Hannes: Þurfum meiri peninga og meira í afrekssjóðinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2015 06:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við erum klárlega að taka næsta skref fram á við með þessum samningi,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en sambandið gerði í gær nýjan samning við landsliðsþjálfara karla, Craig Pedersen. Nýi samningurinn er til haustsins 2017 með möguleika á framlengingu til 2019. Craig hættir að þjálfa danska liðið Svendborg Rabbits og mun koma meira að starfi körfuboltans hér heima. Hann verður einnig tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn spila. Það fylgir þessum nýja samningi eðlilega aukinn kostnaður en er þá peningakrísu KKÍ lokið? „Nei, svo sannarlega ekki og mun væntanlega ekki ljúka á næstu árum. Þetta heitir á góðri íslensku að þetta reddist. Við þurfum samt meiri peninga og meira í afrekssjóðinn svo hægt sé að gera þessa hluti svo vel sé,“ segir Hannes og hlær létt. KKÍ hefur efni á því að gera aðeins betri samning við þjálfarann þó svo það drjúpi nú ekki smjör af hverju strái hjá Körfuknattleikssambandinu. „Þetta er að kosta meira. Fleiri ferðir og aðeins meira í útborguðum launum. Við teljum okkur aftur á móti þurfa að gera þetta til að halda áfram að stíga fram á við. Það er til að mynda mjög jákvætt að Craig mun vinna með landsliðsþjálfara kvenna og yfirþjálfara yngri landsliða til þess að móta starfið og stefnuna.“ KKÍ er búið að gera upp EM-ævintýrið og tókst KKÍ að komast út úr því verkefni án þess að tapa peningum. „Árið hjá karlaliðinu kostaði í kringum 40 milljónir króna og okkur tókst að klára það verkefni réttu megin við núllið,“ segir formaðurinn sem horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við munum leggja mikið á okkur til þess að komast aftur inn á EM með karlaliðið árið 2017. Svo ætlum við að reyna að festa okkur í sessi sem eitt af 32 bestu liðum Evrópu því þá erum við í A-deild og eigum möguleika á því að komast á stórmót. Ef við föllum í B-deildina þá verður það mjög erfitt enda aðeins keppt þar um að komast í A-deild. Stefnan með kvennaliðið er að komast á EM ekki síðar en 2021 en vonandi tekst það fyrr. Það eru spennandi tímar fram undan hjá KKÍ.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30 Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00 Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
„Við erum klárlega að taka næsta skref fram á við með þessum samningi,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en sambandið gerði í gær nýjan samning við landsliðsþjálfara karla, Craig Pedersen. Nýi samningurinn er til haustsins 2017 með möguleika á framlengingu til 2019. Craig hættir að þjálfa danska liðið Svendborg Rabbits og mun koma meira að starfi körfuboltans hér heima. Hann verður einnig tengiliður KKÍ við skólana í Bandaríkjunum þar sem íslenskir landsliðsmenn spila. Það fylgir þessum nýja samningi eðlilega aukinn kostnaður en er þá peningakrísu KKÍ lokið? „Nei, svo sannarlega ekki og mun væntanlega ekki ljúka á næstu árum. Þetta heitir á góðri íslensku að þetta reddist. Við þurfum samt meiri peninga og meira í afrekssjóðinn svo hægt sé að gera þessa hluti svo vel sé,“ segir Hannes og hlær létt. KKÍ hefur efni á því að gera aðeins betri samning við þjálfarann þó svo það drjúpi nú ekki smjör af hverju strái hjá Körfuknattleikssambandinu. „Þetta er að kosta meira. Fleiri ferðir og aðeins meira í útborguðum launum. Við teljum okkur aftur á móti þurfa að gera þetta til að halda áfram að stíga fram á við. Það er til að mynda mjög jákvætt að Craig mun vinna með landsliðsþjálfara kvenna og yfirþjálfara yngri landsliða til þess að móta starfið og stefnuna.“ KKÍ er búið að gera upp EM-ævintýrið og tókst KKÍ að komast út úr því verkefni án þess að tapa peningum. „Árið hjá karlaliðinu kostaði í kringum 40 milljónir króna og okkur tókst að klára það verkefni réttu megin við núllið,“ segir formaðurinn sem horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við munum leggja mikið á okkur til þess að komast aftur inn á EM með karlaliðið árið 2017. Svo ætlum við að reyna að festa okkur í sessi sem eitt af 32 bestu liðum Evrópu því þá erum við í A-deild og eigum möguleika á því að komast á stórmót. Ef við föllum í B-deildina þá verður það mjög erfitt enda aðeins keppt þar um að komast í A-deild. Stefnan með kvennaliðið er að komast á EM ekki síðar en 2021 en vonandi tekst það fyrr. Það eru spennandi tímar fram undan hjá KKÍ.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30 Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00 Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
Pedersen framlengir og verður meira á Íslandi Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, tilkynnti í dag að að sambandið hefði gert nýjan samning við sambandið og myndi láta af hinu starfi sínu hjá danska liðinu Svendborg Rabbits. 13. nóvember 2015 09:30
Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Craig Pedersen vill eyða meiri tíma með strákunum sínum og fær tækifæri til þess í stærra hlutverki hjá KKÍ. 13. nóvember 2015 10:00
Pedersen hættir með Svendborg til að einbeita sér að Íslandi Arnar Guðjónsson verður nýr aðalþjálfari Svendborg Rabbits í Danmörku. 12. nóvember 2015 22:49