Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka Snæfells í Domino´s deildum karla og kvenna og liðin fengu að upplifa ólíka hluti á einum sólarhring.
Karlalið Snæfells tapaði með 39 stiga mun á móti KR í gærkvöldi, 103-64, þar sem KR-liðið vann alla fjóra leikhlutana í leiknum.
Kvöldið áður hafði kvennalið Snæfells aftur á móti unnið 57 stiga sigur á Hamar í Hólminum, 89-32, í leik þar sem Snæfellsliðið vann alla fjóra leikhlutana.
Ingi Þór upplifði með þessu 96 stiga sveiflu á aðeins einum sólarhring auk þess að steinliggja á móti sínum gömlu lærisveinum í KR.
Kvennaliðið er aftur á móti í mjög góðum málum hjá Inga Þór eins og undanfarin tímabil en hann hefur gert Snæfellskonur að Íslandsmeisturum tvö ár í röð.
Snæfellskonur hafa verið á miklu skriði og unnið síðustu fjóra leiki sína með samtals 152 stigum eða 38 stigum að meðaltali. Snæfellsliðið er núna í 2. sæti deildarinnar og eina liðið sem heldur í við topplið Hauka.
Snæfellsstelpurnar unnu ekki bara alla fjóra leikhlutana á móti Hamri heldur er liðið búið að vinna tíu leikhluta í röð í deildinni eða alla leikhluta síðan í 2. Leikhluta á móti Grindavík 4. nóvember.
Snæfellskarlarnir voru aftur á móti tapa öðrum leiknum sínum í röð í deildinni og fjórða leiknum af fyrstu sex á tímabilinu.
96 stiga sveifla hjá Inga Þór á einum sólarhring
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn




FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn

