Hverja óttumst við? Geir Finnsson skrifar 14. nóvember 2015 21:24 Á augnabliki hættu tístin okkar og stöðuuppfærslur að snúast um prófin og djammið og fjölluðu þess í stað um reiði, sorg, samúð og ótta. Voðaverkin sem ISIS framdi í París á föstudagskvöldið fóru ekki framhjá neinum.„Það er enn hægt að stöðva þessa þróun á Íslandi !!!! Fyrsta skrefið er að tala opinskátt og láta ekki íslenska Political Correct fasismann hræða sig frá því að kalla hlutum réttum nöfnum !!!!“Skiljanlega hófust margir handa við hreingerningar á sínum samfélagsmiðlum og eyddu út nýbirtum og vafasömum djammtístum, enda almennt skynsamlegt að segja aðeins það sem er við hæfi á slíkum skelfingartímum. Þrátt fyrir það birtist okkur fjöldi færslna sem voru umtalsvert meira óviðeigandi en léttvæg djammtíst, sem fjölmiðlar þurftu beinlínis að ritskoða. Ég man og fann það sjálfur að hörmungum loknum, þegar ég lagðist loks á koddann minn, að ég óttaðist ekki fleiri hryðjuverk komandi daga, heldur röng viðbrögð þeirra sem ala á fordómum og einangrun. Þó stærstur hluti þjóðarinnar hafi fundið til með fórnarlömbum miskunnarlausra árása var, því miður, allt of stór hópur fólks sem vildi ekkert annað sjá en hörmulegar lausnir við röngum vanda.„hvenar á að fara útrýma þessum islam viðbjóði? já það er þannig að þettar rusl sem stóð af þessu helvítis ógeðis múslimar“Sökudólgarnir, að þeirra mati, voru fórnarlömbin. Þessi pistill er ætlaður þeim sem sjá stöðuna svona. Til þeirra sem hringja reglulega inn á Útvarp Sögu í leit að samþykki fyrir sínum vanhugsuðu skoðunum. Sem sjá ástæðu til að loka dyrunum á þá sem síst skyldi. Einmitt þá sem flýja hörmungar hryðjuverkamanna.„er þetta ekki málið fyri þig og þinn miðbæ?rotta?“Það er mér algjör skelfing að margir Íslendingar hugsi svona. Að það sé þeim svo óskiljanlegt að flóttafólk séu þau sem flýja það fólk sem framkvæmir þessar skelfilegu árásir. Það er ekkert samasem merki að finna, en þó er auðvelt fyrir marga í kringum okkur að búa það til úr engu. Viðvörunarbjöllunum hefur verið hringt og við sjáum ljósið smám saman dofna sem leiddi hina upplýstu Evrópu. Það eru ekki innflytjendur sem breiða yfir birtuna og leiða okkur á myrkar brautir, heldur þeir sem úthýsa þeim. Evrópa finnur sig á sömu braut og áður leiddi okkur til heimsstyrjalda.„Hvað sem þessi skrímsli gera munu því miður margir vitgrannir Íslendingar halda uppi vörnum fyrir þau og kalla okkur sem höfum eitthvað við þetta að athuga “rasista”“Flóðbylgja fordóma og einangrunasinna skellur á okkur öllum. Því er rík ástæða til að opna augun og binda enda á þetta ástand áður en það færir okkur aftur á þann upphafspunkt sem tók okkur nærri öld að vinna okkur frá. Við eigum ekki að þurfa að eyða kröftum okkar í að hneykslast út í hvort annað. Því það er einmitt sú gildra sem hryðjuverkamenn leggja fyrir okkur. Þeir vilja sjá okkur sundruð frekar en sameinuð í því að taka á móti flóttamönnum, sem eru jafn andsnúnir hryðjuverkamönnunum og við.„Já hvað stendur aftur til að taka á móti mörgum frá Sýrlandi? 55 eða 555? Verður frábært hér eftir svona 5 ár. Komin moska og nóg af liði til að hlusta á boðskapinn þaðan. Boðskap um dauða yfir samkynhneigðum, konum, kristnum ofl ofl.“Samfélagið okkar er á slæmum stað þegar við förum að sofa og óttumst ekki fyrst og fremst árásir á fleiri fórnarlömb, heldur einnig viðbrögð samborgara okkar, sem ala aðeins á því hatri sem knýr hryðjuverkaógnina áfram. Satt að segja veit líklega enginn um eina rétta lausn við þessum vanda okkar. Ég leyfi mér þó að fullyrða að það eina sem fær fáfræði, fordóma og tilheyrandi voðaverk stöðvuð sé upplýstari, opnari og frjálsari heimur. Hann byrjar hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Á augnabliki hættu tístin okkar og stöðuuppfærslur að snúast um prófin og djammið og fjölluðu þess í stað um reiði, sorg, samúð og ótta. Voðaverkin sem ISIS framdi í París á föstudagskvöldið fóru ekki framhjá neinum.„Það er enn hægt að stöðva þessa þróun á Íslandi !!!! Fyrsta skrefið er að tala opinskátt og láta ekki íslenska Political Correct fasismann hræða sig frá því að kalla hlutum réttum nöfnum !!!!“Skiljanlega hófust margir handa við hreingerningar á sínum samfélagsmiðlum og eyddu út nýbirtum og vafasömum djammtístum, enda almennt skynsamlegt að segja aðeins það sem er við hæfi á slíkum skelfingartímum. Þrátt fyrir það birtist okkur fjöldi færslna sem voru umtalsvert meira óviðeigandi en léttvæg djammtíst, sem fjölmiðlar þurftu beinlínis að ritskoða. Ég man og fann það sjálfur að hörmungum loknum, þegar ég lagðist loks á koddann minn, að ég óttaðist ekki fleiri hryðjuverk komandi daga, heldur röng viðbrögð þeirra sem ala á fordómum og einangrun. Þó stærstur hluti þjóðarinnar hafi fundið til með fórnarlömbum miskunnarlausra árása var, því miður, allt of stór hópur fólks sem vildi ekkert annað sjá en hörmulegar lausnir við röngum vanda.„hvenar á að fara útrýma þessum islam viðbjóði? já það er þannig að þettar rusl sem stóð af þessu helvítis ógeðis múslimar“Sökudólgarnir, að þeirra mati, voru fórnarlömbin. Þessi pistill er ætlaður þeim sem sjá stöðuna svona. Til þeirra sem hringja reglulega inn á Útvarp Sögu í leit að samþykki fyrir sínum vanhugsuðu skoðunum. Sem sjá ástæðu til að loka dyrunum á þá sem síst skyldi. Einmitt þá sem flýja hörmungar hryðjuverkamanna.„er þetta ekki málið fyri þig og þinn miðbæ?rotta?“Það er mér algjör skelfing að margir Íslendingar hugsi svona. Að það sé þeim svo óskiljanlegt að flóttafólk séu þau sem flýja það fólk sem framkvæmir þessar skelfilegu árásir. Það er ekkert samasem merki að finna, en þó er auðvelt fyrir marga í kringum okkur að búa það til úr engu. Viðvörunarbjöllunum hefur verið hringt og við sjáum ljósið smám saman dofna sem leiddi hina upplýstu Evrópu. Það eru ekki innflytjendur sem breiða yfir birtuna og leiða okkur á myrkar brautir, heldur þeir sem úthýsa þeim. Evrópa finnur sig á sömu braut og áður leiddi okkur til heimsstyrjalda.„Hvað sem þessi skrímsli gera munu því miður margir vitgrannir Íslendingar halda uppi vörnum fyrir þau og kalla okkur sem höfum eitthvað við þetta að athuga “rasista”“Flóðbylgja fordóma og einangrunasinna skellur á okkur öllum. Því er rík ástæða til að opna augun og binda enda á þetta ástand áður en það færir okkur aftur á þann upphafspunkt sem tók okkur nærri öld að vinna okkur frá. Við eigum ekki að þurfa að eyða kröftum okkar í að hneykslast út í hvort annað. Því það er einmitt sú gildra sem hryðjuverkamenn leggja fyrir okkur. Þeir vilja sjá okkur sundruð frekar en sameinuð í því að taka á móti flóttamönnum, sem eru jafn andsnúnir hryðjuverkamönnunum og við.„Já hvað stendur aftur til að taka á móti mörgum frá Sýrlandi? 55 eða 555? Verður frábært hér eftir svona 5 ár. Komin moska og nóg af liði til að hlusta á boðskapinn þaðan. Boðskap um dauða yfir samkynhneigðum, konum, kristnum ofl ofl.“Samfélagið okkar er á slæmum stað þegar við förum að sofa og óttumst ekki fyrst og fremst árásir á fleiri fórnarlömb, heldur einnig viðbrögð samborgara okkar, sem ala aðeins á því hatri sem knýr hryðjuverkaógnina áfram. Satt að segja veit líklega enginn um eina rétta lausn við þessum vanda okkar. Ég leyfi mér þó að fullyrða að það eina sem fær fáfræði, fordóma og tilheyrandi voðaverk stöðvuð sé upplýstari, opnari og frjálsari heimur. Hann byrjar hér.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun