Verða einhver Balotelli-tilþrif hjá íslenska landsliðinu í Varsjá í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2015 14:00 Íslenska knattspyrnulandsliðið mætir Póllandi í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Pólverja, Stadion Narodowy. Frægasti leikurinn á vellinum fór fram í úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir þremur og hálfu ári. Uppselt er á leikinn og það verða því meira en 58 þúsund manns sem munu sjá íslenska landsliðið reyna sig á móti því pólska en bæði liðin tryggðu sér fyrr í haust sæti á EM 2016. Narodowy-leikvangurinn var byggður fyrir úrslitakeppni síðasta Evrópumóts sem fór fram í Pólland og Úkraínu árið 2012. Völlurinn opnaði 29. janúar 2012 og hann fær fjórar stjörnur í mati UEFA. Pólverjarnir fengu ekki þó ekki að hýsa úrslitaleikinn á EM 2012 sem fór fram í Kiev en á þessum velli fór aftur á móti fram eftirminnilegur undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja. Undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja fór fram 28. júní og maður kvöldsins var hinn uppátækjasami framherji Ítala Mario Balotelli. Mario Balotelli skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri ítalska landsliðsins en þau komu bæði í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar löguðu síðan stöðuna með marki Mesut Özil í uppbótartíma. Seinna markið hjá Balotelli var mjög glæsilegt en fagnið hans fékk þó jafnvel meiri athygli. Hér fyrir ofan er hægt að sjá mörkin hans Balotelli sem og fagnið hans í frétt Arnars Björnssonar um leikinn á Stöð 2. Fagnið vakti mikla athygli og fyrir neðan má sjá hvernig netverjar léku sér með það á netinu. Íslensku strákarnir horfa kannski á tilþrif hans fyrir leikinn til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. Þetta var fimmti og síðasti leikur Evrópumótsins sem fór fram á Narodowy-leikvanginum en hinn leikurinn í útsláttarkeppninni var 1-0 sigur Portúgal á Tékklandi í átta liða úrslitunum þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Íslenska knattspyrnulandsliðið mætir Póllandi í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Pólverja, Stadion Narodowy. Frægasti leikurinn á vellinum fór fram í úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir þremur og hálfu ári. Uppselt er á leikinn og það verða því meira en 58 þúsund manns sem munu sjá íslenska landsliðið reyna sig á móti því pólska en bæði liðin tryggðu sér fyrr í haust sæti á EM 2016. Narodowy-leikvangurinn var byggður fyrir úrslitakeppni síðasta Evrópumóts sem fór fram í Pólland og Úkraínu árið 2012. Völlurinn opnaði 29. janúar 2012 og hann fær fjórar stjörnur í mati UEFA. Pólverjarnir fengu ekki þó ekki að hýsa úrslitaleikinn á EM 2012 sem fór fram í Kiev en á þessum velli fór aftur á móti fram eftirminnilegur undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja. Undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja fór fram 28. júní og maður kvöldsins var hinn uppátækjasami framherji Ítala Mario Balotelli. Mario Balotelli skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri ítalska landsliðsins en þau komu bæði í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar löguðu síðan stöðuna með marki Mesut Özil í uppbótartíma. Seinna markið hjá Balotelli var mjög glæsilegt en fagnið hans fékk þó jafnvel meiri athygli. Hér fyrir ofan er hægt að sjá mörkin hans Balotelli sem og fagnið hans í frétt Arnars Björnssonar um leikinn á Stöð 2. Fagnið vakti mikla athygli og fyrir neðan má sjá hvernig netverjar léku sér með það á netinu. Íslensku strákarnir horfa kannski á tilþrif hans fyrir leikinn til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. Þetta var fimmti og síðasti leikur Evrópumótsins sem fór fram á Narodowy-leikvanginum en hinn leikurinn í útsláttarkeppninni var 1-0 sigur Portúgal á Tékklandi í átta liða úrslitunum þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira