundi út í bæ ef ekkert gerðist svo í málaflokknum. Spurði hann hvort ráðherrann teldi eina ástæðuna fyrir landflótta ungs fólks vera vegna þess að „húsnæðismálin eru í þvílíkum ólestri,“ eins og Steingrímur orðaði það. Þá innti hann Eygló eftir því hvort ágreiningur væri um frumvörpin eða hvort hún hefði einfaldlega gefist upp á málinu. Eygló sagði að unnið væri hörðum höndum að því að klára frumvörpin en lykilatriði vær að ná sátt um þau. Hún sagði víðtækt samráð felast í vinnunni við þau en aðilar vinnumarkaðarins og sveitarfélögin koma meðal annars að henni.Húsnæðismarkaðurinn verri í öðrum löndum að mati ráðherra Hvað varðaði svo spurninguna um hvort að brottflutningar ungs fólks tengdist húsnæðismálum sagði ráðherrann á að staðan á húsnæðismarkaði á Norðurlöndunum og Bretlandi væri á mörgum stöðum verri en hér á landi. „Þannig að ég held að við verðum að horfa til einhverra annarra þátta en húsnæðismála hvað það varðar. Síðan vil ég líka benda á að menn hafa rætt um áhyggjur vegna möguleika ungs fólks á að taka lán. Það tengist að vísu náttúrulega neytendalánalöggjöfinni sem háttvirtur þingmaður stóð að og talaði fyrir á sínum tíma sem hefti mjög möguleika fólks á að fá lán.“
Alþingi Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Stærri íbúðir eru að detta úr tísku Eftirspurn eftir minni íbúðum hefur aukist töluvert og er fermetraverð þeirra orðið 50 prósentum hærra en stærra húsnæðis. 9. nóvember 2015 09:00 „Íslensk heimili í alþjóðlegum samanburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu“ Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. 30. október 2015 12:00 Telur GAMMA-sjóði hafa jákvæð áhrif á leigumarkaðinn Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur að sjóðir á borð við GAMMA hafi ýtt undir fasteignaverð en stutt við leigumarkaðinn. 28. október 2015 12:09 Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. 21. október 2015 18:45 Fólk með lágar tekjur líklegra til að búa í leiguhúsnæði 7,9 prósent 25-34 ára bjuggu í skuldlausu eigin húsnæði árið 2014. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00
Stærri íbúðir eru að detta úr tísku Eftirspurn eftir minni íbúðum hefur aukist töluvert og er fermetraverð þeirra orðið 50 prósentum hærra en stærra húsnæðis. 9. nóvember 2015 09:00
„Íslensk heimili í alþjóðlegum samanburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu“ Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. 30. október 2015 12:00
Telur GAMMA-sjóði hafa jákvæð áhrif á leigumarkaðinn Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur að sjóðir á borð við GAMMA hafi ýtt undir fasteignaverð en stutt við leigumarkaðinn. 28. október 2015 12:09
Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. 21. október 2015 18:45
Fólk með lágar tekjur líklegra til að búa í leiguhúsnæði 7,9 prósent 25-34 ára bjuggu í skuldlausu eigin húsnæði árið 2014. 9. nóvember 2015 11:03