Skákheimurinn horfir til Íslands á ný Svavar Hávarðsson skrifar 13. nóvember 2015 07:00 133 stórmeistarar mæta til leiks í Laugardalshöll. Sterkasta skákmót ársins í heiminum hefst í Laugardalshöll í dag. Þá setjast að tafli skáksveitir 35 landa til að berjast um Evrópumeistaratign landsliða. Í hópi skákmeistara eru tíu af tuttugu sterkustu skákmeisturum heims með norska heimsmeistarann Magnus Carlsen í fararbroddi. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sem átti hugmyndina að því að koma með þennan stórviðburð til Íslands, segir að óumdeilanlegt sé að EM landsliða sé stærsti skákviðburður á Íslandi allt frá því að Bobby Fischer og Boris Spasskí tefldu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Undirbúningur hefur staðið síðustu fjögur ár enda er umfang mótsins gríðarlegt, en erlendir gestir eru um 500 talsins. „Fólk má eiga von á þvílíkri veislu og spennu í Höllinni,“ lofar Gunnar en auk Skáksambands Íslands stendur að Evrópumótinu Skáksamband Evrópu, með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar auk fjölda stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki en af 178 keppendum eru 133 stórmeistarar mættir til leiks. Í kvennaflokki senda þrjátíu lönd sín lið þar sem þrettán stórmeistarar eru meðal 146 keppenda. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd – landslið karla og kvenna auk „gullaldarliðsins“ sem skipað er hjörð sjóaðra stórmeistara, eða þeim Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturssyni og Friðriki Ólafssyni. Þeir náðu 5. sæti á Ólympíuskákmótinu 1986, sem er besti árangur sem íslenskt skáklandslið hefur náð. Skákskríbentar erlendir telja Rússa sigurstranglegasta í opnum flokki enda með sterkasta liðið á pappírnum. Ríkjandi Evrópumeistarar Asera munu þó hafa eitthvað um það að segja enda hafa þeir hampað titlinum í tveimur af þremur síðustu Evrópumótum þvert á líkur. Lið Úkraínu er þá einnig ægisterkt, sem jafnframt verður sagt um sveit Frakka, Englendinga og Armena. Í kvennaflokki eru þrjú lið í sérflokki - sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu. Erfitt er að meta hvað telja má ásættanlegan árangur fyrir íslensku liðin. Viðmælendur Fréttablaðsins nefna að fyrir karlaliðið megi lokasæti um miðjan hóp teljast ásættanlegur árangur – kvennaliðið er spurningarmerki. En um það eru menn sammála að ef skákgyðjan leiðir saman gullaldarliðið og íslenska karlaliðið þá muni höllin víbra af spennu, enda tap óhugsandi fyrir báðar sveitir. Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Sterkasta skákmót ársins í heiminum hefst í Laugardalshöll í dag. Þá setjast að tafli skáksveitir 35 landa til að berjast um Evrópumeistaratign landsliða. Í hópi skákmeistara eru tíu af tuttugu sterkustu skákmeisturum heims með norska heimsmeistarann Magnus Carlsen í fararbroddi. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sem átti hugmyndina að því að koma með þennan stórviðburð til Íslands, segir að óumdeilanlegt sé að EM landsliða sé stærsti skákviðburður á Íslandi allt frá því að Bobby Fischer og Boris Spasskí tefldu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Undirbúningur hefur staðið síðustu fjögur ár enda er umfang mótsins gríðarlegt, en erlendir gestir eru um 500 talsins. „Fólk má eiga von á þvílíkri veislu og spennu í Höllinni,“ lofar Gunnar en auk Skáksambands Íslands stendur að Evrópumótinu Skáksamband Evrópu, með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar auk fjölda stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Alls senda 35 lönd lið til keppni í opnum flokki en af 178 keppendum eru 133 stórmeistarar mættir til leiks. Í kvennaflokki senda þrjátíu lönd sín lið þar sem þrettán stórmeistarar eru meðal 146 keppenda. Þrjár sveitir tefla fyrir Íslands hönd – landslið karla og kvenna auk „gullaldarliðsins“ sem skipað er hjörð sjóaðra stórmeistara, eða þeim Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturssyni og Friðriki Ólafssyni. Þeir náðu 5. sæti á Ólympíuskákmótinu 1986, sem er besti árangur sem íslenskt skáklandslið hefur náð. Skákskríbentar erlendir telja Rússa sigurstranglegasta í opnum flokki enda með sterkasta liðið á pappírnum. Ríkjandi Evrópumeistarar Asera munu þó hafa eitthvað um það að segja enda hafa þeir hampað titlinum í tveimur af þremur síðustu Evrópumótum þvert á líkur. Lið Úkraínu er þá einnig ægisterkt, sem jafnframt verður sagt um sveit Frakka, Englendinga og Armena. Í kvennaflokki eru þrjú lið í sérflokki - sveitir Georgíu, Rússlands og Úkraínu. Erfitt er að meta hvað telja má ásættanlegan árangur fyrir íslensku liðin. Viðmælendur Fréttablaðsins nefna að fyrir karlaliðið megi lokasæti um miðjan hóp teljast ásættanlegur árangur – kvennaliðið er spurningarmerki. En um það eru menn sammála að ef skákgyðjan leiðir saman gullaldarliðið og íslenska karlaliðið þá muni höllin víbra af spennu, enda tap óhugsandi fyrir báðar sveitir.
Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira