Hannes: Þurfum meiri peninga og meira í afrekssjóðinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2015 06:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við erum klárlega að taka næsta skref fram á við með þessum samningi,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en sambandið gerði í gær nýjan samning við landsliðsþjálfara karla, Craig Pedersen. Nýi samningurinn er til haustsins 2017 með möguleika á framlengingu til 2019. Craig hættir að þjálfa danska liðið Svendborg Rabbits og mun koma meira að starfi körfuboltans hér heima. Hann verður einnig tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn spila. Það fylgir þessum nýja samningi eðlilega aukinn kostnaður en er þá peningakrísu KKÍ lokið? „Nei, svo sannarlega ekki og mun væntanlega ekki ljúka á næstu árum. Þetta heitir á góðri íslensku að þetta reddist. Við þurfum samt meiri peninga og meira í afrekssjóðinn svo hægt sé að gera þessa hluti svo vel sé,“ segir Hannes og hlær létt. KKÍ hefur efni á því að gera aðeins betri samning við þjálfarann þó svo það drjúpi nú ekki smjör af hverju strái hjá Körfuknattleikssambandinu. „Þetta er að kosta meira. Fleiri ferðir og aðeins meira í útborguðum launum. Við teljum okkur aftur á móti þurfa að gera þetta til að halda áfram að stíga fram á við. Það er til að mynda mjög jákvætt að Craig mun vinna með landsliðsþjálfara kvenna og yfirþjálfara yngri landsliða til þess að móta starfið og stefnuna.“ KKÍ er búið að gera upp EM-ævintýrið og tókst KKÍ að komast út úr því verkefni án þess að tapa peningum. „Árið hjá karlaliðinu kostaði í kringum 40 milljónir króna og okkur tókst að klára það verkefni réttu megin við núllið,“ segir formaðurinn sem horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við munum leggja mikið á okkur til þess að komast aftur inn á EM með karlaliðið árið 2017. Svo ætlum við að reyna að festa okkur í sessi sem eitt af 32 bestu liðum Evrópu því þá erum við í A-deild og eigum möguleika á því að komast á stórmót. Ef við föllum í B-deildina þá verður það mjög erfitt enda aðeins keppt þar um að komast í A-deild. Stefnan með kvennaliðið er að komast á EM ekki síðar en 2021 en vonandi tekst það fyrr. Það eru spennandi tímar fram undan hjá KKÍ.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30 Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00 Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leiðinni í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
„Við erum klárlega að taka næsta skref fram á við með þessum samningi,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en sambandið gerði í gær nýjan samning við landsliðsþjálfara karla, Craig Pedersen. Nýi samningurinn er til haustsins 2017 með möguleika á framlengingu til 2019. Craig hættir að þjálfa danska liðið Svendborg Rabbits og mun koma meira að starfi körfuboltans hér heima. Hann verður einnig tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn spila. Það fylgir þessum nýja samningi eðlilega aukinn kostnaður en er þá peningakrísu KKÍ lokið? „Nei, svo sannarlega ekki og mun væntanlega ekki ljúka á næstu árum. Þetta heitir á góðri íslensku að þetta reddist. Við þurfum samt meiri peninga og meira í afrekssjóðinn svo hægt sé að gera þessa hluti svo vel sé,“ segir Hannes og hlær létt. KKÍ hefur efni á því að gera aðeins betri samning við þjálfarann þó svo það drjúpi nú ekki smjör af hverju strái hjá Körfuknattleikssambandinu. „Þetta er að kosta meira. Fleiri ferðir og aðeins meira í útborguðum launum. Við teljum okkur aftur á móti þurfa að gera þetta til að halda áfram að stíga fram á við. Það er til að mynda mjög jákvætt að Craig mun vinna með landsliðsþjálfara kvenna og yfirþjálfara yngri landsliða til þess að móta starfið og stefnuna.“ KKÍ er búið að gera upp EM-ævintýrið og tókst KKÍ að komast út úr því verkefni án þess að tapa peningum. „Árið hjá karlaliðinu kostaði í kringum 40 milljónir króna og okkur tókst að klára það verkefni réttu megin við núllið,“ segir formaðurinn sem horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við munum leggja mikið á okkur til þess að komast aftur inn á EM með karlaliðið árið 2017. Svo ætlum við að reyna að festa okkur í sessi sem eitt af 32 bestu liðum Evrópu því þá erum við í A-deild og eigum möguleika á því að komast á stórmót. Ef við föllum í B-deildina þá verður það mjög erfitt enda aðeins keppt þar um að komast í A-deild. Stefnan með kvennaliðið er að komast á EM ekki síðar en 2021 en vonandi tekst það fyrr. Það eru spennandi tímar fram undan hjá KKÍ.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30 Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00 Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leiðinni í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30
Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00
Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49