Það er vesen að nota krónu Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Vaxandi áhyggjur eru af hve hagþróuninni svipar til þróunarinnar á fyrirhrunsárunum. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, náði ágætlega utan um þetta í fyrirspurn til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í fyrradag. Guðmundur vísaði til mikillar fjárfestingar í stóriðju og ferðaþjónustu, vaxtandi vaxtamunarviðskipta og skattalækkana, auk launaskriðs, aukinnar neyslu og frétta af roksölu nýrra bíla. „Og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði hann. Og áhyggjurnar plaga fleiri en þingmenn stjórnarandstöðu. Í grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar skrifar Gylfi Zoëga, hagfræðingur sem situr í peningastefnunefnd Seðlabankans, grein um minnkandi bit vaxta bankans eftir því sem vaxtamunur við útlönd aukist og innflæði erlends fjármagns um leið. Peningar sem hingað komi vegna vaxtamunarviðskipta séu líka sérlega varasamir því fjárfestar sem að innflæðinu standi geti hvenær sem er ákveðið að flytja fjármagnið aftur úr landi, sem ylli þá gengisveikingu og aukinni verðbólgu. „Hér eru á ferð aðilar sem eru vinir á góðum og fallegum sumardegi en hverfa sem dögg fyrir sólu þegar þeir sjá betri fjárfestingarkosti annars staðar,“ segir hann. Ólíkt því sem gerst hafi á árunum 2003 til 2008 þá hafi bankinn nú keypt mikið af því flæði gjaldeyris sem hingað hafi streymt frá árinu 2013. Þetta sé þó verulega kostnaðarsamt. Hann bendir á að vaxtaútgjöld hins opinbera af 200 milljarða gjaldeyriskaupum þessa árs séu 11 milljarðar króna. Þarna verði ekki aukið við. Og þrátt fyrir kaupin hafi ekki tekist að halda raungengi krónunnar niðri síðustu mánuði. Við bætist svo fyrirséð verðbólguáhrif kjarasamninga þegar hlutfallslegur innlendur kostnaður eykst. Gylfi bendir á að við þessar aðstæður liggi beint við að bregðast við innflæði fjármagns með skattlagningu í einhverju formi. „Ekki er búið að hanna slíka skatta eða tæki þótt það standi til. Enn er alls óvíst hvort þau tæki muni hafa tilætluð áhrif, það er að gera sjálfstæða peningastefnu mögulega án beinna fjármagnshafta,“ segir hann líka og því óhætt að segja að hér sé framtíðarþróun efnahagsmála nokkurri óvissu háð. Þá hafi líka verið bent á aðrar leiðir, svo sem að gera fjárfestum að leggja hluta af af fjárfestingarfjárhæð inn á vaxtalausan reikning í Seðlabankanum, einhvers konar bindiskylduleið. Skammur tími sé til stefnu að móta stýritæki sem þetta. En Seðlabankinn hefur víst kynnt stjórnvöldum tillögur sínar og upplýst að von sé á útfærslu á næstu mánuðum. Þar mætti slá í klárinn, þó ekki væri nema til að leiða í ljós enn eina hlið vandræðagangsins við að halda hér úti minnstu sjálfstæðu mynt í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun
Vaxandi áhyggjur eru af hve hagþróuninni svipar til þróunarinnar á fyrirhrunsárunum. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, náði ágætlega utan um þetta í fyrirspurn til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í fyrradag. Guðmundur vísaði til mikillar fjárfestingar í stóriðju og ferðaþjónustu, vaxtandi vaxtamunarviðskipta og skattalækkana, auk launaskriðs, aukinnar neyslu og frétta af roksölu nýrra bíla. „Og við erum að fara að selja þrjá banka og ríkissjóður er um það bil að fara að fyllast af peningum,“ sagði hann. Og áhyggjurnar plaga fleiri en þingmenn stjórnarandstöðu. Í grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar skrifar Gylfi Zoëga, hagfræðingur sem situr í peningastefnunefnd Seðlabankans, grein um minnkandi bit vaxta bankans eftir því sem vaxtamunur við útlönd aukist og innflæði erlends fjármagns um leið. Peningar sem hingað komi vegna vaxtamunarviðskipta séu líka sérlega varasamir því fjárfestar sem að innflæðinu standi geti hvenær sem er ákveðið að flytja fjármagnið aftur úr landi, sem ylli þá gengisveikingu og aukinni verðbólgu. „Hér eru á ferð aðilar sem eru vinir á góðum og fallegum sumardegi en hverfa sem dögg fyrir sólu þegar þeir sjá betri fjárfestingarkosti annars staðar,“ segir hann. Ólíkt því sem gerst hafi á árunum 2003 til 2008 þá hafi bankinn nú keypt mikið af því flæði gjaldeyris sem hingað hafi streymt frá árinu 2013. Þetta sé þó verulega kostnaðarsamt. Hann bendir á að vaxtaútgjöld hins opinbera af 200 milljarða gjaldeyriskaupum þessa árs séu 11 milljarðar króna. Þarna verði ekki aukið við. Og þrátt fyrir kaupin hafi ekki tekist að halda raungengi krónunnar niðri síðustu mánuði. Við bætist svo fyrirséð verðbólguáhrif kjarasamninga þegar hlutfallslegur innlendur kostnaður eykst. Gylfi bendir á að við þessar aðstæður liggi beint við að bregðast við innflæði fjármagns með skattlagningu í einhverju formi. „Ekki er búið að hanna slíka skatta eða tæki þótt það standi til. Enn er alls óvíst hvort þau tæki muni hafa tilætluð áhrif, það er að gera sjálfstæða peningastefnu mögulega án beinna fjármagnshafta,“ segir hann líka og því óhætt að segja að hér sé framtíðarþróun efnahagsmála nokkurri óvissu háð. Þá hafi líka verið bent á aðrar leiðir, svo sem að gera fjárfestum að leggja hluta af af fjárfestingarfjárhæð inn á vaxtalausan reikning í Seðlabankanum, einhvers konar bindiskylduleið. Skammur tími sé til stefnu að móta stýritæki sem þetta. En Seðlabankinn hefur víst kynnt stjórnvöldum tillögur sínar og upplýst að von sé á útfærslu á næstu mánuðum. Þar mætti slá í klárinn, þó ekki væri nema til að leiða í ljós enn eina hlið vandræðagangsins við að halda hér úti minnstu sjálfstæðu mynt í heimi.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun