Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Háskólanemar eru langþreyttir á truflun sem ítrekaðar verkfallsaðgerðir hafa á nám þeirra. vísir/Ernir „Það er kominn gangur í þessar viðræður núna og þar held ég nú að atkvæðagreiðslan [um verkfallsaðgerðir] hafi hjálpað til,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, um yfirstandandi kjaraviðræður félagsins og Félags háskólakennara við ríkið. Fundað var í vikunni og boðað til nýs fundar í deilunni á mánudag. Prófessorafélagið boðaði undir lok október undirbúning aðgerða í desember. Í vikunni var svo samþykkt með 85 prósentum atkvæða verkfall 2. til 18. desember náist ekki samningar. „En núna er sem betur fer komin töluverð hreyfing á málin,“ segir Rúnar og segir samninganefndina alltaf leyfa sér að vera vongóða um að saman náist. Fundurinn á mánudag sé hins vegar mjög mikilvægur og ráði töluverðu um framhaldið.Rúnar Vilhjálmsson formaður Félags prófessora við ríkisháskóla„Það vill enginn stefna háskólastarfinu í upplausn eins og ef verst færi. Það myndum við síst vilja.“ Hins vegar hafi verið „ótrúlegur dráttur og tregða“ í viðræðunum. Félögin hafi fallist á að bíða bæði eftir niðurstöðu í deilu BHM og hjúkrunarfræðinga sem endaði með gerðardómi og svo eftir niðurstöðu SALEK-hópsins. Þó hafi viðræður lítið þokast áfram þegar þau mál lágu fyrir, þrátt fyrir að gefið hafi verið í skyn að samningar yrðu greiðari þegar þau mál leystust. „En ég leyfi mér að vera bjartsýnn og trúi ekki öðru en að ríkið vilji koma til móts við sanngjarnar kröfur félagsins,“ segir Rúnar, en það vilji verja kaupmátt prófessora. „Og það má ekki gerast að þeir dragist aftur úr öðrum á vinnumarkaði.“ Þar fyrir utan þurfi að horfa á málið í alþjóðlegu samhengi því um sé að ræða hóp sem geti fengið vinnu um allan heim. „Og lætur auðvitað ekki bjóða sér hvað sem er hér heima.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er kominn gangur í þessar viðræður núna og þar held ég nú að atkvæðagreiðslan [um verkfallsaðgerðir] hafi hjálpað til,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, um yfirstandandi kjaraviðræður félagsins og Félags háskólakennara við ríkið. Fundað var í vikunni og boðað til nýs fundar í deilunni á mánudag. Prófessorafélagið boðaði undir lok október undirbúning aðgerða í desember. Í vikunni var svo samþykkt með 85 prósentum atkvæða verkfall 2. til 18. desember náist ekki samningar. „En núna er sem betur fer komin töluverð hreyfing á málin,“ segir Rúnar og segir samninganefndina alltaf leyfa sér að vera vongóða um að saman náist. Fundurinn á mánudag sé hins vegar mjög mikilvægur og ráði töluverðu um framhaldið.Rúnar Vilhjálmsson formaður Félags prófessora við ríkisháskóla„Það vill enginn stefna háskólastarfinu í upplausn eins og ef verst færi. Það myndum við síst vilja.“ Hins vegar hafi verið „ótrúlegur dráttur og tregða“ í viðræðunum. Félögin hafi fallist á að bíða bæði eftir niðurstöðu í deilu BHM og hjúkrunarfræðinga sem endaði með gerðardómi og svo eftir niðurstöðu SALEK-hópsins. Þó hafi viðræður lítið þokast áfram þegar þau mál lágu fyrir, þrátt fyrir að gefið hafi verið í skyn að samningar yrðu greiðari þegar þau mál leystust. „En ég leyfi mér að vera bjartsýnn og trúi ekki öðru en að ríkið vilji koma til móts við sanngjarnar kröfur félagsins,“ segir Rúnar, en það vilji verja kaupmátt prófessora. „Og það má ekki gerast að þeir dragist aftur úr öðrum á vinnumarkaði.“ Þar fyrir utan þurfi að horfa á málið í alþjóðlegu samhengi því um sé að ræða hóp sem geti fengið vinnu um allan heim. „Og lætur auðvitað ekki bjóða sér hvað sem er hér heima.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira