Skákheimurinn horfir til Íslands á ný Svavar Hávarðsson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 133 stórmeistarar mæta til leiks í Laugardalshöll. Sterkasta skákmót ársins í heiminum hefst í Laugardalshöll í dag. Þá setjast að tafli skáksveitir 35 landa til að berjast um Evrópumeistaratign landsliða. Í hópi skákmeistara eru tíu af tuttugu sterkustu skákmeisturum heims með norska heimsmeistarann Magnus Carlsen í fararbroddi. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sem átti hugmyndina að því að koma með þennan stórviðburð til Íslands, segir að óumdeilanlegt sé að EM landsliða sé stærsti skákviðburður á Íslandi allt frá því að Bobby Fischer og Boris Spasskí tefldu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Undirbúningur hefur staðið síðustu fjögur ár enda er umfang mótsins gríðarlegt, en erlendir gestir eru um 500 talsins. „Fólk má eiga von á þvílíkri veislu og spennu í Höllinni,“ lofar Gunnar en auk Skáksambands Íslands stendur að Evrópumótinu Skáksamband Evrópu, með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar auk fjölda stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki en af 178 keppendum eru 133 stórmeistarar mættir til leiks. Í kvennaflokki senda þrjátíu lönd sín lið þar sem þrettán stórmeistarar eru meðal 146 keppenda. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd – landslið karla og kvenna auk „gullaldarliðsins“ sem skipað er hjörð sjóaðra stórmeistara, eða þeim Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturssyni og Friðriki Ólafssyni. Þeir náðu 5. sæti á Ólympíuskákmótinu 1986, sem er besti árangur sem íslenskt skáklandslið hefur náð. Skákskríbentar erlendir telja Rússa sigurstranglegasta í opnum flokki enda með sterkasta liðið á pappírnum. Ríkjandi Evrópumeistarar Asera munu þó hafa eitthvað um það að segja enda hafa þeir hampað titlinum í tveimur af þremur síðustu Evrópumótum þvert á líkur. Lið Úkraínu er þá einnig ægisterkt, sem jafnframt verður sagt um sveit Frakka, Englendinga og Armena. Í kvennaflokki eru þrjú lið í sérflokki - sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu. Erfitt er að meta hvað telja má ásættanlegan árangur fyrir íslensku liðin. Viðmælendur Fréttablaðsins nefna að fyrir karlaliðið megi lokasæti um miðjan hóp teljast ásættanlegur árangur – kvennaliðið er spurningarmerki. En um það eru menn sammála að ef skákgyðjan leiðir saman gullaldarliðið og íslenska karlaliðið þá muni höllin víbra af spennu, enda tap óhugsandi fyrir báðar sveitir. Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sterkasta skákmót ársins í heiminum hefst í Laugardalshöll í dag. Þá setjast að tafli skáksveitir 35 landa til að berjast um Evrópumeistaratign landsliða. Í hópi skákmeistara eru tíu af tuttugu sterkustu skákmeisturum heims með norska heimsmeistarann Magnus Carlsen í fararbroddi. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sem átti hugmyndina að því að koma með þennan stórviðburð til Íslands, segir að óumdeilanlegt sé að EM landsliða sé stærsti skákviðburður á Íslandi allt frá því að Bobby Fischer og Boris Spasskí tefldu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Undirbúningur hefur staðið síðustu fjögur ár enda er umfang mótsins gríðarlegt, en erlendir gestir eru um 500 talsins. „Fólk má eiga von á þvílíkri veislu og spennu í Höllinni,“ lofar Gunnar en auk Skáksambands Íslands stendur að Evrópumótinu Skáksamband Evrópu, með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar auk fjölda stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki en af 178 keppendum eru 133 stórmeistarar mættir til leiks. Í kvennaflokki senda þrjátíu lönd sín lið þar sem þrettán stórmeistarar eru meðal 146 keppenda. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd – landslið karla og kvenna auk „gullaldarliðsins“ sem skipað er hjörð sjóaðra stórmeistara, eða þeim Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturssyni og Friðriki Ólafssyni. Þeir náðu 5. sæti á Ólympíuskákmótinu 1986, sem er besti árangur sem íslenskt skáklandslið hefur náð. Skákskríbentar erlendir telja Rússa sigurstranglegasta í opnum flokki enda með sterkasta liðið á pappírnum. Ríkjandi Evrópumeistarar Asera munu þó hafa eitthvað um það að segja enda hafa þeir hampað titlinum í tveimur af þremur síðustu Evrópumótum þvert á líkur. Lið Úkraínu er þá einnig ægisterkt, sem jafnframt verður sagt um sveit Frakka, Englendinga og Armena. Í kvennaflokki eru þrjú lið í sérflokki - sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu. Erfitt er að meta hvað telja má ásættanlegan árangur fyrir íslensku liðin. Viðmælendur Fréttablaðsins nefna að fyrir karlaliðið megi lokasæti um miðjan hóp teljast ásættanlegur árangur – kvennaliðið er spurningarmerki. En um það eru menn sammála að ef skákgyðjan leiðir saman gullaldarliðið og íslenska karlaliðið þá muni höllin víbra af spennu, enda tap óhugsandi fyrir báðar sveitir.
Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira